Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 12
„D’Angleterre byggir á 250 ára gamalli hefð sem eitt þekktasta hótel í Skandinavíu þannig að það er ekki verið kaupa köttinn í sekknum,“ segir Gísli Þór Reynis- son, forstjóri og aðaleigandi fjár- festingafélagsins Nordic Partn- ers, sem fest hefur kaup á þremur hótelum og veitingastað í hjarta Kaupmannahafnar. Þeirra á meðal er hið rúmlega 250 ára gamla, fimm stjörnu Hôtel d‘Angleterre við Kóngsins Nýja- torg, eitt þekktasta hótel borgar- innar. Fjölskyldufyrirtækið Remmen Hotels seldi hótelin þrjú, d‘Angleterre, Kong Frederik og Front, og veitingastaðinn Copen- hagen Corner við Ráðhústorgið. Kaupverðið var ekki gefið upp en talið er að það sé á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Gísli segist ekki óttast að missa viðskipti vegna gremju heima- manna með íhlutun íslenskra auð- manna. „Miðað við fyrri kaup Íslendinga í Danmörku þá má maður nú búast við einhverjum viðbrögðum en það er bara eitt- hvað sem við munum díla við. Við- skiptavinir okkar hótela eru að stórum hluta útlendingar – Danir eru ekki stór kúnnahópur – þannig að ég hef ekki áhyggjur.“ „Þetta eru hótel í sérklassa,“ segir Gísli, sem býst ekki við að gera róttækar breytingar á starf- seminni. „Framkvæmdastjórinn mun halda áfram hjá okkur en vinna eftir nýrri markmiðasetn- ingu sem við höfum lagt niður. Við munum taka mjög virkan þátt sem eigendur í gegnum stjórn félags- ins.“ Viðræður um kaupin hófust í febrúar þegar Remmen-hjónin vildu koma fyrirtækinu í annarra hendur vegna veikinda eigin- mannsins, sem er á áttræðisaldri. „Þau vildu fara hægt í sakirnar og var ekki sama í hvaða höndum þetta ævistarf þeirra endaði,“ segir Gísli. Á þaki d‘Angleterre blakta þrjú eintök af Dannebrog, danska þjóð- fánanum. Gísli segist ekki búast við að skipta neinum þeirra út fyrir íslenskan að svo stöddu. „Það stendur ekki til. Þetta byggist allt upp á sterkri, gamalli, danskri hefð sem við munum náttúrulega virða í alla staði.“ Miðborgardjásn í eigu Íslendinga D‘Angleterre er eitt fjögurra fimm stjörnu hótela í Danmörku og eitt hið sögufrægasta. Það var reist árið 1755 og er jafnan kallað flagg- skip hótela í Skandinavíu. Það hefur oft lent ofarlega á lista mat- gæðinga víða um heim yfir bestu veitingastaðina. Hótelið skipar stóran sess í sögu Danmerkur, og þar voru meðal annars lögð drög að stjórnarskrá landsins árið 1849. H.C. Andersen var tíður gestur á hótelinu. Margir heimþekktir einstakling- ar hafa gist á hótelinu og sumir haldið sérstaklega upp á það. Meðal þeirra má nefna Winston Churchill, Bill Clinton, Grace Kelly, Michael Jackson, Walt Disney, David Rock- efeller, Bill Gates, Henry Kiss- inger, Isabel Allende, Tinu Turner, og liðsmenn hljómsveitanna Roll- ing Stones, U2, Metallica og Red Hot Chili Peppers. Þá hafa þjóðþekktir Íslendingar einnig haft dálæti á hótelinu. Hall- dór Laxnes vandi komur sínar þangað og Vigdís Finnbogadóttir gisti aldrei annars staðar þegar hún dvaldi í Danmörku sem for- seti. Fjögurra stjörnu hótelið Kong Frederik við Ráðhústorgið er vin- sælt meðal íslenskra ferðamanna. Það hlaut nafnið árið 1898 en hótel og gistiheimili hafa verið rekin á reitnum frá 14. öld. Hótelið Front er nýtískulegra en hin tvö og stend- ur við Nýhöfn. Flaggskip hótela í Skandinavíu Gísli Þór Reynisson athafnamaður óttast ekki gremju Dana vegna kaupa hans á einu þekktasta hóteli Danmerkur, Hôtel d‘Angleterre. Fyrirtæki Gísla hefur keypt d‘Angleterre og fleiri hótel af fjölskyldufyrirtækinu Remmen hotels. Kaupverðið er talið 15-20 milljarðar. Gísli Þór Reynisson hefur undan- farinn áratug verið afar umsvifa- mikill atvinnurekandi í Eystra- saltslöndunum, aðallega í Lettlandi, þar sem hann er ræðis- maður Íslands. Hann er forstjóri og aðaleigandi Nordic Partners, kaupanda hótelanna dönsku. Gísli lærði fjármálahagfræði og tölfræði í Finnlandi. Hann hóf að stunda fjárfestingar í Lettlandi árið 1992 og fjórum árum síðar stofnaði hann fyrirtækið Nordic Industries. Hann hagnaðist á rekstri stærstu og þekktustu súkkulaði- og sætabrauðsverk- smiðju landsins sem og safaverk- smiðjunni Gutta og pítsu- og sam- lokuframleiðslunni Euro-Food. Þá festi hann kaup á timburvinnslu og tveimur höfnum í landinu. Í dag á Nordic Partners þar að auki stóra iðn- og skrifstofugarða í höfuðborginni Riga og einka- þotuflugfélagið Ice Jet. Í úttekt tímaritsins Sirkuss í sumar á ríkustu Íslendingunum var Gísli í 15. sæti listans. Eignir hans voru þá metnar á um 35 millj- arða króna. Hagnaðist á atvinnu- rekstri í Lettlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.