Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 22
FERÐABLAÐ ICELAND EXPRESS 2007
Fyrir þá sem vilja versla er bæði hátíska og lágtíska
og allt þar á milli á Strikinu eða einhverri af litlu
götunum í nágrenni þess. Og það er engin ástæða
til að borða bara síld og smurbrauð. Kaupmanna-
höfn er smekkfull af alls kyns veitingahúsum sem
jafnast á við það besta í Evrópu og skemmtileg
kaffihús, barir og klúbbar eru á hverju strái.
Sérstaklega er gaman að fara í leiðangra um
eitthvert af Bro-hverfunum: Vesterbro, Nørrebro
eða Østerbro, þau hverfi hafa verið í mikilli
uppbyggingu undanfarin ár og iða af lífi.
KÖBEN
Kaupmannahöfn er ein af
elstu og fallegustu borgum
meginlandsins. Hvort sem þú
vilt versla eða borða, fara á
söfn, tónleika eða í leikhús þá
býður þessi gamla höfuðborg
Íslendinga upp á allt sem þarf.
Billund í Danmörku er vinalegur og fjölskylduvænn
bær sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu.
Billund er sennilega þekktastur sem heimabær
Lególands en það má bæta því við að frá Billund er
stutt til háskólabæja eins og Árósa og Horsens þar
sem hundruð Íslendinga stunda nám.
Billund er ekki aðeins
flugstöðin rétt hjá Lególandi
heldur líka dyr að Jótlandi og
Norður-Þýskalandi.
BILLUND
Verð á flugi aðra leið með sköttum
VERÐ FRÁ:
7.995 kr.
Verð á flugi aðra leið með sköttum
VERÐ FRÁ:
7.995 kr.
Í þessu einstaka pakkatilboði bjóðum við upp
á gistingu á Hotel Kong Frederik sem er örfá
skref frá Ráðhústorginu og Strikinu. Þaðan er
hægt að komast í Tívolí eða á Aðalbrautar-
stöðina ef menn vilja út fyrir borgarmörkin.
Við mælum eindregið með að fólk bregði sér
í smørrebrød hjá Ida Davidsen, það toppar
hana enginn.
VERÐ Í TVÍBÝLI
49.900 kr.
HELGARFERÐ
TIL KAUPMANNA-
HAFNAR
INNIFALIÐ: Flug með sköttum,
3 gistinætur á Hotel Kong Frederik,
4 stjörnur, með morgunverði.
Express Ferðir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
2.–5. nóvember
www.expressferdir.is