Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 24

Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 24
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á árinu 2006 var mun hærri en reiknað var með. Meðaltalsraun- ávöxtunin var 10,2 prósent, en reiknað er með 3-3,5 prósenta ávöxtun til lengri tíma. „Þetta er mjög góð ávöxtun hvernig sem á það er litið,“ segir Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningar- deild Landsbanka Íslands. Hún segir ekki hægt að gera ráð fyrir svo góðri áxöxtun nema í upp- sveiflu eins og verið hefur frá árinu 2003. Mikill munur er á raunávöxtun lífeyrissjóðanna. Kristrún segir hluta af skýringunni mismunandi fjárfestingarstefnu sjóðanna. Þeir sjóðir sem ekki taki við frekari iðgjöldum heldur greiði eingöngu út fjárfesti í öruggum kostum, sem skili um leið verri ávöxtun. Fjármálaeftirlitið setur fyrir- vara við réttmæti samanburðar á raunávöxtun sjóðanna. Mismun- andi samsetning á tegundum verð- bréfa á milli lífeyrissjóða geti haft áhrif á árlega raunávöxtun, og sama eigi við þegar söluhagn- aður sé innleystur við sölu á skuldabréfum fyrir lok líftíma þeirra. Ávöxtun lífeyrissjóða yfir markmiðum Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna var yfir 10 prósentum í fyrra. Reiknað er með 3,0 til 3,5 prósenta langtímaávöxtun. FME setur fyrirvara um samanburð á raunávöxtun. Kaupþing er á meðal þeirra félaga sem lagt hafa inn óform- legt yfirtökutilboð í bresku kaffihúsa- og samlokukeðjuna Pret Á Manger. Þetta fullyrða breskir fjölmiðlar. Frestur til þess að leggja inn tilboð rann út á föstudag. Fjárfestingarfélagið Bridge- point Capital og McDonald‘s munu vera á meðal annarra mögulegra kaupenda. Ekki náðist í forsvarsmenn Kaup- þings til staðfestingar á frétt- inni. Pret Á Manger rekur 160 útibú víðs vegar um Bretland. Velta félagsins í fyrra var 200 milljónir punda, sem samsvar- ar 26,5 milljörðum króna. Fer Kaupþing í kaffibransann? Hagvöxtur var töluvert meiri í fyrra en áður var talið. Nýjar bráða- birgðatölur frá Hagstofunni sýna að landsframleiðsla jókst að raun- gildi um 4,2 prósent árið 2006. Fyrri áætlun frá því í mars síðastliðnum gerði ráð fyrir 2,6 prósenta hag- vexti. Tölurnar sýna 1.163 millj- arða króna landsframleiðslu í fyrra. Það er 139 milljörðum eða 13,6 pró- sentum hærri fjárhæð en áður. Meiri hagvöxt en áður var gert ráð fyrir má rekja til meiri fjár- festingar og samneyslu en reiknað var með. Útflutningur var einnig lítið eitt meiri. Á móti vegur að inn- flutningur var nokkru meiri og einkaneysla lítið eitt minni en áður var talið. Vöxtur landsframleiðslu og einkaneyslu helst vel í hendur. Á árinu 2006 jókst einkaneysla um 4,4 prósent. Það nemur 59 pró- sentum af landsframleiðslu. Auk einkaneyslu eru það fjárfestingar sem drífa hagvöxtinn. Þær jukust um 19,8 prósent og námu 33,4 pró- sentum af landsframleiðslu. Það er hæsta hlutfall þeirra frá árinu 1975. Samneysla nam 24,5 pró- sentum. Endurskoðaðar hagvaxtartölur ættu ekki að hafa áhrif á peninga- stefnu Seðlabankans segir í Veg- vísi Landsbankans. Þar sem endurskoðunin til hækkunar hag- vaxtarins sé einkum komin til vegna endurmats á fjárfestingum atvinnuveganna og hins opinbera sé að miklu leyti um vöxt fram- leiðslugetunnar að ræða. Hagvöxtur meiri en talið var Landsframleiðsla jókst um 4,2 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti. Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármála- mörkuðum í Evrópu og í Asíu í gær. Dagurinn byrjaði ekki vel því hluta- bréf virtust á niðurleið eftir lækkun á hlutabréfamörkuðum í Japan í kjölfar þess að Shinzo Abe, forsæt- isráðherra landsins, sagði óvænt af sér. Japansmarkaður var hins vegar undantekning í Asíu því gengi hluta- bréfavísitalna hækkaði á sama tíma og Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,5 prósent. Greinendur segja að þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamarkaði í Japan í kjölfar afsagnarinnar þá muni hún hafa góð áhrif á þróun hlutabréfaverðs til lengri tíma litið. Hlutabréfamarkaðir á Norður- löndunum fóru ekki varhluta af sveiflunum. Úrvalsvísitalan í Kaup- höllinni lækkaði um eitt prósent og hlutabréfavísitölur í norsku kaup- höllinni í Ósló og Kaupmannahöfn fóru niður um 0,1 prósent í báðum löndum. Vísitalan í Svíþjóð hækkaði hins vegar um 0,6 prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Bandaríkjunum var á uppleið skömmu eftir opnun markaða ytra en fjárfestar þar þykja einkar bjartsýnir á að seðla- banki Bandaríkjanna komi til móts við þrengingar á fjármálamörkuð- um með lækkun stýrivaxta. Sveifla á mörkuðum Stofnfjáreigendafundur hjá Byr-sparisjóði verður haldinn miðvikudaginn 3. október næstkomandi á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.00. Á fundinum verður lögð fram tillaga um sameiningu Byrs- sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs Fundarboð og dagskrá verða send stofnfjáreigendum í samræmi við samþykktir sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórn. Stofnfjáreigendafundur hjá BYR-sparisjóði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.