Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 15ísmót 2007 fréttablaðið Ágústa Kristjánsdóttir, fóta- aðgerða- og snyrtifræðingur, var valin snyrtifræðingur ársins og stofa hennar, Snyrtistofa Ágústu, snyrtistofa ársins á Ísmóti 2007. „Þessi keppni hefur mikla þýð- ingu. Þetta minnir á okkur og hvað við erum að gera en stundum gætir misskilnings á því hvað það raunverulega er og hvað fer fram á stofunum.“ Þetta segir Ágústa Kristjáns- dóttir, fótaaðgerða- og snyrtifræð- ingur um Ísmót 2007, þar sem hún varð hlutskörpust í flokkunum Snyrtifræðingur ársins og Snyrti- stofa ársins. „Fagið sem slíkt fær líka umfjöllun en þú gengur að því sem vísu að ef þú ert að fara á stofu sem er í Samtökum iðnaðarins þá sé þar fólk með réttindi sem stundar löggilda iðngrein,“ heldur hún áfram. „Því miður er það svo að til eru staðir þar sem fólk starfar án þess að vera komið með fullgild réttindi.“ Ágústa telur auk þess keppni af þessu tagi kalla á nýjungar og efla á margan hátt, ásamt því að auka fagmennskuna í geiranum. En hvernig tilfinning skyldi fylgja því að vera valin snyrtifræðingur ársins og að eiga jafnframt snyrtistofu ársins? „Það var frábært að vinna keppnina. Það voru margar stofur sem tóku þátt í henni og því mikils virði að bera sigur úr býtum. Þetta var mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið, starfsfólkið og mig sem stjórnanda, rekstraraðila og fagmann.“ Ekki þótti Ágústu síður ánægjulegt að vera kosin snyrtifræðingur ársins. „Við kepptum í þremur greinum – handsnyrtingu, plokkun og litun og andlitsbaði – og samanlögð stig úr þessum greinum gáfu titilinn snyrtifræðingur ársins. Ég sigraði í andlitsbaðinu sem mér fannst sérlega ánægjulegt þar sem ég hef verið að fjalla um í félaginu að það væri gaman að útbúa „andlitsbað ársins“ samanber „kaka ársins“. Þarna gafst mér því tækifæri til að koma mínu andlitsbaði á laggirnar.” Ágústa hefur síðustu ár verið að þróa „andlitsbað ársins“ en það er öðruvísi en hefðbundið andlitsbað. Notaðir eru bæði heitir og kaldir steinar og hendur og fætur eru líka meðhöndluð. „Ég undirbjó mig sérstaklega í andlitsbaðinu fyrir keppnina. Ég hugsaði mikið um hvernig best væri að framkvæma þetta á þessum eina og hálfa tíma sem ég hafði til umráða þannig að ég pældi heilmikið í því. Ég þurfti að skipuleggja þetta og undirbúa vel svo ég hefði örugglega allt til alls og að þetta gengi upp á réttum tíma.“ Ágústa auglýsir því brátt með stolti „andlitsbað ársins“ á snyrtistofu sinni og á það eflaust eftir að vekja mikla lukku. hrefna@frettabladid.is Fagmennska í fyrirrúmi Ágústa hampaði tvöföldum titli á Ísmóti 2007, sem hún segir hafa verið vel skipulagt og glæsilegt í alla staði. Ágústa að störfum á stofu sinni, Snyrti- stofu Ágústu, sem hún hefur rekið síðan árið 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kolbrún Tinna Kvaran, nemi í klæðskeranámi í Iðnskólanum í Reykjavík, bar sigur úr býtum í Hönnunarkeppni nemenda á list- og verkmenntabraut á Ísmóti 2007. Hún var að vonum ánægð með sigurinn og fannst keppnin takast vel. „Ég var bara mjög montin með þetta. Flestallir í keppninni tóku þátt með stuttum fyrirvara þegar það kom áskorun frá Félagi klæð- skera. Það var mjög spennandi að vinna þetta á stuttum tíma og koma þessu frá sér þannig að þetta virkaði. Þemað var tímavélin og þá reyndi maður að hugsa eitthvað því tengt og skrifa smá texta. Ég reyndi nú bara að hafa þetta í nú- tímanum og vera samkvæm sjálfri mér.“ Þar sem Kolbrún Tinna er að stíga sín fyrstu skref sem klæð- skeri þá segir hún keppnina skipta sköpum fyrir sig. „Það er frábært að við skulum geta komið saman og séð hvað aðrir eru að gera. Gott að kynnast öðrum nemendum og skapa sér tengslanet. Auk þess búum við í litlu landi þar sem allir þekkjast og því er gott fyrir mig innan geirans að geta sagt að ég hafi unnið á Ís- móti,“ segir Kolbrún Tinna enn í skýjunum yfir góðum árangri. - hs Sætur sigur Kolbrún Tinna Kvaran sigurvegari í hönnunarkeppni nemenda á list- og verkmenntabraut. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skartgripaverslunin Carat í Smáralind var valin skartgripaverslun ársins. Haukur Valdimarsson, gull- og silfur- smíðameistari í Carat, var að vonum ánægður með sigurinn. „Við erum stolt af því að hafa verið valin skartgripaverslun ársins. Með þessu er verið að verðlauna útlit og umgjörð búðarinnar, vöru og framsetningu og eins það sem snýr að markaðsmálum, markaðsstefnu og kynningarstarfsemi fyrirtækisins. Þetta hvetur okkur áfram að vanda okkur og halda áfram að þjónusta vel okkar viðskiptavini.” Haukur segir enn fremur að það hafi komið skemmtilega á óvart að sigra. „Við fórum í þetta með opnum huga og fyrst og fremst til að vera með. Þetta er náttúrulega viðurkenning fyrir okkur og líka jákvætt fyrir viðskiptavini okkar.” Haukur telur að öll kynning sé af hinu góða og að ef rétt er að staðið sé keppni á borð við Ísmót mikils virði. „Fólk fær aðra sýn á hlutina og sér breiddina í þessu og hvað það er mikið til af hæfu fólki við störf. Ef ég nefni gullsmiðina og okkar sýningu á Ísmót þá voru hátt í fjörutíu hlutir til sýnis og fólk sá þá fjölbreytnina. Mismunandi efni eru notuð og margar útgáfur þannig að þetta var virkilega spennandi og ég held að fólk hafi upplifað það þannig.“ Hauki fannst keppnin vera skemmti- leg tilbreyting. Í aðdraganda keppninn- ar fór hann að prófa sig áfram með nýja hluti og fór til dæmis að nota stál sem hann hefur ekki gert mikið af áður og ætlar að innleiða það í búðina. hrefna@frettabladid.is Fagfólk og fjölbreytni Haukur Valdimarsson gullsmiður að störfum. FRETTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON Á ÍSMÓTI 2007 efndi Klæðskera- og kjólameistarafélagið, í samvinnu við SI og aðildarfélög þess í þjónustuiðngreinum, til hönnunarkeppni fyrir nemendur á list- og verkmenntabrautum framhaldsskólanna. Yfirskrift og þema keppninnar var „Tímavélin“ en leitað var að bestu útfærslu nemenda á fatnaði þar sem efnistök voru sótt úr fortíð eða ímyndaðri framtíð. Tíu nemendur tóku þátt, þar af níu frá Iðnskólanum í Reykjavík og einn frá Iðnskólanum í Hafnar- firði. Nemendur í hársnyrtiiðn og snyrtifræði slógust í hópinn með keppendum og módelum þeirra og efnt var til glæsilegra sviðs- sýninga fyrir dómnefnd og gesti í Höllinni. Í lok mótsins voru eftirtaldir nemendur tilnefndir til verðlauna: RÓM - EGYPTAR Hönnuður: Hrafnhildur Ýr Rafns- dóttir, nemi við Iðnskólann í Reykja- vík Módel: Tinna Rún Kristófersdóttir NÚTÍMINN Hönnuður Kolbrún Tinna Kvaran, nemi við Iðnskólann í Reykjavík Módel: Hún sjálf FRAMTÍÐ OG BEAT Hönnuðir: Svava Magdalena Ómars- dóttir, nemi við Iðnskólann í Reykja- vík, og Erla Dís Arnardóttir, nemi við Iðnskólann í Hafnarfirði Módel: Edda Katrín Ragnarsdóttir Viðurkenningu og verðlaun dóm- nefndar hlaut Kolbrún Tinna Kvar- an, nemi við Iðnskólann í Reykja- vík, fyrir framlag sitt „Nútíminn“. Það var Selma Ragnarsdóttir, for- maður Klæðskera- og kjólameist- arafélagsins, sem kynnti úrslitin á hátíðarkvöldinu. Hönnunarkeppni nemenda Kolbrún Tinna Kvaran ásamt Selmu Ragnarsdóttur, formanni Klæðskera- og kjóla- meistarafélagsins. Útfærsla Kolbrúnar Tinnu Kvaran, nema við Iðnskólann í Reykjavík, á fatnaði nútímans í Tímavélinni - hönnunar- keppni nemenda á Ísmóti 2007. Hún er sjálf fyrirsæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.