Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á árinu 2006 var mun hærri en reiknað var með. Meðaltalsraun- ávöxtunin var 10,2 prósent, en reiknað er með 3-3,5 prósenta ávöxtun til lengri tíma. „Þetta er mjög góð ávöxtun hvernig sem á það er litið,“ segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningar- deild Landsbanka Íslands. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir svo góðri áxöxtun nema í upp- sveiflu eins og verið hefur frá árinu 2003. Mikill munur er á raunávöxtun lífeyrissjóðanna. Kristrún segir hluta af skýringunni mismunandi fjárfestingarstefnu sjóðanna. Þeir sjóðir sem ekki taki við frekari iðgjöldum heldur greiði eingöngu út fjárfesti í öruggum kostum, sem skili um leið verri ávöxtun. Fjármálaeftirlitið setur fyrir- vara við réttmæti samanburðar á raunávöxtun sjóðanna. Mismun- andi samsetning á tegundum verð- bréfa á milli lífeyrissjóða geti haft áhrif á árlega raunávöxtun, og sama eigi við þegar söluhagn- aður sé innleystur við sölu á skuldabréfum fyrir lok líftíma þeirra. Ávöxtun lífeyrissjóða yfir markmiðum Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna var yfir 10 prósentum í fyrra. Reiknað er með 3,0 til 3,5 prósenta langtímaávöxtun. FME setur fyrirvara um samanburð á raunávöxtun. Kaupþing er á meðal þeirra félaga sem lagt hafa inn óform- legt yfirtökutilboð í bresku kaffihúsa- og samlokukeðjuna Pret Á Manger. Þetta fullyrða breskir fjölmiðlar. Frestur til þess að leggja inn tilboð rann út á föstudag. Fjárfestingarfélagið Bridge- point Capital og McDonald‘s munu vera á meðal annarra mögulegra kaupenda. Ekki náðist í forsvarsmenn Kaup- þings til staðfestingar á frétt- inni. Pret Á Manger rekur 160 útibú víðs vegar um Bretland. Velta félagsins í fyrra var 200 milljónir punda, sem samsvar- ar 26,5 milljörðum króna. Fer Kaupþing í kaffibransann? Hagvöxtur var töluvert meiri í fyrra en áður var talið. Nýjar bráða- birgðatölur frá Hagstofunni sýna að landsframleiðsla jókst að raun- gildi um 4,2 prósent árið 2006. Fyrri áætlun frá því í mars síðastliðnum gerði ráð fyrir 2,6 prósenta hag- vexti. Tölurnar sýna 1.163 millj- arða króna landsframleiðslu í fyrra. Það er 139 milljörðum eða 13,6 pró- sentum hærri fjárhæð en áður. Meiri hagvöxt en áður var gert ráð fyrir má rekja til meiri fjár- festingar og samneyslu en reiknað var með. Útflutningur var einnig lítið eitt meiri. Á móti vegur að inn- flutningur var nokkru meiri og einkaneysla lítið eitt minni en áður var talið. Vöxtur landsframleiðslu og einkaneyslu helst vel í hendur. Á árinu 2006 jókst einkaneysla um 4,4 prósent. Það nemur 59 pró- sentum af landsframleiðslu. Auk einkaneyslu eru það fjárfestingar sem drífa hagvöxtinn. Þær jukust um 19,8 prósent og námu 33,4 pró- sentum af landsframleiðslu. Það er hæsta hlutfall þeirra frá árinu 1975. Samneysla nam 24,5 pró- sentum. Endurskoðaðar hagvaxtartölur ættu ekki að hafa áhrif á peninga- stefnu Seðlabankans segir í Veg- vísi Landsbankans. Þar sem endurskoðunin til hækkunar hag- vaxtarins sé einkum komin til vegna endurmats á fjárfestingum atvinnuveganna og hins opinbera sé að miklu leyti um vöxt fram- leiðslugetunnar að ræða. Hagvöxtur meiri en talið var Landsframleiðsla jókst um 4,2 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti. Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármála- mörkuðum í Evrópu og í Asíu í gær. Dagurinn byrjaði ekki vel því hluta- bréf virtust á niðurleið eftir lækkun á hlutabréfamörkuðum í Japan í kjölfar þess að Shinzo Abe, forsæt- isráðherra landsins, sagði óvænt af sér. Japansmarkaður var hins vegar undantekning í Asíu því gengi hluta- bréfavísitalna hækkaði á sama tíma og Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,5 prósent. Greinendur segja að þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamarkaði í Japan í kjölfar afsagnarinnar þá muni hún hafa góð áhrif á þróun hlutabréfaverðs til lengri tíma litið. Hlutabréfamarkaðir á Norður- löndunum fóru ekki varhluta af sveiflunum. Úrvalsvísitalan í Kaup- höllinni lækkaði um eitt prósent og hlutabréfavísitölur í norsku kaup- höllinni í Ósló og Kaupmannahöfn fóru niður um 0,1 prósent í báðum löndum. Vísitalan í Svíþjóð hækkaði hins vegar um 0,6 prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Bandaríkjunum var á uppleið skömmu eftir opnun markaða ytra en fjárfestar þar þykja einkar bjartsýnir á að seðla- banki Bandaríkjanna komi til móts við þrengingar á fjármálamörkuð- um með lækkun stýrivaxta. Sveifla á mörkuðum Stofnfjáreigendafundur hjá Byr-sparisjóði verður haldinn miðvikudaginn 3. október næstkomandi á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.00. Á fundinum verður lögð fram tillaga um sameiningu Byrs- sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs Fundarboð og dagskrá verða send stofnfjáreigendum í samræmi við samþykktir sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórn. Stofnfjáreigendafundur hjá BYR-sparisjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.