Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 71

Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 71
Nýjasta plata rapparans Kanye West, Graduation, hefur selst betur en plata 50 Cent beggja vegna Atlantshafsins samkvæmt fyrstu sölutölum. Búist er við því að West selji um 700 þúsund ein- tök af plötunni í þessari viku. 50 Cent, sem heitir réttu nafni Curtis Jackson, hefur heitið því að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans selst verr en plata West. Stefnir því allt í að hann þurfi að standa við gefin loforð. West sakaði nýverið sjónvarps- stöðina MTV um að hafa mis- notað Britney Spears með því að láta hana koma fram á verðlauna- hátíð sinni um síðustu helgi. Stöðin hafi vitað að hún væri ekki tilbúin en þrátt fyrir það hafi hún látið hana syngja til að auka áhorf á hátíðina. Britney var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína, enda virkaði hún afar óörugg á sviðinu. West selur meira Tónlistarmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, eða BMV eins og hann kallar sig, ætlar að gefa út þriggja laga smáskífu í Grikk- landi í kjölfar gríðarlegra vin- sælda sinna þar í landi. Á smáskífunni verður lagið In My Place sem nýverið komst í toppsætið hjá grísku útvarps- stöðinni Radio 1 Serres eftir að hafa setið á vinsældalistanum í nokkrar vikur. Annað af bónus- lögunum á skífunni verður Forget About Me, sem á síðar meir að taka við af In My Place á vinsældalistum. Lagið In My Place var á sínum tíma gefið út á stafrænan hátt víða um heim en það hefur hingað til ekki verið fáanlegt á plötu. Brynjar útilokar ekki að halda tónleika í Grikklandi til að fylgja eftir vinsældunum. „Á einhverjum tímapunkti geri ég það tvímælalaust. Þarna er þrælstór markaður sem getur leitt gott af sér. Eigum við ekki að segja að þetta sé ágætis byrjun, eins og Sigur Rós nefndi plötuna sína,“ segir Brynjar í léttum dúr. In My Place verður á væntan- legri plötu Brynjars sem kemur út í kringum áramótin. Standa upptökur á henni yfir í New York um þessar mundir. Með Brynjari starfar upptökustjór- inn Ken Lewis, sem hefur unnið með stjörnum á borð við Mary J. Blige og Mariuh Carey, ásamt hljómsveitinni Fall Out Boy. Með smáskífu í Grikklandi Kauptu 2 pakka saman og þú færð 2 miða á nýju Simpsons Myndina í Bíó. Gildir á meðan miðar endast DVD 3.699 Hver þáttaröð Komin á DVD 4.999

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.