Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Með metsölubók í kollinum Steypubílum snúið við Júdas og Vodafone „Ég vissi að hún ætlaði að blogga um þetta en átti nú ekki von á þessum viðbrögðum,“ segir Sig- urpála María Birgisdóttir, lykilpersóna í pólitískum misskilningi sem reið yfir bloggheima á þriðjudag. Málavextir eru þeir að Sóley Tóm- asdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, greip til myndmálsins á bloggsíðu sinni þar sem hún gagn- rýndi Samfylkinguna í kvenfrelsis- málum. Líkti hún flokknum við Pálu nokkra frænku sína sem í barn- æsku æfði sig aldrei á skíðum nema þegar stórmót voru fram undan. Sjónvarpsmaðurinn vinsæli Egill Helgason greip þessi orð á lofti og túlkaði sem ómaklega árás á Önnu Pálu Sverrisdóttur, laganema sem gefur kost á sér til formanns Ungra jafnaðarmanna. Fleiri fylgdu í kjöl- farið. Pétur Gunnarsson, frétta- stjóri Eyjunnar, sagði þetta dæmi um að frænkur væru frænkum verstar og bloggarinn Tómas Haf- liðason benti á að þarna væri hinn yfirlýsti femínisti Sóley að bregða fæti fyrir kynsystur sína. Svo rammt kvað við að jafnvel Önnu Pálu, sem er alls óskyld Sól- eyju og hefur aldrei æft skíðaíþrótt- ir, var farið að gruna að verið væri að skjóta á hana. Bróðir hinnar réttu Pálu hjó loks á hnútinn og skýrði í athugasemdakerfi Sóleyjar hvernig í pottinn væri búið og Sóley sjálf sá sig knúna til að ítreka að hún hefði alls ekki átt við Önnu Pálu. Nú er hin eina sanna Pála frænka komin í leitirnar. Fullu nafni heitir hún Sigurpála María Birgisdóttir og starfar á bókhaldssviði Fjár- sýslu ríkisins. Sigurpála tekur mál- inu vel og staðfestir að orð Sóleyjar eigi við rök að styðjast: hún hafi vissulega aðeins æft skíði þegar stórmót voru í nánd. Þess má geta að Sigurpála lenti í 20. sæti í stór- svigi níu ára stúlkna á Andrésar- leikunum 1985. Pála frænka komin í leitirnar Börn sem hefja nám í grunnskóla í haust fá litabók um Ýmu tröllastelpu að gjöf frá Regnboga- börnum, fjöldasamtökum gegn einelti. Í litabókinni er að finna fræðslu- verkefni um einelti og kennslu- leiðbeiningar fyrir kennara. Fyrirtækið Prentmet gefur bókina til styrktar Regnboga- börnum og kemur hún nú út í nýrri og endurbættri útgáfu. Í tilkynningu hvetja forsvars- menn Regnbogabarna kennara til þess að vekja börnin til umhugs- unar um einelti og munu þeir fylgja verkefninu úr hlaði með því að sækja grunnskóla landsins heim. Skólabörn fá gefins litabók Hvílir margt þyngra á írösku þjóðinni veita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.