Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 66
Þær Kristín Ásgeirsdóttir og Guð-
björg Halldórsdóttir í Yndisauka
baka á stundum girnilegt brauð
með enn girnilegri fyllingum.
Uppskriftina er að finna á heima-
síðu þeirra, yndisauki.is, undir
heitinu Matarbrauð – súkkulaði-
brauð. Það hentar jafn vel undir
skinku og ost og súkkulaði og
núggatfyllingar, að sögn Kristín-
ar.
„Á síðunni erum við með parma-
skinkufyllingu, en það er líka rosa-
lega gott að setja í það skinku, brie-
ost og smá mangó-chutney. Svo má
nota alls konar grænmeti, og í
rauninni hvað sem er,“ sagði hún.
„Við kryddum það oft með dukkah-
kryddinu sem við framleiðum. Í
því er kúmín og alls konar fræ sem
gefa því nýja vídd.“ Ferskar krydd-
jurtir fara líka afar vel í brauðið.
„Alveg í bunkum helst,“ sagði hún
og hló við. „Það er tilvalið að nota
góða basilíku, til dæmis. Ef maður
er með rósmarín eða timjan þarf
bara að passa að taka allt af stilk-
unum,“ benti hún á.
Þá er einnig lítið vandamál að
skipta hveitinu, eða einhverjum
hluta þess, út fyrir spelt. „Það má
breyta hlutföllunum eftir henti-
semi, ef maður vill til dæmis hafa
smá rúg í brauðinu,“ sagði Kristín.
Fyrir sælkerana er svo um að gera
að leita á náðir súkkulaðisins. „Ef
maður vill virkilega sukka er hægt
að setja súkkulaði, mjúkt núggat
og hnetur, það er mjög gott,“ sagði
Kristín.
Brauð fyrir alla
Hrísgrjón og kartöflur slást um
titilinn sem vinsælasta meðlætið.
Soðin hrísgrjón, sama hvort um
ræðir hvít eða brún, geta þó orðið
leiðigjörn til lengdar. Þá er um að
gera að fá innblástur úr indversku
eldhúsi, til dæmis, þar sem grjón-
in eru blönduð kryddi til að gera
úr þeim ljúffenga rétti. Í indversk-
um hrísgrjónum er oft gripið til
kardimommu og kúmíns til að
gera krydduð grjón. Kóríander
virkar einnig vel.
Réttirnir þurfa þó ekki að tak-
markast við innblástur úr austri.
Það má til dæmis blanda þurrkuð-
um ávöxtum eða ristuðum hnetum
í tilbúin grjón, eða rifnum par-
mesanosti og basilíku. Einnig má
hreinlega sjóða grjónin í blöndu af
kjúklingasoði og hvítvíni, eða
hefja leikinn á að léttsteikja hvít-
lauk á pönnu, bæta grjónum út í og
sjóða í kjúklingasoði.
Gómsæt hrísgrjón Elín Edda Árnadóttir eldar eftir árstíðum. Hún gefur
uppskrift að steinbít krydd-
uðum með nornaseiði.
Elín Edda er leikmynda- og bún-
ingahöfundur. Hún hefur afskap-
lega gaman af að elda, og tekur
mikið tillit til dagatalsins í sinni
matargerð. „Á haustin á maður að
borða vel af þessum íslenska mat
sem er að koma á matarborðið.
Maður á að nota rófurnar og
íslenska kálið sem mest á þessum
tíma, það er best núna,“ sagði
Elín.
Hún er einnig mjög hrifin af græn-
metisfæði. „Ég er mjög flinkur
grænmetiskokkur af því að mað-
urinn minn er grænmetisæta. Ég
er vön því til margra ára að elda
eitt fyrir strákana og annað fyrir
manninn minn,“ sagði hún. „Nú
erum við orðin tvö eftir, þannig að
við förum aðeins meira á ein-
hverja af þessum léttu grænmet-
isstöðum sem eru víðs vegar um
borgina,“ sagði Elín.
Hún er nýsnúin heim eftir ferð
sumarsins, sem bar hana að þessu
sinni til Berlínar og Prag. „Þetta
var algjörlega frábær tími, þessar
sex vikur,“ sagði hún. „Í Berlín er
rosalega mikil dýnamík í gangi og
mikil von. Það var mikið af ungu
fólki og augljóslega mikill upp-
gangur á öllum sviðum,“ sagði
Elín. Þaðan lá leiðin til Prag, þar
sem hún dvaldist í listhúsinu
Leifsbúð.
„Það er framtak Þóris Gunnars-
sonar, ræðismanns Íslands í Tékk-
landi, og eiginkonu hans, Ingi-
bjargar Jóhannsdóttur,“ útskýrði
Elín. „Þau hafa útbúið gamalt
brugghús þarna í nágrenni Prag
sem listhús fyrir íslenska lista-
menn, sem maður sækir um að fá
að dveljast í,“ bætti Elín við, en
hún var himinlifandi yfir tæki-
færinu. „Þetta var afskaplega gef-
andi sumar og mikið örlæti af
þeim hjónum,“ sagði hún.
Elín Edda gerir kartöflumús úr
möndlukartöflum, smjörklípu og
dálitlu salti með steinbítnum, og
mælir einnig með sósu úr sýrðum
rjóma. Hún hrærir þá sýrða rjóm-
ann upp og kryddar með salti og
pipar. Berið fram með góðu hvít-
víni.
Bjóddu …
í kaffi og köku, upp á gamla mátann, ein-
hverja helgina í haust. Ef þú treystir þér ekki
í hnallþórugerð er alltaf hægt að svindla og
skjótast út í bakarí að morgni dags.
Veitingastaður Agnars
Sverrissonar og Xavier
Rousset, Texture, var
opnaður fyrir almenningi í
London fyrir viku síðan.
Agnar sagði viðtökur hafa
verið góðar, þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann. „Það
var fullt fyrstu þrjá dagana.
Við verðum alltaf með lokað
á sunnudögum og mánudög-
um, en á laugardaginn
þurftum við að vísa fjörutíu,
fimmtíu manns frá. Þetta
byrjar mjög vel,“ sagði
Agnar.
Opnun staðarins var frestað nokkrum sinnum, en upphaflega var stefnt á að staðurinn lyki upp dyrum
sínum í júní. „Þannig er þetta bara,“ sagði Agnar. „En nú virðist ætla að verða brjálað að gera, sem er
frábært,“ bætti hann við.
Texture vel tekið í London
Stropað svartfuglsegg skrítnasta máltíðin