Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 18
Átján nemar við lækna- og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands unnu sjálfboðaliðastörf í fátækrahverfum í Naíróbí í sumar. Störfin fjölbreytt og ómetanleg reynsla fyrir nemana segir Jonah Kitheka, framkvæmdastjóri Provide International. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni fyrir fólkið í fátækrahverfum Naír- óbí. Þegar sjálfboðaliðarnir koma til starfa eru þeir ekki bara að rétta fólkinu hjálparhönd heldur öðlast þeir dýrmæta reynslu sjálfir,“ segir Jonah Kitheka, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Provide International. Í sumar fóru átján nemar frá lækna- og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands til sjálfboðaliða- starfa í fátækrahverfum Naíróbí, höfuðborgar Kenía. Tvö stærstu fátækrahverfi Afríku eru í Naíróbí. Nemarnir átján unnu á vegum Provide International. Jonah segir starf sjálfboðaliðanna mikilvægt fyrir íbúa Kenía. „Í fátækrahverfunum kynnast þeir ýmsu sem þeir myndu kannski ekki kynnast heima á Íslandi. Reynslan sem sjálfboðaliðar á heilbrigðis- sviði fá út úr þessu er ómetanleg fyrir þá sjálfa. Þeir taka á móti börnum við erfiðar aðstæður og sinna alls kyns neyðarþjónustu. Umhverfið í Naíróbí er ólíkt því á Íslandi. Það bætist stöðugt við fólk í fátækrahverfin og neyð fólksins er mikil vegna sjúkdóma og skorts á hreinlæti.“ Jonah segir mikilvægt að sjálf- boðaliðar á heilbrigðissviði séu búnir með að minnsta kosti tvö ár í námi. „Þeir þurfa að vera aðeins sjóaðir áður en þeir koma út til starfa svo þeir taki ekki tíma frá öðru starfsfólki í þjálfun,“ segir Jonah og bætir við að skortur sé á sjálfboðaliðum í félagsstörf á heilsugæslustöðvunum. „Við þurf- um einnig tannlæknanema. Tann- pína er algeng og fáir tannlæknar á svæðunum sem við störfum á. Við höfum þurft að búa til tannlækna- stofu úr engu og til dæmis notað bílsæti í stað hefðbundins tann- læknastóls. Við fáum mörg tilfelli á dag og það er erfitt fyrir einn tann- lækni að sinna sextíu sjúklingum daglega, dag eftir dag.“ Jonah segir að íhugi fólk að sækja um starf sem sjálfboðaliðar þurfi það fyrst og fremst að hafa í huga þá miklu fátækt sem ríkir í fátækrahverfunum. „Sjálfboðalið- inn hittir fólk sem býr við ótrúlega mikla neyð. Fólk lærir mikið af slíku starfi en kröfurnar eru gífur- lega miklar og álagið líka.“ Jonah segist vona að samstarfið við Ísland eigi eftir að eflast enn frekar í framtíðinni. „Mín von er sú að sjálfboðaliðar verkefnisins verði fleiri í framtíðinni og þeir haldi áfram að nýta sér þau tækifæri sem felast í störfunum á heilsu- gæslustöðvunum í Naíróbí og ann- ars staðar í Kenía. Sjálfboðaliðarnir hafa verið duglegir að afla sjálfir styrkja til starfsins og vonandi gengur það áfram vel í framtíð- inni.“ Dýrmæt reynsla í fátækrahverfum Naíróbí

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.