Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 28
Osteópatinn Haraldur Magnús- son hefur gagnrýnt notkun sætuefnisins aspartams harð- lega í gegnum tíðina og segir efnið skaðlegt. Í gagnrýni sinni bendir hann á fjölda skýrslna og rannsókna fagaðila um efnið sem sýni fram á miklar aukaverkanir sem komi fram við neyslu aspartams. „Deilan um hvort aspartam sé öruggt eða skaðlegt virðist engan endi ætla að taka enda miklir hags- munir í húfi,“ segir Haraldur og bætir við: „Þegar aspartam var fyrst sett á markað af lyfjafyrir- tækinu Searle í Bandaríkjunum setti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið á fót tvær nefndir til að rannsaka starfshætti Searle. Í ljós kom að fyrirtækið hafði fals- að skýrslur og haldið undan rann- sóknum sem sýndu fram á skaðleg áhrif efnisins sem fór þó á markað að því er virðist sökum pólitískra áhrifa frekar en vísindalegs stuðn- ings,“ segir Haraldur og nefnir sem dæmi eina rannsókn sem Searle hélt undan þar sem sjö öpum var gefið aspartam í 52 vikur með þeim afleiðingum að fimm fengu flogaveiki og einn dó. „Innihald aspartams er fenyl- alanín, aspartiksýra og tréspíri en öll þessi efni geta haft skaðleg áhrif,“ segir Haraldur og nefnir dæmi: „Fenylalanín getur hindrað myndun gleðihormónsins serótón- íns í líkamanum en lækkun á því er þekkt orsök þunglyndis og annarra geðrænna vandamála. Aspartik- sýran hefur það hlutverk í líkaman- um að vera taugaboðefni en þegar magn þess í líkamanum eykst, eins og við neyslu aspartams, oförvast taugafrumur og geta eyðilagst í kjölfarið. Um skaðsemi tréspírans þarf nú lítið að fjölyrða því flestir þekkja áhrif hans. Tréspírinn breyt- ist í formalín í líkamanum og þar á eftir í maurasýru sem eru bæði þekkt eiturefni sem skemma tauga- kerfi og frumur og valda krabba- meini.“ Haraldur segir að í samantekt á 164 rannsóknum er vörðuðu öryggi aspartams sem gerð var af dr. Ralph G. Walton árið 1996 hafi komið fram að 100% rannsókna framkvæmdar af hagsmunaaðil- um sýndu fram á engar aukaverk- anir en nálægt 100% rannsókna hlutlausra aðila sýndu fram á aukaverkanir af neyslu aspartams. Þá bendir hann á skýrslu frá bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitinu sem sýnir að yfir 90 mis- munandi aukaverkanir hafa fund- ist af eituráhrifum aspartams og nefnir sem dæmi: höfuðverk, svima, skapgerðarbreytingar, ógleði, krampa og flog, magaverki og -krampa, sjónskerðingu, niður- gang og vöðva- og liðamótaverki. „Aspartam finnst í fjölda vara hér á landi eins og gosdrykkjum, tyggjói, mjólkurvörum, ýmsum megrunarvörum og sorglega mörgum vörum sem eru markaðs- settar fyrir börn,“ segir Haraldur að lokum. Öruggt eða skaðlegt? Um þessar mundir stendur yfir norræn gigtarráðstefna á Íslandi. Þekking, meðferð og lífsgæði eru einkunnarorð á norrænni þverfag- legri gigtarráðstefnu sem hefst í Reykjavík í dag og stendur til 15. september. Meðal þess sem fjallað verður um er nýjasta þekking á gigtarsviðinu og verkjameðferðir. Einnig mun Össur hf. kynna spelkur sem hafa nýlega verið markaðssettar og veita nýja möguleika í meðferð á slitgigt í hné. Hnéspelkan sem Össur hf. fram- leiðir dregur verulega úr verkjum og slagorð Össurar hf. á ráðstefn- unni er verkjameðferð án lyfja. Nán- ari upplýsingar er að finna á: www. ossur.is/unloaderone. Norræn gigtarráðstefna Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. FDA Approved KILL 99,8 % GERMS* Le yft um bo rð í flu gv élu m *C o m pl ie sw ith E N 15 00 Vörn gegn bakteríum, vírusum og sýklum Flensa Áblástur o.fl. Kvef Sveppasýking Meltingarsýking Fuglaflensa Blöðrubólgusýking Sótthreinsandi blautklútar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.