Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Fjárfestingafélögin Lindberg og Gómur eiga orðið tvo stóra reiti í Örfirisey sem for- svarsmenn félagsins vonast til að verði hægt að byggja á veglega íbúabyggð. Heildarfjárfestingar Lindberg og Góms þar nema um 3,5 milljörðum króna. Ólafur Garðarsson hæstarétt- arlögmaður, sem á fjórðungshlut í félögunum, segir uppbyggingu byggðar í Örfirisey geta glætt borgarlífið miklu lífi. „Við höfum auðvitað horft til þess að borgar- yfirvöld hafa áhuga á því að byggja upp íbúabyggð þarna og okkar kaup miðast við það. Þetta getur orðið stórglæsilegt svæði, á besta stað í miðbænum.“ Aðrir eigendur félaganna eru Magnús Jónatansson, Gísli Steinar Gísla- son og Icebank en allir eigend- urnir eiga jafnstóran hlut. Lindberg hefur keypt upp eign- ir við götuna Fiskislóð, frá 16 til 32. Stýrihópur á vegum Reykjavík- urborgar, sem er að meta hvernig best sé að haga uppbyggingu í Örfirisey, hefur enn ekki lokið störfum. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær sendi Árni Vil- hjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, erindi til stjórnar Faxa- flóahafna þar sem óskað var eftir því að kvöðum um nýtingu á lóðum fyrirtækisins yrði aflétt, en þær eru skipulagðar undir sjávarútvegsstarfsemi. Stjórn Faxaflóahafna ákvað á stjórnar- fundi á þriðjudag að verða ekki við kröfum HB Granda og því verða lóðirnar áfram ætlaðar undir sjávarútvegsstarfsemi. Jón Grétar Jónsson, fram- kvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa, segist finna fyrir auknum áhuga á svæðinu. „Auð- vitað skiptir miklu máli hvers konar nýting verður leyfð í Örfir- isey og hvernig borgaryfirvöld sjá skipulagið fyrir sér. Ég hef orðið var við að fjárfestar hafi sýnt svæðinu mikinn áhuga. Alls konar þjónusta er farin að sækja nær þessu svæði, til dæmis hár- greiðslustofur, sem ekki hefðu farið inn á þetta svæði fyrir nokkru síðan.“ Í starfshópi Reykjavíkurborgar eru Björn Ingi Hrafnsson, sem er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Dagur B. Eggertsson. Veðjað á veglega íbúabyggð í Örfirisey Fjárfestar hafa í auknum mæli keypt upp eignir í Örfirisey að undanförnu. Tveir stórir reitir eru komnir í eigu fjárfestingafélaganna Lindbergs og Góms. Þetta gæti orðið glæsilegt svæði, segir Ólafur Garðarsson lögmaður og einn eigenda. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær. Mesta athygli vakti að hann skipaði „flokkaflakkarann“ Karen Jespersen í embætti félagsmála- ráðherra. Hún gegndi því embætti í síðustu ríkisstjórn jafnaðar- manna, sem fór frá árið 2001. Hún gekk í flokk forsætisráðherrans, Venstre, í fyrra. Auk nýs félagsmálaráðherra skipaði Fogh Rasmussen nýja menn til að fara fyrir ráðuneytum landbúnaðar- og samgöngumála. Eva Kjer Hansen úr Vestre, sem var félagsmálaráðherra, tekur við landbúnaðarráðuneytinu, og Jakob Axel Nielsen úr Íhaldsflokknum er nýr samgönguráðherra. Hans Christian Schmidt, sem var land- búnaðarráðherra, og Flemming Hansen, sem var samgönguráð- herra, víkja úr stjórninni. Fogh vísaði því á bug, að ástæða uppstokkunarinnar væri óánægja með störf þeirra ráðherra sem víkja úr stjórninni eða skipta um ráðuneyti. „Þetta er markviss upp- stokkun, sem beinist að viðræðun- um um umbætur [á velferðarkerf- inu] og í orkumálunum,“ hefur fréttavefur Politiken eftir Fogh. Uppstokkunin nú kom nokkuð á óvart í ljósi þess að þess hefur verið vænst að Fogh Rasmussen ákveddi fljótlega að flýta næstu þingkosningum. Úr þessu verður væntanlega ekki fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta nýs árs. Flokkaflakkari í félagsmálin Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, hefur sagt upp störfum. Höskuldi var boðið starf sem forstjóri Nýsis ehf. Jón Gunnarsson, formaður stjórnar Flugstöðvarinn- ar, segir engan starfslokasamning hafa verið gerðan en kveður Höskuld, sem var með eins árs uppsagnarfrest, fá sig lausan í lok nóvember. Elín Árnadóttir, fjármálastjóri fyrirtækisins, sem verið hefur staðgengill forstjóra síðasta hálfa annað árið verður nýr forstjóri. „Þetta er eðlileg þróun af því að ég hef verið í þessu starfi,“ segir Elín. Flugstöðin velti 6,8 milljörð- um króna í fyrra. Höskuldur í stól forstjóra Nýsis Karlmaður var ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og rán í febrúar og mars síðastliðnum. Ákæran er í þremur liðum og er ákærða gefið að sök að hafa, aðfaranótt 15. febrúar, veist að karlmanni og slegið hann hnefahöggum um allan líkamann svo hann viðbeins- brotnaði og hlaut mar. Sama morgun fór hann með fórnar- lambið í tvo banka þar sem hann neyddi það til að taka út samtals 110 þúsund krónur. Í mars neyddi hann annan karlmann með ofbeldi og hótunum að millifæra 307.617 krónur yfir á sinn reikning. Neyddi fórnar- lambið til að millifæra fé Heildarafli nýliðins fiskveiðiárs er sá næstminnsti á tólf mánaða fiskveiðiári frá upphafi. Hann var aðeins minni fiskveiðiárið á undan. Fiskveiðiár ná frá 1. september til 31. ágúst. Heildarafli síðasta fiskveiðiárs var 1.419.427 tonn og jókst um 130 þúsund tonn frá árinu áður. Botnfisksafli dróst saman um 27 þúsund tonn á milli ára en aukning á heildarafla milli ára skýrist af meiri loðnu-, síldar- og makrílafla. Enn eru rúm 46 þúsund þorskígildistonn óveidd frá síðasta fiskveiðiári en heimilt er að flytja aflaheimildir milli ára. Heildarafli eykst milli fiskveiðiára Sautján ára gömul stúlka var ákærð í gær í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Ákærðu er gefið að sök að hafa ráðist á stúlku fædda árið 1992 og slegið hana hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist og hlaut snúning um hálsliði. Árásin átti sér stað 1. maí 2006 við Bónusvídeó í Hólagarði í Reykjavík. Foreldrar fórnarlambsins krefja foreldra ákærðu um að greiða 250.000 krónur í bætur auk vaxta vegna árásarinnar. Unglingsstúlka réðist á aðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.