Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 12
Hluthafafundur
FL Group hf.
25. SEPTEMBER 2007
Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn
verður á Nordica Hotel þriðjudaginn 25. september 2007, kl. 8.30.
DAGSKRÁ:
1. Tillaga stjórnar FL Group hf. um hækkun hlutafjár í félaginu með útgáfu og sölu nýrra hluta að
nafnverði allt að kr. 1.316.476.938 til að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf.
Hluthafar hafa ekki forgangsrétt að hinum nýju hlutum. Stjórn félagsins ákveður sölugengi
hlutanna, áskriftarfrest og greiðslukjör og heimilt er að greiða hina nýju hluti með hlutum í
Tryggingamiðstöðinni hf.
2. Tillaga stjórnar FL Group hf. um að heimild stjórnar félagsins til útgáfu nýs hlutafjár í félaginu
verði að fjárhæð kr. 2.000.000.000, þar af verði heimilt að gefa út nýja hluti án forgangsrétt-
ar hluthafa kr. 1.500.000.000 að nafnverði og heimild til að gefa út hlutafé háð forgangsrétti
hluthafa verði að fjárhæð kr. 500.000.000. Heimildin gildi í fimm ár frá 25. september 2007
að telja og skal heimilt að greiða aukningarhluti með öðru en reiðufé.
Framangreindar tillögur leiða til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins nái þær fram að ganga.
Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um
tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi
á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 20.
september n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða
atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir
fimmtudaginn 20. september geta fengið atkvæða-
seðla senda. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrif-
stofu félagsins eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn
24. september eða afhendast á hluthafafundinum
sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafafundinum þann
25. september og verða einungis atkvæði þeirra
hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í
atkvæðagreiðslunni.
Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinar-
gerð, eru til sýnis á skrifstofu FL Group hf. frá og með
þriðjudeginum 18. september og verða send þeim
hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur
aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is.
Reykjavík 16. september 2007
Stjórn FL Group hf.
„Við verðum að
halda ró okkar,“ sagði Mohammed
ElBaradei, yfirmaður kjarnorku-
eftirlits Sameinuðu þjóðanna, við
fréttamenn í Vínarborg í gær. „Við
þurfum ekki að blása þetta mál
út,“ sagði hann, og átti við kjarn-
orkuvinnslu í Íran, sem bandarísk
stjórnvöld og nú
síðast utanríkis-
ráðherra Frakk-
lands telja hugsan-
lega geta orðið
tilefni stríðs.
„Ég myndi ekki
minnast neitt á
valdbeitingu,“
segir ElBaradei,
og brást þar óbeint
við ummælum
Bernards
Kouchner, utan-
ríkisráðherra Frakklands, sem
sagði á sunnudaginn að Vesturlönd
yrðu að búa sig undir stríð ef
Íranar kæmu sér upp kjarnorku-
sprengju.
„Til eru reglur um það með
hvaða hætti beita skuli valdi,“
sagði ElBaradei, „og ég ætla að
vona að allir hafi áttað sig á því
sem læra má af ástandinu í Írak,
þar sem 700 þúsund saklausir
borgarar hafa látið lífið vegna
gruns um að þar séu kjarnorku-
vopn.“
Íranar hafa haldið ótrauðir
áfram að auðga úran, sem á endan-
um gerir þeim kleift að framleiða
eldsneyti í kjarnorkuvopn. Hvorki
refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu
þjóðanna né langvinnar samninga-
viðræður hafa sannfært Írana um
að hætta við frekari auðgun
úrans.
Írönsk stjórnvöld halda því
fram að kjarnorkuvinnsla sé ein-
göngu stunduð í friðsamlegum til-
gangi í Íran, en bæði Bandaríkin,
ríki Evrópusambandsins og fleiri
ríki hafa grun um að Íranar ætli að
koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Bandaríkin hafa neitað að úti-
loka árás á Íran og bandaríski her-
inn hefur þegar skipulagt slíka
árás, þótt enn sem komið er leggi
Bandaríkin áherslu á efnahagsleg-
ar refsiaðgerðir.
Í sjónvarpsviðtali á sunnudag-
inn tók síðan utanríkisráðherra
Frakka, fyrstur ráðamanna í Evr-
ópu, í sama streng og Bandaríkin:
„Ef sprengja af þessu tagi verður
gerð, þá verðum við að búa okkur
undir það versta.“
ElBaradei tókst nýverið að ná
samkomulagi við írönsk stjórn-
völd um að kjarnorkueftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna fái að
fylgjast með kjarnorkuvinnslu í
Íran.
„Ég tel ekki að sem stendur steðji
að okkur nokkur greinileg og
yfirgnæfandi hætta sem krefst
þess að við göngum lengra en að
halda áfram samningaviðræðum,“
segir ElBaradei, og bætti því við að
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
hefði engar heimildir um að Íranar
væru að vopnvæðast.
Vill forðast
allt stríðstal
Yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
gagnrýnir utanríkisráðherra Frakklands og segir
óþarft að gera of mikið úr kjarnorkuvinnslu Írans.
Ég ætla að vona að allir
hafi áttað sig á því sem
læra má af ástandinu
í Írak, þar sem 700 þúsund
saklausir borgarar hafa látið
lífið vegna gruns um að þar séu
kjarnorkuvopn.
Um 340 þingmenn
frá hinum 26 aðildarríkjum Atl-
antshafsbandalagsins munu
sækja ársfund NATO-þingsins,
sem haldinn verður í Reykjavík
dagana 5.-9. október. Þingfund-
inn sitja einnig Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri
NATO, og Sali Berisha, forsætis-
ráðherra Albaníu.
Þetta verður 53. ársfundur
NATO-þingsins en í fyrsta sinn
sem hann er haldinn á Íslandi.
Hann er stærsti fundur alþjóð-
legra þingmannasamtaka sem
Alþingi á aðild að.
Helstu efni fundarins verða
áformuð uppsetning á hlutum
eldflaugavarnakerfis Banda-
ríkjanna í Póllandi og Tékk-
landi, samskipti NATO við Rúss-
land og framtíð Kosovo-héraðs,
að því er segir í fréttatilkynn-
ingu.
Meðal annarra efna á fundin-
um verða stærri verkefni Atl-
antshafsbandalagsins – nánar
tiltekið í Afganistan, breytingar
í starfi bandalagsins, samskipti
við samstarfsríki, lýðræðislegir
stjórnarhættir í ríkjum við
Svartahafið, verkefnasamstarf
NATO og Evrópusambandsins
og umræðan um kostnaðarskipt-
ingu innan bandalagsins.
NATO-þing í fyrsta sinn á Íslandi
Bæjarstjórn Grinda-
víkur lýsti óánægju og undrun
með mótvægisaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar vegna aflaskerðingar
á þorski í gær eftir aukabæjar-
stjórnarfund. Bæjarstjórnin segir
Grindavík verða verst úti vegna
skerðingarinnar en þrátt fyrir það
sé ekki minnst á bæinn í boðuðum
mótvægisaðgerðum.
Í yfirlýsingu frá bæjarstjórn-
inni kemur fram að það líti helst
út fyrir að verið sé að refsa Grind-
víkingum fyrir að hafa sýnt
aðhald og ábyrgð í rekstri undan-
farin ár. Bæjarstjórnin harmar að
ekki skuli hafa verið haft samráð,
í aðdraganda mótvægisaðgerð-
anna, við það sveitarfélag sem
einna harðast verður úti í niður-
skurði aflaheimilda í þorski. Þar
kemur einnig fram að jafnræðis
hafi engan vegin verið gætt í
aðgerðunum og ekkert tillit sé
tekið til tekjusamdráttar sjó-
manna né landverkafólks. Bæjar-
stjórnin segist telja að ekki sé um
raunverulegar mótvægisaðgerðir
að ræða vegna skerðingarinnar
heldur séu byggðasjónarmið látin
ráða för þegar ákveðið sé hvaða
bæjarfélög njóti góðs af aðgerð-
unum.
Jafnframt lýsir bæjarstjórnin
fullri ábyrgð á hendur ríkisvald-
inu vegna þeirra áfalla sem skella
munu á íbúum bæjarins næsta vor
þegar skip, bátar og vinnslu-
stöðvar stöðvast vegna skerðingar-
innar.
Umferðarlagabrot-
um fjölgaði um tuttugu prósent í
ágústmánuði miðað við sama tíma
í fyrra. Fíkniefnabrotum fækkaði
um 38 prósent, og hegningarlaga-
brotum fækkaði um átján
prósent. Þetta kemur fram í
skýrslu Ríkislögreglustjóra um
afbrotatölfræði í ágústmánuði,
sem kom út í gær.
Hraðamyndavélar í Hval-
fjarðargöngum, Hvalfjarðarsveit
og á höfuðborgarsvæðinu eru
sagðar ein helsta orsökin fyrir
mikilli fjölgun hraðakstursbrota
milli ára. Til að mynda tuttugu-
faldaðist fjöldi hraðakstursbrota
hjá lögreglustjóranum á Snæfells-
nesi vegna tveggja hraðamynda-
véla við þjóðveg númer eitt.
Umferðarlaga-
brotum fjölgar
um fimmtung
Laun starfsmanna á
almennum markaði eru allt að því
þriðjungi hærri en hjá ríkis-
starfsmönnum. Samkvæmt
launakönnun Starfsmannafélags
ríkisstofnana (SFR) er heildar-
launamunur milli hópanna
tveggja að meðaltali tuttugu
prósent.
Í frétt á vef SFR segir að
launamunurinn eigi sér engar
eðlilegar skýringar, heldur sé um
hreina láglaunastefnu ríkisins að
ræða. Ljóst sé að í komandi
kjarasamningum muni SFR
krefjast þess að félagsmenn verði
launaðir til jafns við starfsmenn
á almennum markaði.
Saka ríkið um
láglaunastefnu