Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 60
Í kvöld verða norræn verk á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands: flutt verður Völuspá Jóns Þórarinssonar. Kviðan er hans viðamesta verk, samið í til- efni Þjóðhátíðarinnar 1975. Sögu- draumur Carls Nielsen tónsetur atvik úr Njálu og Tapiola Sibeli- usar lýsir heimkynnum finnsks skógarguðs. Þá verður 5. sinfónía danska tónskáldsins Rued Lang- gaard flutt. Þetta er samnorrænt kvöld. Það er finnski Esa Heikkilä sem leiðir sveitina en að tónleikunum koma einnig Selkórinn undir stjórn Jóns Karls Einarssonar og Ágúst Ólafsson söngvari. Heikk- ilä stjórnar nú Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja sinn en hefur einn- ig unnið með hljómsveitum á Bretlandseyjum, í Eistlandi og í Belgíu við góðan orðstír. Árið 1907 samdi Carl Nielsen (1865-1931) tónaljóðið Sögu- draum, sem lýsir draumförum Gunnars á Þjórsárbökkum. „Ég held að þetta sé eitt af mínum uppáhaldsverkum,“ sagði Nielsen um Sögudrauminn að frumflutn- ingi loknum. „Gunnar á Hlíðar- enda var stórfengleg persóna og langt á undan sinni samtíð.“ Sögu- draumur Nielsens er sjaldan flutt- ur en var áður leikinn á tónleikum SÍ í Þjóðleikhúsinu 1965 og 1970. Verk Jóns Þórarinssonar (f. 13. september 1917) sækir einnig efni sitt í forna texta. Jón er eitt ást- sælasta tónskáld þjóðarinnar og flestir þekkja söngperlur hans, Fuglinn í fjörunni og Vögguljóð á hörpu. Völuspá var frumflutt á Arnarhóli á Þjóðhátíð 1974 undir stjórn tónskáldsins. Síðan hefur SÍ leikið hana á tónleikum undir stjórn Karsten Andersen árið 1977 og hljóðritað undir stjórn Petri Sakari árið 1997 í tilefni af áttræðisafmæli tónskáldsins. Jean Sibelius (1865-1957) samdi fjölda tónverka sem byggjast á finnskri goðafræði, og nægir þar að nefna Lemminkäinen-svítuna og Kullervo. Tapiola var síðasta stóra hljómsveitarverkið sem Sibelius lauk að fullu við og hefur Sinfónían flutt verkið fjórum sinnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands leikur verk eftir Rued Langgaard (1893- 1952), eitt merkasta tónskáld Dana fyrr og síðar. Hann naut lít- illar velgengni meðan hann lifði, var feikilega afkastamikill og samdi m.a. 16 sinfóníur, en flest verka hans voru aldrei flutt meðan hann lifði og hann var utangarðs í dönsku tónlistarlífi alla tíð. Langgaard skildi eftir sig meira en 400 tónsmíðar. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 og verður útvarpað beint frá flutningi þeirra á Rás 1 Ríkis- útvarpsins. Norrænt kvöld Kl. 20.00 Í kvöld verður á Bókmennta- hátíð upplestur í Iðnó kl. 20. Þar koma fram höfundar ævisögu Maós, þau Jon Halliday og Jung Chang, Morten Ramsland og Kim Echlin og íslensku skáldin Þórdís Björnsdóttir og Jón Kalman Stefánsson. Hafi menn heppnina með kann að vera að Jón lesi úr væntan- legri skáldsögu sinni. Í dag, 13. september, opnar Eggert Pétursson sýningu sína 100 myndir í galleri i8. Um er að ræða sýningu á nýjum verkum eftir Eggert sem eru unnin á þessu ári. Viðfangsefni myndanna eru íslenskar plönt- ur og eru þær sýndar í tvennu lagi.Annars vegar hanga 50 ferningslaga myndir innan rétt- hyrnings þar sem lesa má tíma sum- arsins frá vori til hausts í línum niður eftir veggnum eftir blómgun- artíma plantnanna. Hins vegar hanga 50 rétthyrningslaga myndir í einni línu andspænis á hinum þrem- ur veggjum salarins og aftur má lesa tíma sumarsins eftir línunni frá vinstri til hægri. „Þetta er í raun innsetning frekar en málverkasýning. Á meðan á sýn- ingunni stendur skapa þessar hundr- að myndir tvö verk. En myndirnar geta líka staðið einar og sér. Þannig að það er svolítið á reiki hvort hér er um að ræða eitt verk, tvö verk eða hundrað verk,“ segir Eggert. Á meðan sýningin stendur yfir verður prentað bókverk sem birtir myndir sýningarinnar í raunstærð, í heild eða að hluta. „Þetta er ekki bók um verk mín heldur frekar bókverk sem hugsað er sem hluti af sýning- unni. Bókin sýnir ekki smækkaðar útgáfur af verkunum á sýningunni heldur hluta af verkunum.“ Bókverkið kemur ekki út fyrr en undir lok sýningarinnar. „Ég hef gert hundrað búta sem eru til sölu og eiga eftir að fara hver í sína átt- ina með væntanlegum eigendum. Aðrir sýningargestir sem ekki eign- ast myndir fara heim með upplifun sína og minningar. Bókverkið getur geymt eitthvað af þeirri upplifun.“ Tími náttúrunnar Nóbelsverðlaunahafinn John Maxwell Coetzee hélt fyrirlestur í yfirfullum hátíðasal Háskóla Íslands í gær. Coetzee, sem fæddist í Suður-Afríku árið 1940 en býr nú í Ástralíu, er gestur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík. Rúnar Helgi Vignisson, sem þýtt hefur tvær af bókum Coetzee, segir að bækur hans séu skýrar og truflandi. „Það skín út úr texta Coetzee að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann skrifar hnitmið- aðan stíl og lesandinn fær strax traust á orðum hans. Öll froða og óþarfa orð eru klippt burt. Auk þess eru hugmyndirnar sem liggja að baki bókum hans oft snjallar. Flétturnar í þeim virðast vera ein- faldar á yfirborðinu en þegar að er gáð afhjúpa þær svo margt um það samfélag sem þær gerast í,“ segir Rúnar Helgi en önnur af bókunum sem hann hefur þýtt eftir Coetzee, Disgrace (Van- sæmd), var kosin besta skáldsaga frá Bretlandi og löndum Breska samveldisins síðustu 25 ára í blað- inu Guardian í vetur. Í bókardómi um Disgrace á sínum tíma var sagt að bókin væri svo nöturleg að það væri eins og að borða ösku að lesa hana. Bókin fjallar um David Lurie, hvítan miðaldra háskólakennara í Höfðaborg í Suður-Afríku, sem missir æruna og starf sitt eftir að hafa sofið hjá nemanda sínum. Lurie flytur til lesbískrar dóttur sinnar á sveitabæ úti á landi, Skömmu síðar brjótast þrír þel- dökkir menn inn til þeirra og ræna þau. Þeir kveikja í Lurie og læsa hann inni á klósetti. Mennirnir raðnauðga dóttur Luries meðan hann liggur þar í sárum sínum. Dóttirin verður þunguð eftir nauðgunina. Lurie þarf svo að sætta sig við, eftir að hafa misst æruna fyrir siðabrot í Höfðaborg, að dóttir hans vill ekki láta rann- saka glæpinn og refsa ofbeldis- mönnunum jafnvel þó að hún viti hverjir þeir eru: nágranni hennar hafði skipulagt árásina því hann vill þröngva henni til að giftast sér vegna þess að hann ásælist eignir hennar. Í staðinn mun nágranninn vernda hana gegn frekari árásum í framtíðinni. Dóttirin vill búa áfram í þessu frumstæða bænda- samfélagi og beygir sig því undir þær reglur sem gilda þar. „Bækur hans eru truflandi og hreinskilnin er mikil; sumir les- endur þola það ekki. Hann er þekktur fyrir það hversu misk- unnarlaust augnaráð hans er því hann dregur ekkert undan; meira að segja þegar hann lýsir foreldr- um sínum í endurminningabókum sínum tveimur, Boyhood og Youth. Ég sárvorkenndi mömmu hans í þeim bókum og ekki fegrar hann alkóhólistann föður sinn,“ segir Rúnar. Coetzee var þó á öðrum nótum í fyrirlestrinum í gær sem var byggður á nýútkominni bók hans, Diary of a Bad Year. Erlendir gagnrýnendur hafa sagt að í bók- inni sé að finna húmor sem ekki hefur áður verið í bókum Coetzee. Bókin fjallar um roskinn ástralsk- an rithöfund sem fær það verkefni að skrifa ritgerð í bók sem heitir Strong Opinions. Rithöfundurinn fer í kjölfarið að velta fyrir sér uppruna ríkisins og sambandi þess við borgarana. Áheyrendur sem hlustuðu á Coetzee lesa upp úr bókinni í Iðnó á sunnudaginn og í hátíðasalnum í gær hlógu stöku sinnum yfir upplestrinum, klöpp- uðu vel í lokin og var ljóst að þeim líkaði lesturinn. Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.