Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 27
Ýmis hjátrú tengist flutningum og þótt ástæðan fyrir hjátrúnni sé oft fremur órökrétt og óljós má hafa gaman af. Hér á eftir fara nokkrar gamlar tuggur um af hverju sé skynsamlegt að huga við flutninga. Margir kannast við þá íslensku þjóðtrú að það skipti máli hvaða vikudag flutt er inn. Þá er við- kvæðið að mánudagur sé til mæðu, þriðjudagur til þrautar, miðviku- dagur til moldar, fimmtudagur til frama, föstudagur til fjár, laugar- dagur til lukku og sunnudagur til sælu eða sigurs. Miðvikudagur til moldar hefur oftast verið skýrt þannig að sá sem fæddist á miðviku- degi myndi vinna við moldarvinnu eða aðra útivinnu. Í Skaftfellskum þjóðsögum má þó lesa um að þriðju- dagur sé til þroska og miðvikudagur til minnis. Af þessu öllu má ráða að öruggast sé að flytja frá fimmtudegi til sunnudags. Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er ein sú útbreiddasta í heiminum. Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til tvisvar á ári og á þessum degi trúa margir því að forðast beri miklar framkvæmdir þar sem hætta sé á að allt fari úrskeiðis. Kettir eru oftast taldir til góðs á heimilum og víða má finna þá hjátrú að það sé gæfusamlegt að hafa kött með sér þegar flutt er í nýtt húsnæði. Því var trúað að kött- urinn sogaði til sín ógæfu og ill öfl eða að þau tækju sér bólfestu í honum. Sums staðar tíðk- aðist að henda svörtum ketti inn fyrir þröskuldinn á heimili brúðhjóna til að hreinsa andrúmsloftið áður en þau færu inn. Margir kannast við þá hjátrú að það sé slæmur fyrirboði ef svartur köttur hleypur í veg fyrir mann. Kettir hafa því löngum talist vera dulmagnaðar skepnur. Sá gamli siður að bera brúði yfir þröskuld táknar að brúðgum- inn vilji bera konu sína yfir alla þrösk- ulda eða erfið- leika í lífinu og vernda hana. Það væri því fal- lega gert af eig- inmanninum að bera konu sína yfir þröskuld nýs heimilis. Ýmis hjá- trú tengist steinum og talið var að hús sem í væri geymdur svo- kallaður lífs- teinn gæti ekki brunnið. Steinarn- ir eiga að finnast á Jónsmessunótt þegar þeir lifna við og dansa saman þar sem elding hefur komið til jarðar. Auk þessa eiga lífsteinar að geta líf- gað við dauða menn, grætt sár og gert menn ódauðlega. Oft er það svo að vinir og vanda- menn gefa inn- flutningsgjafir en samkvæmt algengri hjátrú ber að varast að gefa hnífa þar sem það getur valdið ósam- komulagi eða vinslitum. Til að forðast það er nóg að borga eitthvert smá- ræði fyrir hníf- inn. Þeir sem trúa á álfa og vilja flytja á svipuðum tíma og þeir ættu samkvæmt þjóðsög- um að flytja um áramótin. Einnig eru til sögur um að álfum sé illa við óvænta flutninga og því beri að gæta þess að sýna virðingu ef ráðist er í að flytja steina eða raska á annan hátt umhverfi álfa. Flutningar og hjátrú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.