Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 32
 18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið gæludýr Lögreglan á Srí Lanka hefur beðið gæludýraeigendur í land- inu að gefa lögreglunni hund- ana sína svo hægt sé að þjálfa þá til lögreglustarfa. Glæpatíðni í landinu er há og er talið nauð- synlegt að lögreglan fái aukinn liðsafla með vel þjálfuðum lög- regluhundum. Hundarnir sem valdir verða til verksins eru sendir í æfinga- búðir þar sem við tekur sex mán- aða þjálfun. Nú eru 170 lögreglu- hundar í landinu sem notaðir eru til ýmissa verka. Um 25 hunda- eigendur hafa boðið fram aðstoð gæludýra sinna og af þeim hafa átján verið valin til framhalds- þjálfunar. Lögreglan vonast til að fá til sín um fimmtíu hunda í þessu átaki. Á Srí Lanka eru 2,3 milljónir hunda og þar búa 19,5 milljónir manna. Gæludýr til vinnu í lögreglunni Flækingshvolpar á strætum Kólombó á Srí Lanka. Lögreglan þar í landi leitar nú eftir hundum til að þjálfa upp og nota sér til aðstoðar. NORDICPHOTOS/AFP Dalsmynni *116 Reykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier Smáhundaræktun Ljósmyndarinn Ragnheiður Guðmundsdóttir, oftast kölluð Heiða, var að eignast hvolpa af Shar-Pei kyni. Foreldrarnir eru rúmlega eins árs hreinræktaðir verðlaunahundar af góðum ættum. Heiða hefur í nógu að snúast í umönnun hvolpanna auk þess sem hún á þrjá aðra hunda. „Þetta er mikil vinna og maður gerir ekki mikið annað á meðan. Það þarf að standa í því allan daginn að vigta og sjá hvort þeir séu að þyngjast. Svo er oft gott eftir smá tíma að gefa með en það fer eftir þyngdinni,“ segir Heiða. Hvolparnir fæddust fyrir tveimur vikum og voru upphaflega fimm talsins en einn drapst. En hvernig hundar eru Shar-Pei hundar? „Þetta eru krumpudýr. Þeir fæðast eðlilegir og eftir því sem þeir stækka verður húðin alltaf meiri. Þegar hundarnir eru orðnir um mánaðargamlir þá fara þeir að vaxa upp í húðina aftur. Á vissu tímabili eru þeir rosalega krumpaðir og stíga ofan á sitt eigið skinn. Þetta nær þá bara allt saman, skottið og lappirnar eru bara í einni kássu,“ lýsir Heiða glettin. Shar-Pei hundar eru uppruna- lega frá Kína en þeir hundar sem til eru í Evrópu eru flestir komnir af átján hundum sem fluttir voru til Ameríku fyrir mörg hundruð árum. Heiða segir enn fremur að hundar af þessu kyni séu mjög húsbóndahollir, hlýðnir og gáfaðir. „Þeir opna dyr og tala mikið með hljóðum og læra strax hvað má og hvað má ekki. Ég á Labradorhund á svipuðum aldri og það tók mun lengri tíma að aga hann. Þessum hundum finnst hrikalegt að láta skamma sig og eru því helst ekki að gera neitt af sér. Þeir þvælast heldur ekki í burtu. Þegar þeir eru orðnir stálpaðir þarf lítið að hafa fyrir þeim þar sem þeir fara bara tvisvar á ári úr hárum og bjarga sér vel sjálfir.“ Öfugt við Labradorinn aðlagast Shar-Pei hundar eigandanum. Ef eigandinn er latur verða þeir eins en ef eigendurnir eru virkir verða hundarnir það líka. Þeir þurfa í raun bara þá hreyfingu sem eigandinn veitir. Hins vegar þarf að gæta hvolpanna vel og vandlega. „Þessir hundar fá oft öndunar- örðugleika og augnsjúkdóma út af krumpunum því þeir eru bæði krumpaðir að utan og innan. Þeir þurfa því að fæðast með góð öndunarfæri. Það þarf að sjá til þess að þeir séu alveg þurrir og setja þá á stað þar sem þeir kólna ekki og enginn dragsúgur er. Þeir þurfa líka að fá nóg að drekka,“ segir Heiða. Nú er einn hvolpurinn lasinn og hann á mjög erfitt með andardrátt og því þarf að gefa honum penisillín, nefdropa, augndropa og hunang til að styrkja hann og aukamjólk sem Heiða býr til sjálf úr eggjarauðum. Spurð hvort þessir hundar veikist oft segir Heiða: „Yfirleitt deyja hvolparnir strax ef það er eitthvað að þeim en ef maður grípur inn í er maður í raun að taka völdin. “ Hundarnir fara með Heiðu í vinnuna og tíkin Sparta hefur mjög gaman af að sitja fyrir og reynir að troða sér inn á myndirnar við hvert tækifæri. Hún tekur á móti gestum í stúdíóinu og fylgist með. „Það hjálpar oft til að hafa hana, sér í lagi þegar ég er að mynda börn því hún situr við brjóstkassann á mér og þá fylgjast börnin með henni og horfa í myndavélina,“ segir Heiða stolt. Heiða ætlar að velja hundunum heimili þegar að því kemur og fer þá í hönd mikið ættleiðingarferli þar sem hún mun íhuga ýmsa þætti. Hundar af þessu kyni kosta um 250.000 krónur. Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina myndi Heiða þó ekki vilja sleppa þessari lífsreynslu. „Það er yndislegt að eiga þá. Maður situr bara allan daginn og gónir og getur ekki látið þá í friði. Svo koma gestir og þeir eru sjúkir í þá og allir búnir að panta sér hvolp,“ segir Heiða alsæl. hrefna@frettabladid.is Hugljúf krumpudýr Systkinakærleikurinn er augljós. Heiða fer oft með hundana í vinnuna í ljósmyndastúdíóið en nálgast má myndir eftir Heiðu á heimasíðunni www.heida.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.