Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 30
Ný prjónabók er komin út hjá
Ístexi, full af uppskriftum eftir
einn vinsælasta handprjóna-
hönnuð Íslands, Védísi Jóns-
dóttur.
„Það er ákveðin nostalgía í línunni,
óður til Íslands og rómantískrar
fortíðarhyggju. Samt færð í
nútímabúning,“ segir Védís Jóns-
dóttir þegar hún er spurð hverjar
áherslurnar séu í prjónahönnun
hennar þetta árið. Hún nefnir sem
dæmi peysur sem hún kallar Snæ-
fellsjökul, Óróa og Land. „Ég er
með kápur og stórar jakkapeysur
þetta haustið sem henta vel íslensk-
um aðstæðum,“ bætir hún við.
„Flíkurnar eru með fallegum snið-
um, þó ég segi sjálf frá, en þó ekki
þannig að flókið sé að prjóna þær.“
Védís kveðst líka nýlega búin að
hanna jakka úr léttlopa fyrir haust-
blað Vouge Knitting.
Óður til
Íslands
Einni stærstu tískukaupstefnu í heimi í
fjöldaframleiddum kvenfatnaði lauk á
sunnudag í París. Sýnd var tíska kom-
andi sumars en nú styttist í tískusýning-
ar og tískuviku hér í borg í lok mánaðar.
Þarna sýndu að vanda hundruð fram-
leiðenda auk þess sem sýningin Who´s
next?, þar sem nýir og frumlegir hönn-
uðir láta ljós sitt skína, fór fram á sama
tíma. Um leið streyma innkaupastjórar
og tískufræðingar um alla borg í leit að
einhverju ómissandi fyrir veturinn,
aðrir, sérstaklega Asíubúar, reyna
laumulega að taka myndir af flíkum sem
þeir síðan stæla þegar heim er komið.
Nýjung þessarar tískukaupstefnu var
sérstakt svæði þar sem sýnd voru föt
fyrir ,,stórar stelpur“, nokkuð sem
algjörlega hefur verið til hliðar fram að
þessu. Í undirheimum tískunnar er
þetta stundum kallað með glotti á vör
Bernadette Chirac-stærð, stærð 44 og
yfir. Þrátt fyrir anorexíska kvenmynd
tískunnar er það staðreynd að 36 og 38
eru alls ekki mest seldu stærðirnar í verslunum. Það er nefnilega
þannig að franskar konur sem reyndar hafa fram að þessu verið heldur
grennri og smágerðari en þær íslensku hafa farið upp um eina stærð á
þrjátíu árum og ummál er fimmtán sentimetrum meira í dag en fyrir
fimmtán árum. Samkvæmt opinberum rannsóknum er rúmlega 41%
franskra kvenna í stærðum 44-56 og sú mest selda er stærð 40 sem
20% kvenna nota, yfir 16% eru í 42 og meira en 13% í 44. Einkennilegt
þó í þessum heimi efnishyggju og gróða að fataframleiðendur hafi alls
ekki haft rænu á að nýta þennan markað og uppfylla þörf markaðarins.
Konur sem nota stærri stærðirnar segja að sá fatnaður sem þeim sé
boðinn minni á kartöflusekki eða þá að ef þær versla í þeim fáu búðum
sem sérhæfa sig í stærðum 44 og yfir eigi þær á hættu að mæta í boð í
sama dressi og einhver önnur, og það meira að segja í París, svo lítið er
framboðið í 44-56.
En nú eru þessar stærðir komnar til að vera á tískukaupstefnunni ef
marka má forráðamenn hennar. Sama þróun varð bæði þegar
umhverfisvænir hönnuðir sýndu þar fyrst sem og etnískir hönnuðir.
Nú mæta þessir hönnuðir á hverja kaupstefnu og fjölgar ár frá ári.
Stórar stelpur eru líklega komnar inn úr kuldanum og það til að vera.
Og fyrir þá sem ekki vita notaði Marilyn Monroe stærð 46.
Auðvitað er aukið framboð á fötum í stærri stærðum (ég nota af
ásettu ráði ekki orðið yfirstærðir) ekki ástæða eða afsökun fyrir því að
hreyfa sig ekki eða borða minna af sykri og fitu.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is
Fæst í apótekum um land allt
Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir
viðkvæma húð ungbarna
Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E.
Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna.
Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5.
Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín.
Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt.
Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5.
Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín.
Sensitive
ungbarnalína
Nýjar vörur
Nýjar vöru
ýjar v
Nýjar vörur
Nýjar vöru
Ný
jar
vö
ru
r
örur
Nýtt kortatímabil
Sendum í póstkröfu