Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 28
Osteópatinn Haraldur Magnús- son hefur gagnrýnt notkun sætuefnisins aspartams harð- lega í gegnum tíðina og segir efnið skaðlegt. Í gagnrýni sinni bendir hann á fjölda skýrslna og rannsókna fagaðila um efnið sem sýni fram á miklar aukaverkanir sem komi fram við neyslu aspartams. „Deilan um hvort aspartam sé öruggt eða skaðlegt virðist engan endi ætla að taka enda miklir hags- munir í húfi,“ segir Haraldur og bætir við: „Þegar aspartam var fyrst sett á markað af lyfjafyrir- tækinu Searle í Bandaríkjunum setti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið á fót tvær nefndir til að rannsaka starfshætti Searle. Í ljós kom að fyrirtækið hafði fals- að skýrslur og haldið undan rann- sóknum sem sýndu fram á skaðleg áhrif efnisins sem fór þó á markað að því er virðist sökum pólitískra áhrifa frekar en vísindalegs stuðn- ings,“ segir Haraldur og nefnir sem dæmi eina rannsókn sem Searle hélt undan þar sem sjö öpum var gefið aspartam í 52 vikur með þeim afleiðingum að fimm fengu flogaveiki og einn dó. „Innihald aspartams er fenyl- alanín, aspartiksýra og tréspíri en öll þessi efni geta haft skaðleg áhrif,“ segir Haraldur og nefnir dæmi: „Fenylalanín getur hindrað myndun gleðihormónsins serótón- íns í líkamanum en lækkun á því er þekkt orsök þunglyndis og annarra geðrænna vandamála. Aspartik- sýran hefur það hlutverk í líkaman- um að vera taugaboðefni en þegar magn þess í líkamanum eykst, eins og við neyslu aspartams, oförvast taugafrumur og geta eyðilagst í kjölfarið. Um skaðsemi tréspírans þarf nú lítið að fjölyrða því flestir þekkja áhrif hans. Tréspírinn breyt- ist í formalín í líkamanum og þar á eftir í maurasýru sem eru bæði þekkt eiturefni sem skemma tauga- kerfi og frumur og valda krabba- meini.“ Haraldur segir að í samantekt á 164 rannsóknum er vörðuðu öryggi aspartams sem gerð var af dr. Ralph G. Walton árið 1996 hafi komið fram að 100% rannsókna framkvæmdar af hagsmunaaðil- um sýndu fram á engar aukaverk- anir en nálægt 100% rannsókna hlutlausra aðila sýndu fram á aukaverkanir af neyslu aspartams. Þá bendir hann á skýrslu frá bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitinu sem sýnir að yfir 90 mis- munandi aukaverkanir hafa fund- ist af eituráhrifum aspartams og nefnir sem dæmi: höfuðverk, svima, skapgerðarbreytingar, ógleði, krampa og flog, magaverki og -krampa, sjónskerðingu, niður- gang og vöðva- og liðamótaverki. „Aspartam finnst í fjölda vara hér á landi eins og gosdrykkjum, tyggjói, mjólkurvörum, ýmsum megrunarvörum og sorglega mörgum vörum sem eru markaðs- settar fyrir börn,“ segir Haraldur að lokum. Öruggt eða skaðlegt? Um þessar mundir stendur yfir norræn gigtarráðstefna á Íslandi. Þekking, meðferð og lífsgæði eru einkunnarorð á norrænni þverfag- legri gigtarráðstefnu sem hefst í Reykjavík í dag og stendur til 15. september. Meðal þess sem fjallað verður um er nýjasta þekking á gigtarsviðinu og verkjameðferðir. Einnig mun Össur hf. kynna spelkur sem hafa nýlega verið markaðssettar og veita nýja möguleika í meðferð á slitgigt í hné. Hnéspelkan sem Össur hf. fram- leiðir dregur verulega úr verkjum og slagorð Össurar hf. á ráðstefn- unni er verkjameðferð án lyfja. Nán- ari upplýsingar er að finna á: www. ossur.is/unloaderone. Norræn gigtarráðstefna Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. FDA Approved KILL 99,8 % GERMS* Le yft um bo rð í flu gv élu m *C o m pl ie sw ith E N 15 00 Vörn gegn bakteríum, vírusum og sýklum Flensa Áblástur o.fl. Kvef Sveppasýking Meltingarsýking Fuglaflensa Blöðrubólgusýking Sótthreinsandi blautklútar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.