Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 8
„Þetta er takmörkuð auðlind sem á í vök að verjast,“ segir Sigmar B. Hauksson formaður Skotveiðifélagsins. Hann er sáttur við ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar. Tilkynnt var í gær að veiða mætti í átján daga í nóvember, allar helgar mánaðarins, frá fimmtu- degi til sunnudags. Mælt er með því að ekki fleiri en 38.000 fuglar verði felldir. Á Suðvesturlandi verður áfram bannað að veiða á 2.600 ferkílómetra svæði og bannað verður að selja rjúpur og afurðir þeirra. „Það er ekki rétt að hafa takmarkaða auðlind fyrir markaðsvöru,“ segir Sigmar um sölubannið. „Villt dýr eru víða erlendis utan markaðar og í þessu tilviki höfum við miklar upplýsingar um rjúpuna og það er ýmislegt sem herjar á hana,“ segir hann og telur til fjölgun refa og minka, vegi, síma- og rafmagnslínur. Sigmar segir rjúpnastofninn í lægð og að svo verði næstu þrjú árin. þangað til leggur hann áherslu á að skotveiðimenn vilji hafa fastan veiðitíma. „Undanfarin ár hefur veiðitíminn aldrei verið sá sami. Við höfum lagt það til við ráðherra að þetta fyrirkomulag verði næstu þrjú árin og leggjum á það ríka áherslu.“ Shinzo Abe, forsætis- ráðherra Japans, boðaði í gær afsögn sína. Með því lýkur ferli ársgamallar ríkisstjórnar hans, sem vörðuð hefur verið hneykslis- málum og niðurlægjandi kosn- ingaósigri. Abe, sem er 52 ára að aldri og yngsti ríkisstjórnarleiðtoginn í sögu Japans eftir stríð, lýsti því yfir að hann hefði ákveðið að hætta til að greiða fyrir sam- vinnu bæði stjórnar- og stjórnar- andstöðuflokkanna á þingi um að ákveða framlengingu á aðgerð- um japanska flotans á Indlands- hafi til stuðnings hernaðarað- gerðum fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem Bandaríkja- menn fara fyrir. „Undir núverandi kringum- stæðum er erfitt að koma í fram- kvæmd skilvirkri stefnu sem nýtur stuðnings almennings,“ sagði Abe á blaðamannafundi sem sendur var út beint um allt land. Traust kjósenda á Abe mælist um þessar mundir innan við 30 prósent, en var yfir 70 prósent þegar hann tók við embætti af hinum vinsæla Junichiro Koiz- umi í fyrrahaust. Abe sagðist hafa sett í gang ferli til að finna eftirmann sinn innan stjórnarflokksins LDP. Taro Aso, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sem þykir sennilegur arftaki, vildi ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Abe víkur í kjölfar hrakfara Rjúpan er takmörkuð auðlind Vladimír Pútín Rúss- landsforseti gerði sér lítið fyrir í gær og leysti forsætisráðherra sinn, Mikhaíl Fradkov, frá störf- um og skipaði síðan nýjan mann, Victor Zúbkov, strax í starfið. Pútín segir þessar manna- breytingar nauðsynlegar til að „búa þjóð- ina“ undir væntanlegar kosningar. Þingkosningar verða haldnar í Rússlandi 2. desember næstkomandi og forsetakosningar þremur mánuðum síðar. Val Pútíns á Zúbkov í embætti forsætisráðherra virðist hafa komið öllum á óvart. Margir höfðu reiknað með að hann myndi velja í starfið þann mann, sem hann myndi vilja sjá taka við forseta- embættinu á næsta ári. Þar höfðu einkum tveir menn verið tilnefndir, Igor Ivanov, fyrrverandi varnar- málaráðherra, og Dmitrí Medved- ev, stjórnarformaður stórfyrir- tækisins Gazprom. Zúbkov er lítt þekktur, en hefur verið yfirmaður fjármálaeftirlits- ins í Rússlandi, stofnunar sem heyrir undir fjármálaráðuneytið og hefur haft það verkefni að rannsaka peningaþvætti. Þeir Pútín og Zúbkov hafa þekkst lengi. Pútín var yfirmaður Zúbkovs þegar þeir störfuðu báðir í borgarstjórn Pétursborgar snemma á síðasta áratug. Pútín hefur áður kallað fyrrverandi samstarfsmenn sína frá Péturs- borg til háttsettra embætta í stjórn Rússlands. Sumir stjórnmálaskýrendur telja að Pútín hafi valið Zúbkov til að geta stjórnað áfram á bak við tjöldin. „Þessi útnefning er leið til þess að framlengja í reynd stjórn Vla- dimírs Pútín eftir að valdatíð hans er formlega lokið,“ segir Grigorí Javlinskí, leiðtogi Jabloko, flokks frjálslyndra. Sergei Ivankov, sem er einn forystumanna í Jabloko, segir skipun Zúbkovs í forsætisráð- herraembættið minna óþægilega á það þegar Boris Jeltsín, þáver- andi forseti, skipaði Pútín forsæt- isráðherra sinn árið 1999. Fáein- um mánuðum síðar tók Pútín við forsetaembættinu af Jeltsín. „Það er eins og maður hafi séð þetta áður,“ segir Ivankov. Boris Gryzlov, forseti Dúm- unnar, neðri deildar rússneska þingsins, lýsti strax yfir stuðn- ingi sínum við Zúbkov. Hann segir að Dúman geti greitt atkvæði um skipan hans í forsæt- isráðherraembættið strax á föstu- daginn. Pútín skiptir um forsætisráðherra Rússlandsforseti hefur fengið lítt þekktan embættismann, Victor Zúbkov, til að vera forsætisráðherra fram að þingkosningum í byrjun desember. Hugsanlegt þykir að Pútín ætli Zúbkov að taka við forsetaembættinu á næsta ári. U ni qu eR V 08 07 02 Unique örtrefjamoppusettið 1 stk. 2 stk. Dagleg þrif eru leikur einn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Uniqu e 2.980 Kr. Uniqu e glerk lútur 557Kr. PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.