Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 36

Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 36
4 18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGURlh hestar Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir í pistli á heimasíðu ÍSÍ að íslenski hesturinn sé orðinn grundvöllur umfangsmikils íþrótta- og menn- ingarstarfs á alþjóðavettvangi. Ólafur, sem var gestur á HM07 í Oirschot í Hollandi, segir að nokk- urs misskilnings hafi gætt hjá ýmsum aðilum hér heima varðandi heimsmeistaramótin, sem jafn vel hafi talið að þar væru fáeinir Ís- lendingar að keppa hver við annan undir digurbarkalegum merkjum HM. Sannleikurinn sé hins vegar sá að Ísland er aðeins ein keppn- isþjóð af átján í alþjóðlegum sam- tökum um íslenska hestinn, FEIF, sem stofnuð voru 1969. Ólafur segir að sú staðreynd að FEIF hafi ávallt haldið tryggð og trúnaði við tilvísun til Íslands sem uppruna þessarar hestategund- ar sé nokkuð sem við Íslendingar ættum að vera stoltir af. „Heimsmeistaramót íslenska hestsins er vissulega miklu meira en íþróttaviðburður. Hér er um menningarviðburð að ræða, og landkynningu sem nær langt út fyrir mörk auglýsinga og mark- aðsstarfs. Fellur það vel að kjörorðum Landssambands hestamannafé- laga: Íþrótt – menning – lífsstíll,“ segir Ólafur Rafnsson. Útgerð íslenska landsliðsins í hestaíþrótt- um kostar 15 til 20 milljónir króna það ár sem heimsmeistaramót er haldið. Farmurinn sem fluttur er yfir hafið: hestar, fóður og annar búnaður, vegur um fimm til sjö tonn og eru þá knapar og þeirra farangur ekki taldir með. Heldur minna kostar að gera liðið út á Norð- urlandamótin, sem einnig eru haldin annað hvert ár, þannig að verkefnin eru árleg. Það er landsliðsnefnd LH sem sér um að skipuleggja og afla fjár fyrir landsliðið og sú vinna er öll lögð fram í sjálfboðavinnu. Formaður nefnd- arinnar er Bjarnleifur Árni Bjarnleifsson, en hann er einnig formaður Gusts í Kópavogi. „Ef við héldum saman vinnustundunum sem fara í þetta þá held ég að það væri eng- inn eftir í nefndinni,“ segir Bjarnleifur og hlær þegar hann er spurður hve margar vinnustund- ir hefðu farið í undirbúninginn. „Við höfum hins vegar kynnst mörgu góðu og skemmtilegu fólki og árangur liðsins hefur verið eitthvað til að gleðjast yfir. Ég vil nota tækifærið og þakka styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn og liðsstjórunum fyrir vel unnið verk. Ég vil líka nefna að okkur þykir það stórt skref fram á við að RÚV sýndi beint frá HM2007 í Hollandi nokkra daga í röð. Við þurfum á því að halda að auka sýnileika okkar. Ég vil líka óska okkur hestamönnum til hamingju með þetta blað, LH- HESTA, þetta er framfaraspor.“ Landslið Íslands fór frækna för á Heims- meistaramót íslenska hestsins í Hollandi og unnu knapar liðsins til margra verð- launa. Finna má öll úrslit mótsins á www. feif.org. Samkvæmt ákvæðum laga um búfjársjúkdóma er óheimilt að flytja þá hesta heim aftur sem á annað borð fara úr landi. Að þessu sinni fóru ellefu keppnis- hestar frá Íslandi á HM2007 í Hollandi, átta hestar í liðinu áttu heimili á meginlandinu. Ávallt er forvitnilegt að vita hver verða þeirra nýju heimkynni. Kraftur frá Bringu, tvisvar sinnum tvöfaldur Íslandsmeistari í tölti og fimmgangi, var seld- ur til Svíþjóðar en það er fjölskyldan Bonn- evier sem keypti hestinn. Heimir Gunnars- son mun þjálfa hann en ekki er vitað hvort stefnan hefur verið sett á frekari keppni eða sýningar. Svaki frá Holtsmúla, Íslandsmeist- ari í fjórgangi, fór til Noregs. Kaupandinn er Åselene Echoff, sem meðal annars á hestana frá V-Leirárgörðum, Ræsi frá Feti og glæsi- hestinn Gest frá Stallgården, sem keppt hefur á nokkrum HM og nú síðast var það dóttir Ås- elene, Mia Echoff, sem keppti á honum í ung- mennaflokki. Svaki mun verða næsti keppnis- hestur hennar. Rune Svendsen keypti stóðhestinn Frán frá V-Leirárgörðum. Rune er gamall í hettunni í Íslandshestunum í Noregi, hefur talsvert verið í keppni, meðal annars á HM-´99 á Hug frá Stóra-Hofi, sem nú var hestur Elin Johans- sen. Hárekur frá Vindási fór einnig til Noregs. Kaupendur hans eru Tina Kirkås og Knut Axel Ugland, sem meðal annars eiga hina þekktu stóðhesta Trú frá Wetsinghe og Þokka frá Kýr- holti. Tina var í norska landsliðinu á HM05 og var í úrslitum í T2 á hesti sínum Randvar. Hin norska Lene Wenaas keypti töltarann og klárhestinn Vatnar frá Vatnsholti. Lene höndlar með hestavörur, meðal annars kulda- galla sem þekktir eru hér á landi hjá hesta- fólki. Hún á 1. verðlauna stóðhestinn Bjarka frá Stall Wenaas og 1. verðlauna hryssuna Heklu frá Þóreyjarnúpi. Skeiðhesturinn og heimsmeistarinn Kolbeinn frá Þóroddsstöð- um fór til Danmerkur en kaupandi hans er hinn kunni knapi Agnar Snorri Stefánsson, sem nú er búsettur þar í landi. Agnar Snorri keypti einnig Sporð frá Höskuldsstöðum, sem var hestur Camillu Petru Sigurðardóttur á HM07, en Agnar Snorri átti Sporð áður og seldi Camillu. Órator frá Grafarkoti fór til Þýskalands. Kaupendur eru Peter og Stephanie Nagel en þau eiga mörg góð íslensk hross, svo sem heimsmeistarann í fjórgangi, Bassa frá Möðruvöllum, og stóðhestinn Hraunar frá Kirkjuferjuhjáleigu. Einnig eiga þau hlut í stóðhestinum Víði frá Prestsbakka. Frakkinn Pascale Kugler keypti stóðhestinn Dalvar frá Auðsholtshjáleigu en hann á einnig stóðhest- inn Geysi frá Sigtúni, Gustsson frá Hóli. Aðeins tvö hross úr íslenska liðinu eru óseld en það er stóðhesturinn og skeiðhestur- inn Flugar frá Holtsmúla, sem er í eigu Sig- urðar Ragnarssonar, og Finna frá Feti, en það var reyndar ekki á dagskrá að selja hana strax, heldur þjálfa hana frekar ytra. Flugar er nú í þjálfun hjá Magnúsi Skúlasyni í Sví- þjóð og er stefnt með hann á skeiðmeistara- mótið í Þýskalandi í haust. Hvert fóru HM gæðingar? Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu var fremstur meðal jafningja í íslenska liðinu, varð heimsmeistari í fimm- gangi og annar í tölti. Kraftur var seldur til Svíþjóðar. MYND/ÖRN KARLSSON Íslenskir áhorfendur hvetja sína menn. Á myndinni má sjá Bjarnleif í miklum ham. MYND/JENS EINARSSON Höldum ekki saman vinnu- stundunum – en þetta er gaman Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ. Fyrstu kappreiðar á hestum hér á landi eru taldar hafa verið haldnar á Oddeyri við Akureyri þjóðhátíð- arárið 1874. Munu kappreiðarnar hafa verið hluti af annarri hátíðar- dagskrá og verðlaunum heitið. Brautin var 280 faðma löng en tími var ekki mældur og ekki er vitað hvort keppt var í stökki eða skeiði eða hvoru tveggja. Fyrstu formlegu kappreiðarnar voru hins vegar svokallaðar Mela- kappreiðar, sem haldnar voru ár- lega frá 1897 til 1909 og voru jafn- an eitt af skemmtiatriðunum á þjóðhátíð Reykvíkinga. Keppt var í stökki og skeiði og tími tekinn á kappreiðahestunum. Melakapp- reiðarnar voru stórviðburður á sínum tíma og vöktu mikla athygli á hestinum. Hestamannafélagið Fákur var fyrsta formlega hestamannafélag landsins, stofnað 24. apríl 1922. Fé- lagið var forystuafl í hestamennsk- unni í landinu í áratugi. Það studdi meðal annars við stofnun annarra hestamannafélaga víðar um landið og má þar nefna Glað í Dalasýslu 1928, Létti á Akureyri 1928, Sleipni í Árnessýslu 1929, Faxa í Borgar- firði 1933, og Léttfeta á Sauðár- króki 1933. Fyrsta stórsýning á hestum hér á landi var hins vegar haldin á vegum Búnaðarfélags Íslands 1947 og þarf ekki að efa að þar hefur Gunnar Bjarnason átt stóran hlut að máli. Var sýningin hluti af stórri landbúnaðarsýningu sem hald- in var í tilefni af 110 ára afmæli BÍ. Á þessari sýningu var Sleipn- isbikarinn veittur í fyrsta sinn og var hann veittur þeim stóðhesti sem þótti álitlegastur til reiðhest- aræktunar. Það var Skuggi 201 frá Bjarnanesi sem hlaut bikarinn. Landssamband hestamannafé- laga var stofnað í Baðstofu iðnað- armanna 18. desember 1949. Tólf hestamannafélög lögðu grunn- inn. Gunnar Bjarnason stýrð- ii undirbúningsvinnu að stofn- un sambandsins en fyrsti for- maður þess var H. J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum L.H. segir meðal ann- ars: „Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta …“ Hafrar &bygg Langt út fyrir mörk auglýs- inga og markaðsstarfs Pitstop – góð vara, frábært verð og framúrskarandi þjónusta Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða. Gæðakaffi, nettengd tölva, tímarit og blöð – fyrir þig meðan þú bíður. Nú á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – þjónusta í fyrirrúmi. Hjallahrauni 4 Hfj. 565 2121 Dugguvogi 10 568 2020 Skeifunni 5 568 2025 Triangle Snow Lion Heilsársmunstur sem gefur gott grip. Hentar undir allar gerðir fólksbíla og smájeppa. Góð heilsársdekk á frábæru verði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.