Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 16

Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Með metsölubók í kollinum Steypubílum snúið við Júdas og Vodafone „Ég vissi að hún ætlaði að blogga um þetta en átti nú ekki von á þessum viðbrögðum,“ segir Sig- urpála María Birgisdóttir, lykilpersóna í pólitískum misskilningi sem reið yfir bloggheima á þriðjudag. Málavextir eru þeir að Sóley Tóm- asdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, greip til myndmálsins á bloggsíðu sinni þar sem hún gagn- rýndi Samfylkinguna í kvenfrelsis- málum. Líkti hún flokknum við Pálu nokkra frænku sína sem í barn- æsku æfði sig aldrei á skíðum nema þegar stórmót voru fram undan. Sjónvarpsmaðurinn vinsæli Egill Helgason greip þessi orð á lofti og túlkaði sem ómaklega árás á Önnu Pálu Sverrisdóttur, laganema sem gefur kost á sér til formanns Ungra jafnaðarmanna. Fleiri fylgdu í kjöl- farið. Pétur Gunnarsson, frétta- stjóri Eyjunnar, sagði þetta dæmi um að frænkur væru frænkum verstar og bloggarinn Tómas Haf- liðason benti á að þarna væri hinn yfirlýsti femínisti Sóley að bregða fæti fyrir kynsystur sína. Svo rammt kvað við að jafnvel Önnu Pálu, sem er alls óskyld Sól- eyju og hefur aldrei æft skíðaíþrótt- ir, var farið að gruna að verið væri að skjóta á hana. Bróðir hinnar réttu Pálu hjó loks á hnútinn og skýrði í athugasemdakerfi Sóleyjar hvernig í pottinn væri búið og Sóley sjálf sá sig knúna til að ítreka að hún hefði alls ekki átt við Önnu Pálu. Nú er hin eina sanna Pála frænka komin í leitirnar. Fullu nafni heitir hún Sigurpála María Birgisdóttir og starfar á bókhaldssviði Fjár- sýslu ríkisins. Sigurpála tekur mál- inu vel og staðfestir að orð Sóleyjar eigi við rök að styðjast: hún hafi vissulega aðeins æft skíði þegar stórmót voru í nánd. Þess má geta að Sigurpála lenti í 20. sæti í stór- svigi níu ára stúlkna á Andrésar- leikunum 1985. Pála frænka komin í leitirnar Börn sem hefja nám í grunnskóla í haust fá litabók um Ýmu tröllastelpu að gjöf frá Regnboga- börnum, fjöldasamtökum gegn einelti. Í litabókinni er að finna fræðslu- verkefni um einelti og kennslu- leiðbeiningar fyrir kennara. Fyrirtækið Prentmet gefur bókina til styrktar Regnboga- börnum og kemur hún nú út í nýrri og endurbættri útgáfu. Í tilkynningu hvetja forsvars- menn Regnbogabarna kennara til þess að vekja börnin til umhugs- unar um einelti og munu þeir fylgja verkefninu úr hlaði með því að sækja grunnskóla landsins heim. Skólabörn fá gefins litabók Hvílir margt þyngra á írösku þjóðinni veita

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.