Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 38
fréttablaðið ísmót 2007 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 „Það var rosalega gaman að vinna. Sérstaklega þar sem ég ætlaði mér það ekkert sérstak- lega, heldur langaði bara til að vera með,“ segir Halla María Þórðardóttir, hársnyrtinemi á Hár- og snyrtihúsinu Ónix, sem varð hlutskörpust íslenskra kepp- enda á Nordic Youth Skills 2007. Halla viðurkennir að þátttak- an í keppninni hafi tekið örlít- ið á taugarnar, meðal annars þar sem íslensku keppendurnir hafi ekki haft nema viku til að undir- búa sig fyrir mótið, á meðan und- irbúningur þeirra erlendu hafi staðið yfir í langan tíma. Reynsla úr hestamennsku hafi komið henni til góða. „Eina keppnin sem ég hafði áður tekið þátt í er litakeppni, þar sem ég varð í öðru sæti, en hún var miklu minni,“ segir Halla. „Það hjálpaði að ég hef verið að keppa í hestum. Þar venst maður því að einbeita sér að því sem maður er að gera og láta um- hverfið ekki trufla sig.“ Keppendurnir þurftu að sýna listir sínar á staðnum og þar skipti góð tímasetning höfuð- máli. „Við höfðum hálftíma til að greiða dúkkunni í götutískustíl,“ segir Halla. „Tuttugu mínútur til að breyta henni í brúðargreiðslu. Dæmt var eftir bæði skipti. Svo var hlé gert og eftir það var hárið blásið og dæmt aftur. Ég endaði á að greiða kvöldgreiðslu, þótt hún sé ekki kennd fyrr en á lokaárinu í náminu. Samt náðist þetta.“ Halla segir sigur sem þennan góðan meðbyr inn í hárgreiðslu- bransann, þar sem fyrir liggur að ljúka námi og taka þátt í keppni í Hollandi á næsta ári. „Ég veit ekki mikið um þessa keppni. Býst samt við að hún verði svipuð og Ísmótið. Þannig að reynslan á örugglega eftir að hjálpa mér.“ - rve Hestamennskan kom sér vel Halla María Þórðardóttir telur að reynslan af Ísmótinu komi til góða í hárgreiðslukeppni í Hollandi árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSMÓT var gestgjafi fyrstu sam- norrænu ungliðakeppni hársnyrta undir yfirskriftinni „Nordic Youth Skills 2007“. Keppnin var skipu- lögð af Norrænu hárgreiðslu- meistarasamtökunum, í samvinnu við Meistarafélagið í hárgreiðslu og SI, en hún var eingöngu ætluð ungu norrænu hársnyrtifólki, 28 ára og yngra. Alls kepptu átta ungliðar til úr- slita en dómnefnd var skipuð inn- lendu og erlendu fagfólki. Kepp- endur voru: • Anita Flemmos frá Noregi • Anna Katrín Hafsteinsdóttir, hársnyrtinemi á Hársögu • Edda Baldursdóttir, hársnyrti- sveinn á Hárný • Halla María Þórðardóttir, hár- snyrtinemi á Hár- og snyrtihús- inu Ónix • Sanne Bruselius frá Danmörku • Tarja Korjus frá Finnlandi • Ulla Britt Heidin frá Svíþjóð • Þorbjörg Bergþórsdóttir, hár- snyrtinemi á Hár- og snyrtihús- inu Ónix Ulla Britt Heidin frá Svíþjóð varð hlutskörpust í keppninni og hlaut af því tilefni veglega verðlauna- styttu Ísmóts. Íslenski ungliði ársins varð Halla María Þórðardóttir, hár- snyrtinemi á Hár- og snyrtihús- inu Ónix, en hún náði hæstu stiga- gjöf meðal íslensku keppendanna. Fast á hæla hennar fylgdi svo Þor- björg Bergþórsdóttir, einnig hár- snyrtinemi á Hár- og snyrtihús- inu Ónix. Það var Gunilla Ander- son Gustafsson, fulltrúi Norrænu hárgreiðslumeistarasamtakanna, sem tilkynnti úrslitin á hátíðar- kvöldi Ísmóts. Nordic Youth Skills – Ungliði ársins Mynd af verðlauna- hárgreiðslu sænska keppandans, Ullu Britt Heidin. Mynd frá keppnisstemn- ingu Nordic Youth Skills í Höllinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.