Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 7ísmót 2007 fréttablaðið
Keppandi nr. 202. Landslag. Höfundur:
Mats Wibe Lund ljósmyndari.
Keppandi nr. 196. Auglýsingamynd fyrir
francas.is. Höfundur: Lárus Karl Ingason
ljósmyndari. Stofa Ljósmynd.
Á ÍSMÓTI 2007 var keppt um tit-
ilinn Ljósmynd ársins á vegum
Ljósmyndarafélags Íslands í sam-
vinnu við SI og aðildarfélög þess
í þjónustuiðngreinum. Auk keppn-
innar kynnti félagið starfsemi
sína í Höllinni og ljósmyndastof-
ur innan félagsins tóku vel á móti
gestum. Fagljósmyndara og ljós-
myndastofur í Ljósmyndarafé-
lagi Íslands er að finna á vefnum
Meistarinn.is.
Alls 52 myndir bárust í keppn-
ina í eftirfarandi flokkum: Por-
trett, Landslag, Arkitektúr og
Auglýsinga- og iðnaðarljósmynd-
un. Stigagjöf dómnefndar og nið-
urstaða úr símakosningu almenn-
ings réði úrslitum á mótinu en eft-
irtaldir meistarar og verk þeirra
voru tilnefnd til verðlauna:
• Portrett-ljósmynd nr. 177 - Er-
ling Ó. Aðalsteinsson
• Auglýsinga- og iðnaðarljósmynd
nr. 194 og 196 - Lárus Karl Inga-
son
• Landslagsmynd nr. 202 - Matz
Wibe Lund
Tvær ljósmyndir urðu hnífjafnar
að stigum og ákvað dómnefnd að
veita þeim báðum titilinn „Ljós-
mynd ársins“ á Ísmóti 2007. Ann-
ars vegar var það portrettmyndin
„Feðgar,“ nr. 177, tekin af Erlingi
Ó. Aðalsteinssyni á Ljósmynda-
stofu Erlings og hins vegar aug-
lýsingamynd fyrir Zo-on, nr. 194,
tekin af Lárusi Karli Ingasyni hjá
Ljósmynd. Hinn landsþekkti fag-
ljósmyndari Magnús Hjörleifsson
kynnti úrslitin á hátíðarkvöldi Ís-
móts.
Ljósmynd ársins
Sigurvegari. Keppandi nr. 194. Auglýsingamynd fyrir Zo-on. Höfundur: Lárus Karl Ingason ljósmyndari. Stofa Ljósmynd.
Sigurvegari. Keppandi nr. 177. Feðgar. Höfundur Erling Ó. Aðalsteinsson ljósmyndari. Ljósmyndastofa Erlings.
Fullt hús fagljósmyndara var á hátíðarkvöldi Ísmóts. Sigurvegararnir, Lárus Karl
Ingason, til vinstri, og Erling Ó. Aðalsteinsson, til hægri, ásamt fulltrúa Ljósmyndara-
félags Íslands, Magnúsi Hjörleifssyni.
Erling Ólafur Aðalsteinsson ljós-
myndari, hjá Ljósmyndastofu Er-
lings, sendi inn fimm myndir á
Ísmót 2007. Þar á meðal var mynd
af nýbökuðum föður með nokk-
urra daga gamlan son sinn í fang-
inu, sem dómnefndin útnefndi
mynd ársins í flokki portrett-
mynda.
„Foreldrarnir komu fyrst í
myndatöku til mín þegar móðirin
var ófrísk og ætluðu að koma
aftur eftir að hún hafði fætt,“
segir Erling. „Ég bað þau um að
gera það sem fyrst eftir fæðingu,
eða þegar þau treystu sér til. Þau
gerðu það og við áttum notalega
stund í stúdíóinu. Tókum heilan
helling af myndum.“
Erling segist hafa viljað koma
til skila nálægðinni á milli föður-
ins, Fernando Ruiz, og sonarins,
Hannesar, á myndunum. Hann gaf
sér góðan tíma til að vinna þær og
naut þar dyggrar aðstoðar sam-
býliskonu sinnar, Sillu Páls, förð-
unarmeistara með meiru, sem
hefur starfað við hlið helstu ljós-
myndara landsins síðustu ár.
Eins og fyrr sagði fór að lokum
svo að dómnefndin útnefndi
myndina þá bestu í flokki por-
trettmynda og því virðist ætlun-
arverk Erlings hafa heppnast.
„Þetta er mjög mikilvæg viður-
kenning fyrir mig,“ segir hann
um sigurinn. „Staðfesting á því að
fólki finnist maður vera að gera
góða hluti. Mér finnst persónu-
lega svo gaman að mynda fólk og
gleðja það þegar það sækir mynd-
irnar, að helst vildi ég ekki þurfa
að rukka fyrir þær. Maður hefur
þó ekki um annað að velja.“ -rve
Feðgar þóttu flottastir
Erling býður upp á mánaðarmyndatökur. Þá koma mæður í bumbumyndatöku, síðan
með barnið nýfætt og mánaðarlega fyrsta árið. Úr verður albúm mynda frá fyrsta ári
barnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tvær mannverur úti í óblíðri
náttúrunni eru viðfangsefni ljós-
myndarans Lárusar Karls Inga-
sonar en sú mynd færði honum
verðlaun í flokknum Auglýsinga-
mynd ársins 2007.
„Þetta er auglýsingamynd sem
ég vann fyrir bækling á vegum
Zo-on og sýnir tvær mannverur á
gangi úti í vondu veðri, sem á aftur
að endurspegla styrk fatnaðar-
ins,“ útskýrir Lárus, sem hefur
að baki áralanga reynslu af aug-
lýsinga- og portrettljósmyndun
og hefur hlotið alþjóðlega athygli
fyrir störf sín.
Auk verðlaunanna hlaut Lárus
tilnefningu fyrir aðra auglýsinga-
mynd sem hann myndaði fyrir
veiðivefinn francas.is og er því
hæstánægður með árangurinn.
„Það var fínt og ánægjulegt
að fá alla þessa viðurkenningu.
Þetta er klapp á bakið,“ segir
hann. „Þar sem ég veit að maður
er alltaf dæmdur út frá síð-
asta verki keyrir sigurinn mann
áfram. Svo styrkir þetta vonandi
fyrirtækin sem ég vann fyrir
í trúnni um að þau séu að gera
rétt.“
Spurður um hvort hann hafi
fundið afrakstri erfiðisins, verð-
launagripnum, mátulegan stað,
segir Lárus annað ekki hafa komið
til greina. „Hann er nú að því er
heita má á arinhillunni heima,
þar sem hann sómir sér vel. Þetta
er sannarlega góð áminning um
að það er til einhvers að vinna á
móti sem þessu.“ - rve
Sómir sér vel í stofunni
Lárus hefur starfað sem ljósmyndari í
fjölmörg ár og man tímana tvenna, til
dæmis hvaða áhrif stafræna byltingin
hafði eins og hann kallar hana.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA