Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 38
fréttablaðið ísmót 2007 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6
„Það var rosalega gaman að
vinna. Sérstaklega þar sem ég
ætlaði mér það ekkert sérstak-
lega, heldur langaði bara til að
vera með,“ segir Halla María
Þórðardóttir, hársnyrtinemi á
Hár- og snyrtihúsinu Ónix, sem
varð hlutskörpust íslenskra kepp-
enda á Nordic Youth Skills 2007.
Halla viðurkennir að þátttak-
an í keppninni hafi tekið örlít-
ið á taugarnar, meðal annars þar
sem íslensku keppendurnir hafi
ekki haft nema viku til að undir-
búa sig fyrir mótið, á meðan und-
irbúningur þeirra erlendu hafi
staðið yfir í langan tíma. Reynsla
úr hestamennsku hafi komið
henni til góða.
„Eina keppnin sem ég hafði
áður tekið þátt í er litakeppni, þar
sem ég varð í öðru sæti, en hún
var miklu minni,“ segir Halla.
„Það hjálpaði að ég hef verið að
keppa í hestum. Þar venst maður
því að einbeita sér að því sem
maður er að gera og láta um-
hverfið ekki trufla sig.“
Keppendurnir þurftu að sýna
listir sínar á staðnum og þar
skipti góð tímasetning höfuð-
máli. „Við höfðum hálftíma til að
greiða dúkkunni í götutískustíl,“
segir Halla. „Tuttugu mínútur til
að breyta henni í brúðargreiðslu.
Dæmt var eftir bæði skipti. Svo
var hlé gert og eftir það var hárið
blásið og dæmt aftur. Ég endaði á
að greiða kvöldgreiðslu, þótt hún
sé ekki kennd fyrr en á lokaárinu
í náminu. Samt náðist þetta.“
Halla segir sigur sem þennan
góðan meðbyr inn í hárgreiðslu-
bransann, þar sem fyrir liggur að
ljúka námi og taka þátt í keppni
í Hollandi á næsta ári. „Ég veit
ekki mikið um þessa keppni. Býst
samt við að hún verði svipuð og
Ísmótið. Þannig að reynslan á
örugglega eftir að hjálpa mér.“
- rve
Hestamennskan kom sér vel
Halla María Þórðardóttir telur að reynslan af Ísmótinu komi til góða í hárgreiðslukeppni í Hollandi árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÍSMÓT var gestgjafi fyrstu sam-
norrænu ungliðakeppni hársnyrta
undir yfirskriftinni „Nordic Youth
Skills 2007“. Keppnin var skipu-
lögð af Norrænu hárgreiðslu-
meistarasamtökunum, í samvinnu
við Meistarafélagið í hárgreiðslu
og SI, en hún var eingöngu ætluð
ungu norrænu hársnyrtifólki, 28
ára og yngra.
Alls kepptu átta ungliðar til úr-
slita en dómnefnd var skipuð inn-
lendu og erlendu fagfólki. Kepp-
endur voru:
• Anita Flemmos frá Noregi
• Anna Katrín Hafsteinsdóttir,
hársnyrtinemi á Hársögu
• Edda Baldursdóttir, hársnyrti-
sveinn á Hárný
• Halla María Þórðardóttir, hár-
snyrtinemi á Hár- og snyrtihús-
inu Ónix
• Sanne Bruselius frá Danmörku
• Tarja Korjus frá Finnlandi
• Ulla Britt Heidin frá Svíþjóð
• Þorbjörg Bergþórsdóttir, hár-
snyrtinemi á Hár- og snyrtihús-
inu Ónix
Ulla Britt Heidin frá Svíþjóð varð
hlutskörpust í keppninni og hlaut
af því tilefni veglega verðlauna-
styttu Ísmóts.
Íslenski ungliði ársins varð
Halla María Þórðardóttir, hár-
snyrtinemi á Hár- og snyrtihús-
inu Ónix, en hún náði hæstu stiga-
gjöf meðal íslensku keppendanna.
Fast á hæla hennar fylgdi svo Þor-
björg Bergþórsdóttir, einnig hár-
snyrtinemi á Hár- og snyrtihús-
inu Ónix. Það var Gunilla Ander-
son Gustafsson, fulltrúi Norrænu
hárgreiðslumeistarasamtakanna,
sem tilkynnti úrslitin á hátíðar-
kvöldi Ísmóts.
Nordic Youth Skills – Ungliði ársins
Mynd af verðlauna-
hárgreiðslu sænska
keppandans, Ullu
Britt Heidin.
Mynd frá keppnisstemn-
ingu Nordic Youth Skills í
Höllinni.