Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 29
Ein ítarlegasta rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum reyk- ingabanns í Skotlandi gefur til kynna að markverður árangur hafi náðst í að bæta heilsufar almennings. Nú þegar Íslendingar eru að venj- ast reykingabanni á veitinga- og skemmtistöðum eru Skotar að upp- skera laun þess að koma á slíku banni. Ný rannsókn á heilsufari Skota bendir til þess að reykinga- bann auki lífsgæði og fækki inn- lögnum á spítala. Samanburður á níu spítölum leiddi í ljós að innlögnum vegna hjartaáfalla hafði fækkað um sautján prósent milli ára frá því bannið var innleitt í mars 2006. Gæði andrúmslofts á krám í Skot- landi eru nú sambærileg við and- rúmsloftið utandyra og rannsókn- in sýndi einnig að óbeinar reykingar höfðu minnkað um fjörutíu prósent meðal barna og fullorðinna norðan landa- mæranna. Ítarlegri niðurstöður rannsókn- arinnar verða kynntar á alþjóð- legri ráðstefnu í Edinborg sem skosk yfirvöld hafa skipulagt. Árangursríkt bann Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bók- staf orðs í einu, en breskir vísinda- menn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Raunar horfa augu okkar á ólíka stafi samtímis í helmingi tilvika, en einnig kom í ljós að mannsheilinn blandar saman tveimur aðskildum mynd- um til að öðlast skýra mynd af því sem augað sér. Háþróað tæki gerði rannsakend- um kleift að staðsetja nákvæmlega þann bókstaf sem augað hafði í brennidepli meðan það las fjórtán punkta letur í eins metra fjarlægð. Í stað þess að færast greiðlega yfir textann voru hreyfingar augnanna skrykkjóttar og beindust að ákveðnum stöfum eitt augnablik áður en lestri setningar var haldið áfram. Rannsakendur komust einnig að því að þegar augu festust meðan lesið var voru þau að horfa hvort á sinn bókstafinn. Augun lesa til skiptis Heilsu barna fer hrakandi vegna minni möguleika á leikjum utanhúss. Óþarflega áhyggjufullum foreldrum, tölvuleikjum, sjónvarpsglápi og prófdrifnu menntakerfi er um að kenna. Þetta eru niðurstöður 300 virtra prófessora, geðlækna og sálfræð- inga í Bretlandi í nýrri úttekt um heilsufar breskra barna, en hún þykir undirstrika nýja samantekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna um að bresk börn séu þau óhamingjusömustu á meðal 21 iðn- vædds ríkis. Hópurinn staðhæfir að hnignun frjálslegra útileikja hafi afar slæm áhrif á andlega heilsu barna og ógni sömuleiðis langtímaþroska ungs fólks. Þessi mikla hnignun í útileikjum síðustu fimmtán ár sé lykilþáttur í þeirri óhugnanlegu staðreynd að and- legri heilsu barna sé að hraka. Aukinn umferðarþungi, hræðsla foreldra við mannrán og menntakerfi sem byggist um of á prófum vegur þungt á þeim vogar- skálum. Einnig spilar stórt hlut- verk öll sú vanabindandi skjá- afþreying og áleitna markaðssetning sem á börnunum dynur. Kallar hópurinn á yfir- gripsmikla og upplýsta umræðu um eðlislæga eiginleika barna og gildi leikja í heilbrigðu þroska- ferli, því rétt eins og offita barna sé orðin faraldur í vestrænum heimi geti „ruslleikir“, eins og ruslfæði, dregið skelfilegan dilk á eftir sér fyrir komandi kynslóðir. Foreldrar þurfi að takast á við kvíða sinn þar sem hann skerði frelsi barna til að þroskast og dafna á heilbrigðan máta. Útileikir mikilvægir Eydís Hentze er þriggja barna móðir og útskrifaður fæðingarþjálfi frá Mia Jyia Gilling Borgman í Kaup- mannahöfn. Samfylgd verð- andi mæðra við fæðingar- þjálfa verður æ sjálfsagðari þáttur í meðgöngu og fæðingu kvenna um allan heim. „Ég hafði hugsað mér að fara í ljósmóðurnám þegar ég kynnt- ist fræðum fæðingarþjálfunar- innar og fannst ég knúin til að læra þau,” segir Eydís sem lauk námi í fæðingarundirbúningi, fæðingarfræðum eðlilegrar og áhættuflokkaðrar meðgöngu og fæðingu, umönnun á sængur- legutímabili, fóstur- og nýbura- sálfræði, líkama- og sálarmeð- ferðarformi, líföndun, brjósta- gjafaráðgjöf, þjálfun, næringa- þerapíu og Rebozo-tækni. „Ég veiti andlegan, líkamleg- an og verklegan stuðning í starfi mínu í fæðingarhjálp og hefur verið tekið opnum örmum af verðandi foreldrum og ljós- mæðrastéttinni. Ég held ítarleg námskeið þar sem þunguðum konum gefst kostur á að kasta gömlum hugmyndum um fæðing- una á glæ og skoða nýja hug- myndafræði,” segir Eydís sem leggur mikið upp úr hlýlegu umhverfi, notalegu andrúmslofti og kappkostar hámarks dekur fyrir verðandi mæður. „Nálgun mín er persónuleg svo ég geti stutt við andlegt ferli kon- unnar á meðgöngu, en mikið hefur vantað upp á að þær hafi getað sótt persónulegan stuðn- ing. Við gerum tengslaæfingar fyrir barnið og fræðumst um hið virka tilfinningalíf sem barnið upplifir á meðgöngu, í fæðingu og sem nýburi. Hlutverk feðra er líka skoðað, þeir mæta með konum sínum og reynast afar fúsir og opnir í sinni umræðu,” segir Eydís sem einnig fer ítar- lega í gegnum fæðingarferlið; hvað gerist í líkamanum, hvaða vöðvar vinna verkið og hvað unnt sé að gera til að leyfa líkamanum að vinna ákjósanlegast í fæðing- unni. „Fæðingarþjálfi tekur á móti konum á hvaða tíma með- göngunnar sem er, en flestum hentar best að koma eftir fyrstu tólf vikurnar. Ég hugsa alltaf um móður, föður og barn sem eina heild, en ferlið mætti kalla heild- rænt þar sem öllum þáttum kon- unnar er sinnt; andlegu hliðinni, þeirri líkamlegu og barninu líka,” segir Eydís sem einnig er til staðar þegar stærstu stundir lífsins renna upp. „Þá kem ég inn sem aðstand- andi og tek ekki stað ljósmæðra, en veiti leiðsögn í náttúrulegum og virkum fæðingum, heimaf- æðingum, sjúkrahússfæðingum og vatnsfæðingum og eins fylgi ég fjölskyldum í keisara. Í fæð- ingunni þekki ég orðið fjölskyld- una náið; styrk hennar og hvaða hliðum þarf að sýna meiri aðhlynningu og hlýju. Konan fær þann stuðning sem hún þarf en saman notum við ýmsa tækni sem við höfum unnið með á með- göngunni. Í flestum fæðingum kemur sá tímapunktur að konum finnst þær vera óyfirstíganlegar og eru tilbúnar að gera hvað sem er en á sama tíma þrá margar þeirra að upplifa verkjalyfja- lausa fæðingu. Með ákveðnum aðferðum næ ég að halda þeim ásetningi og draumi með stuðn- ingi og ráðadáð,” segir Eydís sem stofnaði fyrirtækið Draum- afæðingu eftir starf sitt sem fæðingarþjálfi í Danmörku. „Í lok september hefst hjá mér hópnámskeið og enn er eitthvað laust, en ég býð einnig upp á einkatíma. Nokkru fyrir áætlað- an fæðingardag hitti ég svo for- eldrana nokkrum sinnum, er með í fæðingunni frá upphafi til enda og veiti áframhaldandi stuðning og nærveru komi upp erfiðleikar eftir fæðingu.” Nánari upplýsingar og fróð- leik um Draumafæðingu Eydís- ar Hentze er á www.draumafa- eding.net. Algjör draumafæðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.