Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 33

Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 33
Gífurlegt skrið hefur orðið á verði keppnishrossa og góðra kynbóta- hryssna undanfarin misseri. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kaupendur og seljendur hrossa á Íslandi hafa frá ómunatíð verið mjög viðkvæmir þegar kemur að því að gefa upp verð á gæðing- um, þótt undantekningar séu á því. LH-HESTAR hafa þó fengið nokkrar staðfestingar sem gefa hugmynd um hvaða upphæðir eru í boði fyrir eftirsóttustu hrossin. Algengt verð á keppnishestum er nú á bilinu ein til þrjár millj- ónir króna, en dýrasti gelding- ur sem LH-HESTAR hafa haft spurnir af á þessu ári seldist á bilinu sex til átta milljónir. Árið 2004 var algengt verð á keppnis- hestum 600 til 800 þúsund krónur og fréttnæmt þótti ef hestur seld- ist á eina milljón og þar yfir. Nú er varla hægt að finna lítið tam- inn fola undir 500 þúsundum ef hann lyftir löppum, eins og hesta- menn komast að orði, og allar tölur undir milljón fyrir líkleg- an keppnishest eru varla til um- ræðu. Hestar sem náð hafa ár- angri í keppni eru á fyrrgreindu verðbili, ein til þrjár milljónir, og fer það eftir því í hvaða grein þeir eru bestir. Töltarar og klár- hestar eru í hærri verðflokki en skeiðhestar/alhliða hestar. Fyrstu verðlaunahryssur (hryssur með 8,0 eða meira í aðaleinkunn) fást nú varla undir tveimur milljónum og betri hryss- ur í þeim flokki seljast á þrjár til fimm milljónir króna og þaðan af meira. Eftirsóttustu hryssurnar seljast á tíu til fimmtán milljónir. Ótrúlegasta verðtilboð sem LH- HESTAR hafa heyrt um og fengið staðfest er 20 milljónir í hestfol- ald. Folaldið á til frægra að telja og tveir bræður þess sammæðra eru eftirsóttir stóðhestar. Eigandi folaldsins hafnaði þó tilboðinu og sagði í samtali við LH-HESTA: „Ef maður getur ekki átt eitthvað af þessum skástu bikkjum sínum þá verður maður að spyrja sig hvers vegna maður ætti að halda áfram í hestamennsku.“ Tuttugu milljóna tilboði í hestfolald hafnað Lukka frá Stóra-Vatnsskarði er án efa sú hryssa sem hvað mesta athygli hefur vakið á þessu ári. Hún er nú hæst dæmda íslenska kynbótahryssa í heimi í sex vetra flokki. Ýmsir væru án efa tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkan grip. MYND/JENS EINARSSON Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, segir að námsbraut í hesta- mennsku hafi jákvæð áhrif á skólahaldið og sé þýðingarmikil fyrir Suðurland sem skólasvæði. Nokkrir nemendur við skól- ann hafi valið FSU vegna hesta- brautarinnar en að öðrum kosti hefðu þeir farið annað. Öll verk- leg kennsla fer fram á Votmúla, sem er rétt utan við Selfoss. Þar er reiðhöll og hesthús í sama húsi og fimmtán skólahestar eru þar á fóðrun. Nemendur geta einnig komið með eigin hesta eftir fyrstu önn, ef þeir kjósa, en þá eru þeir á húsi á næsta bæ, Austurkoti, sem er aðeins steinsnar frá. Hesta- brautin við FSU er 52 einingar og fjórar annir. Gott fyrir FSU „Sveitarfélög sem hlúa vel að hestamönnum ná forskoti þegar til lengri tíma er litið,“ segir Harald- ur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Haraldur segir að stórauk- ið umfang hestamennsku í land- inu kalli á framtíðarskipulag hest- húsabyggða og reiðvega. Því fylgi að sjálfsögðu aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin en á móti komi að tekjur ríkis og sveitarfélaga af hestatengdri ferðaþjónustu og at- vinnurekstri og þjónustu í hesta- mennsku séu margfaldar á við það. Sjá viðtal bls. 2. Ná forskoti Eigendur og knapar bestu keppn- ishrossa í útlöndum geta hagnast verulega þegar vel gengur. Stór- fyrirtæki keppast við að veita verð- launafé í mót og keppni af ýmsu tagi: „Dressur, eventing, jumping, driving“ og svo framvegis. Ekki er um neinar smáupphæð- ir að ræða, allt frá fimm og upp í 22 milljónir króna í heildarverð- laun. Til dæmis má nefna að Isa- bell Werth á hinum ellefu vetra Warum Nicht FRH fékk um sjö milljónir króna í fyrstu verðlaun á Rolex FEI World Cup Dressur-móti í Las Vegas á þessu ári, en það eru talin hæstu peningaverðlaun sem veitt hafa verið í Dressur-keppni til þessa. Vegleg pen- ingaverðlaun En það er ekki bara gróðavon í útlöndum. Í Meistaradeild VÍS, mótaröð sem haldin hefur verið í Ölfushöllinni undanfarin ár, er umtalsvert verðlaunafé í boði. Á síðasta keppnistímabili voru hátt í fjórar milljónir króna í pottinum og sá knapi sem hafði mest upp úr krafsinu var Viðar Ingólfsson, samanlagður sigurvegari deildar- innar, en hann fékk um eina millj- ón króna í sinn hlut. Úrtaka fyrir Meistaradeildina hefur þegar farið fram og reiknað er með að fyrsta mótið í röðinni verði haldið í byrjun febrúar á næsta ári. Gróðavon í Meistaradeild Norðmenn keyptu fjóra af keppn- ishestum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hafa þar með styrkt hestakost sinn verulega. Ís- landsmeistarinn í fjórgangi, Svaki frá Holtsmúla, er einn þeirra. Tveir hestar fóru til Danmerk- ur, báðir til sama aðila sem reynd- ar er Íslendingur. Einn fór til Þýskalands, einn til Svíþjóðar og einn til Frakklands. Sjá bls. 4. Fjórir ásar til Noregs Svaki frá Holtsmúla. MYND/ÖRN KARLSSON Fjár- og stóðréttir voru víða um land um síðastliðna helgi. „Litlu stóðréttirnar“ í Skagafirði og Húnaþingi: Réttað var þá í Silfra- staðarétt, Skarðarétt, Staðarrétt, Hlíðarrétt og Skrapatungurétt. Veður var víðast hvar gott á föstu- dag en rysjótt á laugardag, eink- um þó sunnanlands. Og þótt bæði hrossum og fé hafi fækkað í rétt- um fjölgar fólkinu jafnt og þétt og enginn lét veðrið á sig fá. Rign- ing og slydda eru bara hluti af skemmtuninni. Segja má að stóð- og fjárréttir séu að verða árviss fjölskylduskemmtun þar sem eng- inn lætur sig vanta og má þar sjá bæði kornabörn og gamalmenni í hjólastól. Stóðréttir í algleymingi Sigurður Sigursveinsson ásamt kenn-urum. ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSTÍLL lh hestar Verslunin Hestar og menn er flutt í nýtt 450 fermetra húsnæði við Ög- urhvarf 1, sem er við Breiðholts- brautina skammt frá Fákssvæð- inu, við gatnamótin þar sem ekið er af Breiðholtsbrautinni áleiðis að Heimsenda og Andvara. Má því segja að verslunin sé í hjarta hest- húsahverfa höfuðborgarsvæðis- ins. Aðaleigendur verslunarinnar eru Ólafur Örn Karlsson, Valdi- mar Örn Flygenring og Magn- ús Andrésson ásamt fleirum, en framkvæmdastjóri er Gyða Jóns- dóttir. Þess er rétt að geta að nú stendur yfir útsala hjá Hestum og mönnum og sjálfsagt að nota tæki- færið og búa sig undir veturinn. Hestar og menn í Ögurhvarfið Verslunarstúlkur í Hestum og mönnum. Gyða Jónsdóttir lengst til vinstri. MYND/JENS EINARSSON ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 Þessi mynd var tekin í Skaftholtsrétt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er óhætt að segja að hún sýni gagnkvæmt traust. Laufskálarétt í Hjaltadal laugardaginn 29. sept. kl. 13.00, Þverárrétt í Vesturhópi laugardaginn 29. sept. kl. 13.00, Tungurétt í Svarfaðardal laugardaginn 6. okt. kl. 10.00 Víðidalstungurétt í Víðidal laugardaginn 6. okt. kl. 10.00 NÆSTU STÓRU STÓÐRÉTTIRNAR: M YN D /EIN A R JEN SSO N Hestamenn og hrossabændur halda hátíð í nóvember BLS. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.