Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 71
Nýjasta plata rapparans Kanye West, Graduation, hefur selst betur en plata 50 Cent beggja vegna Atlantshafsins samkvæmt fyrstu sölutölum. Búist er við því að West selji um 700 þúsund ein- tök af plötunni í þessari viku. 50 Cent, sem heitir réttu nafni Curtis Jackson, hefur heitið því að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans selst verr en plata West. Stefnir því allt í að hann þurfi að standa við gefin loforð. West sakaði nýverið sjónvarps- stöðina MTV um að hafa mis- notað Britney Spears með því að láta hana koma fram á verðlauna- hátíð sinni um síðustu helgi. Stöðin hafi vitað að hún væri ekki tilbúin en þrátt fyrir það hafi hún látið hana syngja til að auka áhorf á hátíðina. Britney var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína, enda virkaði hún afar óörugg á sviðinu. West selur meira Tónlistarmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, eða BMV eins og hann kallar sig, ætlar að gefa út þriggja laga smáskífu í Grikk- landi í kjölfar gríðarlegra vin- sælda sinna þar í landi. Á smáskífunni verður lagið In My Place sem nýverið komst í toppsætið hjá grísku útvarps- stöðinni Radio 1 Serres eftir að hafa setið á vinsældalistanum í nokkrar vikur. Annað af bónus- lögunum á skífunni verður Forget About Me, sem á síðar meir að taka við af In My Place á vinsældalistum. Lagið In My Place var á sínum tíma gefið út á stafrænan hátt víða um heim en það hefur hingað til ekki verið fáanlegt á plötu. Brynjar útilokar ekki að halda tónleika í Grikklandi til að fylgja eftir vinsældunum. „Á einhverjum tímapunkti geri ég það tvímælalaust. Þarna er þrælstór markaður sem getur leitt gott af sér. Eigum við ekki að segja að þetta sé ágætis byrjun, eins og Sigur Rós nefndi plötuna sína,“ segir Brynjar í léttum dúr. In My Place verður á væntan- legri plötu Brynjars sem kemur út í kringum áramótin. Standa upptökur á henni yfir í New York um þessar mundir. Með Brynjari starfar upptökustjór- inn Ken Lewis, sem hefur unnið með stjörnum á borð við Mary J. Blige og Mariuh Carey, ásamt hljómsveitinni Fall Out Boy. Með smáskífu í Grikklandi Kauptu 2 pakka saman og þú færð 2 miða á nýju Simpsons Myndina í Bíó. Gildir á meðan miðar endast DVD 3.699 Hver þáttaröð Komin á DVD 4.999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.