Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 13
[Hlutabréf] Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur dregið til baka yfirtökutilboð í hollensku iðnað- arsamstæðuna Stork. Var þetta gert þar sem ljóst var að tilskil- innn fjöldi hluthafa myndi ekki samþykkja tilboðið. LME, eignarhaldsfélag Eyris Invest, Landsbankans og Marels, sem á 43 prósent hlutfjár í Stork, vildi ekki ganga að boðinu. Félag- ið hefur um árabil þrýst á um samruna matvælavinnsluvéla- hluta Stork og Marel Food Syst- ems. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja Candover, LME og Stork, að eftir viðræður síðustu tveggja vikna hafi verið ákveðið „að halda formlegum viðræðum áfram til að skoða aðrar mögulegar útfærsl- ur með hag allra hagsmunaaðila í huga“. Stefnt er að niðurstöðu í viðræðunum ekki síðar á fyrri hluta októbermánaðar. Gengi bréfa Stork lækkaði um 3,84 prósent í gær, endaði í 44,85 evrum hluturinn. Yfirtökutilboð Candover hljóðaði upp á 47 evrur á hlut. Candover dreg- ur boð til baka EFNAHAGSUNDRIÐ ÍSLAND MORGUNVERÐARFUNDUR GREININGAR GLITNIS Greining Glitnis efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 19. september milli kl. 8.15 og 9.45 á Nordica Hotel þar sem fjallað verður um þróun í íslensku efnahagslífi síðastliðin ár og horfur næstu misserin. Fundarstjóri verður Gunnar Ólafur Haraldsson, aðjúnkt við Hagfræðiskor HÍ og forstöðu- maður Hagfræðistofnunar HÍ. Dagskrá: Vinsamlega staðfestið þátttöku á www.glitnir.is/greiningarfundur – allir velkomnir. FL Group hf. hefur náð samningum við Glitni, Hnotskurn ehf. og Samherja hf. um kaup á öllum hlutum þeirra í Trygg- ingamiðstöðinni hf, 46,2 prósentum hlutabréfa. Kaupverð nemur um 24 milljörðum króna sem seljendur fá greitt með útgáfu nýs hlutafjár í FL Group. Kaupin eru háð samþykki hluthafa FL Group og Fjármálaeftirlitsins. Gangi þau eftir mun FL Group fara með 83,7 prósent hlutafjár í TM og stefnir á að gera yfirtökutilboð í útistandandi hluta- bréf og taka TM af markaði. FL Group átti fyrir samkomulagið 37,6 prósent í TM í gegnum eignarhalds- félagið Kjarrhólma, sem félagið tryggði sér að fullu í síðustu viku. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, sem var stærsti hluthafi TM, og fleiri seldu bréf sín í félaginu til Glitnis fyrir hálfum mánuði á genginu 46,5 krónur á hlut. Glitnir sagði þá að hluturinn yrði ýmist seldur allur eða í hlutum til fjárfesta. Stjórnendur FL Group segjast í til- kynningu telja kaupin opna félaginu tækifæri á nýju sviði. Viðskiptin séu fyrsta skref félagsins inn á trygginga- markað. FL Group tryggir sig í TM Kortaþjónustan hefur sett hér upp fyrstu posana sem taka við evrum. Flugþjónustan á Reykjavíkurflug- velli tók fyrstu posana í notkun, en evruposar eru til að byrja með helst sagðir gagnast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Í tilkynningu Kortaþjónustunn- ar kemur fram að fleiri fyrirtæki hafi þegar beðið um slíka posa, en notkun þeirra þýðir að viðskipta- vinir fyrirtækjanna fá uppgefið verð vöru eða þjónustu í evrum og greiða í þeirri mynt. Söluaðilinn ræður svo hvort hann fær upp- gjörið á posafærslunum greitt í krónum eða evrum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónust- unnar, telur þó fullsnemmt að full- yrða að hér hafi verið tekið fyrsta skrefið í að evruvæða greiðslu- kerfi hér. Fyrstu evrupos- arnir í notkun Hagnaður Norvik banka á fyrri helmingi þessa árs nemur sem svarar 4,6 milljónum lettneskra lata, eða tæpum 610 milljónum íslenskra króna, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Fram kemur að á sama tímabili í fyrra hafi hagnaður bankans numið 985 þúsund lötum og aukningin sé því 372 prósent. Hagnaður af starfsemi bankans er sagður hafa aukist um 72,2 prósent milli ára, var á fyrri helmingi þessa árs rúmlega 13,1 milljón löt, eða rúmlega 1,7 milljarðar króna. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður bankans aukist um 24,2 prósent. Hagnaður jókst um 372 prósent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.