Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 12

Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 12
„D’Angleterre byggir á 250 ára gamalli hefð sem eitt þekktasta hótel í Skandinavíu þannig að það er ekki verið kaupa köttinn í sekknum,“ segir Gísli Þór Reynis- son, forstjóri og aðaleigandi fjár- festingafélagsins Nordic Partn- ers, sem fest hefur kaup á þremur hótelum og veitingastað í hjarta Kaupmannahafnar. Þeirra á meðal er hið rúmlega 250 ára gamla, fimm stjörnu Hôtel d‘Angleterre við Kóngsins Nýja- torg, eitt þekktasta hótel borgar- innar. Fjölskyldufyrirtækið Remmen Hotels seldi hótelin þrjú, d‘Angleterre, Kong Frederik og Front, og veitingastaðinn Copen- hagen Corner við Ráðhústorgið. Kaupverðið var ekki gefið upp en talið er að það sé á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Gísli segist ekki óttast að missa viðskipti vegna gremju heima- manna með íhlutun íslenskra auð- manna. „Miðað við fyrri kaup Íslendinga í Danmörku þá má maður nú búast við einhverjum viðbrögðum en það er bara eitt- hvað sem við munum díla við. Við- skiptavinir okkar hótela eru að stórum hluta útlendingar – Danir eru ekki stór kúnnahópur – þannig að ég hef ekki áhyggjur.“ „Þetta eru hótel í sérklassa,“ segir Gísli, sem býst ekki við að gera róttækar breytingar á starf- seminni. „Framkvæmdastjórinn mun halda áfram hjá okkur en vinna eftir nýrri markmiðasetn- ingu sem við höfum lagt niður. Við munum taka mjög virkan þátt sem eigendur í gegnum stjórn félags- ins.“ Viðræður um kaupin hófust í febrúar þegar Remmen-hjónin vildu koma fyrirtækinu í annarra hendur vegna veikinda eigin- mannsins, sem er á áttræðisaldri. „Þau vildu fara hægt í sakirnar og var ekki sama í hvaða höndum þetta ævistarf þeirra endaði,“ segir Gísli. Á þaki d‘Angleterre blakta þrjú eintök af Dannebrog, danska þjóð- fánanum. Gísli segist ekki búast við að skipta neinum þeirra út fyrir íslenskan að svo stöddu. „Það stendur ekki til. Þetta byggist allt upp á sterkri, gamalli, danskri hefð sem við munum náttúrulega virða í alla staði.“ Miðborgardjásn í eigu Íslendinga D‘Angleterre er eitt fjögurra fimm stjörnu hótela í Danmörku og eitt hið sögufrægasta. Það var reist árið 1755 og er jafnan kallað flagg- skip hótela í Skandinavíu. Það hefur oft lent ofarlega á lista mat- gæðinga víða um heim yfir bestu veitingastaðina. Hótelið skipar stóran sess í sögu Danmerkur, og þar voru meðal annars lögð drög að stjórnarskrá landsins árið 1849. H.C. Andersen var tíður gestur á hótelinu. Margir heimþekktir einstakling- ar hafa gist á hótelinu og sumir haldið sérstaklega upp á það. Meðal þeirra má nefna Winston Churchill, Bill Clinton, Grace Kelly, Michael Jackson, Walt Disney, David Rock- efeller, Bill Gates, Henry Kiss- inger, Isabel Allende, Tinu Turner, og liðsmenn hljómsveitanna Roll- ing Stones, U2, Metallica og Red Hot Chili Peppers. Þá hafa þjóðþekktir Íslendingar einnig haft dálæti á hótelinu. Hall- dór Laxnes vandi komur sínar þangað og Vigdís Finnbogadóttir gisti aldrei annars staðar þegar hún dvaldi í Danmörku sem for- seti. Fjögurra stjörnu hótelið Kong Frederik við Ráðhústorgið er vin- sælt meðal íslenskra ferðamanna. Það hlaut nafnið árið 1898 en hótel og gistiheimili hafa verið rekin á reitnum frá 14. öld. Hótelið Front er nýtískulegra en hin tvö og stend- ur við Nýhöfn. Flaggskip hótela í Skandinavíu Gísli Þór Reynisson athafnamaður óttast ekki gremju Dana vegna kaupa hans á einu þekktasta hóteli Danmerkur, Hôtel d‘Angleterre. Fyrirtæki Gísla hefur keypt d‘Angleterre og fleiri hótel af fjölskyldufyrirtækinu Remmen hotels. Kaupverðið er talið 15-20 milljarðar. Gísli Þór Reynisson hefur undan- farinn áratug verið afar umsvifa- mikill atvinnurekandi í Eystra- saltslöndunum, aðallega í Lettlandi, þar sem hann er ræðis- maður Íslands. Hann er forstjóri og aðaleigandi Nordic Partners, kaupanda hótelanna dönsku. Gísli lærði fjármálahagfræði og tölfræði í Finnlandi. Hann hóf að stunda fjárfestingar í Lettlandi árið 1992 og fjórum árum síðar stofnaði hann fyrirtækið Nordic Industries. Hann hagnaðist á rekstri stærstu og þekktustu súkkulaði- og sætabrauðsverk- smiðju landsins sem og safaverk- smiðjunni Gutta og pítsu- og sam- lokuframleiðslunni Euro-Food. Þá festi hann kaup á timburvinnslu og tveimur höfnum í landinu. Í dag á Nordic Partners þar að auki stóra iðn- og skrifstofugarða í höfuðborginni Riga og einka- þotuflugfélagið Ice Jet. Í úttekt tímaritsins Sirkuss í sumar á ríkustu Íslendingunum var Gísli í 15. sæti listans. Eignir hans voru þá metnar á um 35 millj- arða króna. Hagnaðist á atvinnu- rekstri í Lettlandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.