Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 33
Gífurlegt skrið hefur orðið á verði keppnishrossa og góðra kynbóta- hryssna undanfarin misseri. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kaupendur og seljendur hrossa á Íslandi hafa frá ómunatíð verið mjög viðkvæmir þegar kemur að því að gefa upp verð á gæðing- um, þótt undantekningar séu á því. LH-HESTAR hafa þó fengið nokkrar staðfestingar sem gefa hugmynd um hvaða upphæðir eru í boði fyrir eftirsóttustu hrossin. Algengt verð á keppnishestum er nú á bilinu ein til þrjár millj- ónir króna, en dýrasti gelding- ur sem LH-HESTAR hafa haft spurnir af á þessu ári seldist á bilinu sex til átta milljónir. Árið 2004 var algengt verð á keppnis- hestum 600 til 800 þúsund krónur og fréttnæmt þótti ef hestur seld- ist á eina milljón og þar yfir. Nú er varla hægt að finna lítið tam- inn fola undir 500 þúsundum ef hann lyftir löppum, eins og hesta- menn komast að orði, og allar tölur undir milljón fyrir líkleg- an keppnishest eru varla til um- ræðu. Hestar sem náð hafa ár- angri í keppni eru á fyrrgreindu verðbili, ein til þrjár milljónir, og fer það eftir því í hvaða grein þeir eru bestir. Töltarar og klár- hestar eru í hærri verðflokki en skeiðhestar/alhliða hestar. Fyrstu verðlaunahryssur (hryssur með 8,0 eða meira í aðaleinkunn) fást nú varla undir tveimur milljónum og betri hryss- ur í þeim flokki seljast á þrjár til fimm milljónir króna og þaðan af meira. Eftirsóttustu hryssurnar seljast á tíu til fimmtán milljónir. Ótrúlegasta verðtilboð sem LH- HESTAR hafa heyrt um og fengið staðfest er 20 milljónir í hestfol- ald. Folaldið á til frægra að telja og tveir bræður þess sammæðra eru eftirsóttir stóðhestar. Eigandi folaldsins hafnaði þó tilboðinu og sagði í samtali við LH-HESTA: „Ef maður getur ekki átt eitthvað af þessum skástu bikkjum sínum þá verður maður að spyrja sig hvers vegna maður ætti að halda áfram í hestamennsku.“ Tuttugu milljóna tilboði í hestfolald hafnað Lukka frá Stóra-Vatnsskarði er án efa sú hryssa sem hvað mesta athygli hefur vakið á þessu ári. Hún er nú hæst dæmda íslenska kynbótahryssa í heimi í sex vetra flokki. Ýmsir væru án efa tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkan grip. MYND/JENS EINARSSON Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, segir að námsbraut í hesta- mennsku hafi jákvæð áhrif á skólahaldið og sé þýðingarmikil fyrir Suðurland sem skólasvæði. Nokkrir nemendur við skól- ann hafi valið FSU vegna hesta- brautarinnar en að öðrum kosti hefðu þeir farið annað. Öll verk- leg kennsla fer fram á Votmúla, sem er rétt utan við Selfoss. Þar er reiðhöll og hesthús í sama húsi og fimmtán skólahestar eru þar á fóðrun. Nemendur geta einnig komið með eigin hesta eftir fyrstu önn, ef þeir kjósa, en þá eru þeir á húsi á næsta bæ, Austurkoti, sem er aðeins steinsnar frá. Hesta- brautin við FSU er 52 einingar og fjórar annir. Gott fyrir FSU „Sveitarfélög sem hlúa vel að hestamönnum ná forskoti þegar til lengri tíma er litið,“ segir Harald- ur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Haraldur segir að stórauk- ið umfang hestamennsku í land- inu kalli á framtíðarskipulag hest- húsabyggða og reiðvega. Því fylgi að sjálfsögðu aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin en á móti komi að tekjur ríkis og sveitarfélaga af hestatengdri ferðaþjónustu og at- vinnurekstri og þjónustu í hesta- mennsku séu margfaldar á við það. Sjá viðtal bls. 2. Ná forskoti Eigendur og knapar bestu keppn- ishrossa í útlöndum geta hagnast verulega þegar vel gengur. Stór- fyrirtæki keppast við að veita verð- launafé í mót og keppni af ýmsu tagi: „Dressur, eventing, jumping, driving“ og svo framvegis. Ekki er um neinar smáupphæð- ir að ræða, allt frá fimm og upp í 22 milljónir króna í heildarverð- laun. Til dæmis má nefna að Isa- bell Werth á hinum ellefu vetra Warum Nicht FRH fékk um sjö milljónir króna í fyrstu verðlaun á Rolex FEI World Cup Dressur-móti í Las Vegas á þessu ári, en það eru talin hæstu peningaverðlaun sem veitt hafa verið í Dressur-keppni til þessa. Vegleg pen- ingaverðlaun En það er ekki bara gróðavon í útlöndum. Í Meistaradeild VÍS, mótaröð sem haldin hefur verið í Ölfushöllinni undanfarin ár, er umtalsvert verðlaunafé í boði. Á síðasta keppnistímabili voru hátt í fjórar milljónir króna í pottinum og sá knapi sem hafði mest upp úr krafsinu var Viðar Ingólfsson, samanlagður sigurvegari deildar- innar, en hann fékk um eina millj- ón króna í sinn hlut. Úrtaka fyrir Meistaradeildina hefur þegar farið fram og reiknað er með að fyrsta mótið í röðinni verði haldið í byrjun febrúar á næsta ári. Gróðavon í Meistaradeild Norðmenn keyptu fjóra af keppn- ishestum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hafa þar með styrkt hestakost sinn verulega. Ís- landsmeistarinn í fjórgangi, Svaki frá Holtsmúla, er einn þeirra. Tveir hestar fóru til Danmerk- ur, báðir til sama aðila sem reynd- ar er Íslendingur. Einn fór til Þýskalands, einn til Svíþjóðar og einn til Frakklands. Sjá bls. 4. Fjórir ásar til Noregs Svaki frá Holtsmúla. MYND/ÖRN KARLSSON Fjár- og stóðréttir voru víða um land um síðastliðna helgi. „Litlu stóðréttirnar“ í Skagafirði og Húnaþingi: Réttað var þá í Silfra- staðarétt, Skarðarétt, Staðarrétt, Hlíðarrétt og Skrapatungurétt. Veður var víðast hvar gott á föstu- dag en rysjótt á laugardag, eink- um þó sunnanlands. Og þótt bæði hrossum og fé hafi fækkað í rétt- um fjölgar fólkinu jafnt og þétt og enginn lét veðrið á sig fá. Rign- ing og slydda eru bara hluti af skemmtuninni. Segja má að stóð- og fjárréttir séu að verða árviss fjölskylduskemmtun þar sem eng- inn lætur sig vanta og má þar sjá bæði kornabörn og gamalmenni í hjólastól. Stóðréttir í algleymingi Sigurður Sigursveinsson ásamt kenn-urum. ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSTÍLL lh hestar Verslunin Hestar og menn er flutt í nýtt 450 fermetra húsnæði við Ög- urhvarf 1, sem er við Breiðholts- brautina skammt frá Fákssvæð- inu, við gatnamótin þar sem ekið er af Breiðholtsbrautinni áleiðis að Heimsenda og Andvara. Má því segja að verslunin sé í hjarta hest- húsahverfa höfuðborgarsvæðis- ins. Aðaleigendur verslunarinnar eru Ólafur Örn Karlsson, Valdi- mar Örn Flygenring og Magn- ús Andrésson ásamt fleirum, en framkvæmdastjóri er Gyða Jóns- dóttir. Þess er rétt að geta að nú stendur yfir útsala hjá Hestum og mönnum og sjálfsagt að nota tæki- færið og búa sig undir veturinn. Hestar og menn í Ögurhvarfið Verslunarstúlkur í Hestum og mönnum. Gyða Jónsdóttir lengst til vinstri. MYND/JENS EINARSSON ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 Þessi mynd var tekin í Skaftholtsrétt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er óhætt að segja að hún sýni gagnkvæmt traust. Laufskálarétt í Hjaltadal laugardaginn 29. sept. kl. 13.00, Þverárrétt í Vesturhópi laugardaginn 29. sept. kl. 13.00, Tungurétt í Svarfaðardal laugardaginn 6. okt. kl. 10.00 Víðidalstungurétt í Víðidal laugardaginn 6. okt. kl. 10.00 NÆSTU STÓRU STÓÐRÉTTIRNAR: M YN D /EIN A R JEN SSO N Hestamenn og hrossabændur halda hátíð í nóvember BLS. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.