Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 18
Átján nemar við lækna- og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands unnu sjálfboðaliðastörf í fátækrahverfum í Naíróbí í sumar. Störfin fjölbreytt og ómetanleg reynsla fyrir nemana segir Jonah Kitheka, framkvæmdastjóri Provide International. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni fyrir fólkið í fátækrahverfum Naír- óbí. Þegar sjálfboðaliðarnir koma til starfa eru þeir ekki bara að rétta fólkinu hjálparhönd heldur öðlast þeir dýrmæta reynslu sjálfir,“ segir Jonah Kitheka, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Provide International. Í sumar fóru átján nemar frá lækna- og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands til sjálfboðaliða- starfa í fátækrahverfum Naíróbí, höfuðborgar Kenía. Tvö stærstu fátækrahverfi Afríku eru í Naíróbí. Nemarnir átján unnu á vegum Provide International. Jonah segir starf sjálfboðaliðanna mikilvægt fyrir íbúa Kenía. „Í fátækrahverfunum kynnast þeir ýmsu sem þeir myndu kannski ekki kynnast heima á Íslandi. Reynslan sem sjálfboðaliðar á heilbrigðis- sviði fá út úr þessu er ómetanleg fyrir þá sjálfa. Þeir taka á móti börnum við erfiðar aðstæður og sinna alls kyns neyðarþjónustu. Umhverfið í Naíróbí er ólíkt því á Íslandi. Það bætist stöðugt við fólk í fátækrahverfin og neyð fólksins er mikil vegna sjúkdóma og skorts á hreinlæti.“ Jonah segir mikilvægt að sjálf- boðaliðar á heilbrigðissviði séu búnir með að minnsta kosti tvö ár í námi. „Þeir þurfa að vera aðeins sjóaðir áður en þeir koma út til starfa svo þeir taki ekki tíma frá öðru starfsfólki í þjálfun,“ segir Jonah og bætir við að skortur sé á sjálfboðaliðum í félagsstörf á heilsugæslustöðvunum. „Við þurf- um einnig tannlæknanema. Tann- pína er algeng og fáir tannlæknar á svæðunum sem við störfum á. Við höfum þurft að búa til tannlækna- stofu úr engu og til dæmis notað bílsæti í stað hefðbundins tann- læknastóls. Við fáum mörg tilfelli á dag og það er erfitt fyrir einn tann- lækni að sinna sextíu sjúklingum daglega, dag eftir dag.“ Jonah segir að íhugi fólk að sækja um starf sem sjálfboðaliðar þurfi það fyrst og fremst að hafa í huga þá miklu fátækt sem ríkir í fátækrahverfunum. „Sjálfboðalið- inn hittir fólk sem býr við ótrúlega mikla neyð. Fólk lærir mikið af slíku starfi en kröfurnar eru gífur- lega miklar og álagið líka.“ Jonah segist vona að samstarfið við Ísland eigi eftir að eflast enn frekar í framtíðinni. „Mín von er sú að sjálfboðaliðar verkefnisins verði fleiri í framtíðinni og þeir haldi áfram að nýta sér þau tækifæri sem felast í störfunum á heilsu- gæslustöðvunum í Naíróbí og ann- ars staðar í Kenía. Sjálfboðaliðarnir hafa verið duglegir að afla sjálfir styrkja til starfsins og vonandi gengur það áfram vel í framtíð- inni.“ Dýrmæt reynsla í fátækrahverfum Naíróbí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.