Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 57

Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 57
Í Þjóðleikhúsinu standa nú yfir æfingar á Ham- skiptunum. Leikgerð Davids Farr og Gísla Arnar Garðarssonar byggir á víðfrægri skáldsögu Franz Kafka. Hamskiptin voru frumsýnd í London fyrir ári við gríðarlega góðar undirtektir. Sýningin var meðal annars tilnefnd til hinna virtu Evening Standard verðlauna, og gagnrýnandi The Guardian gaf henni fimm stjörnur. „Í kjölfarið bauð Þjóðleikhúsið okkur að sýna hér, sem opnunarsýningu fyrir haustið. Við þáðum það,“ sagði Gísli. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á leikarahópnum. Elva Ósk Ólafsdóttir og Ólafur Egill Egils- son koma ný inn í verkið, en Gísli Örn, Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir halda sínum hlutverkum. Gísli sagði æfingar ganga vel, en um ár er síðan leikhópurinn tókst síðast á við verkið. „Svo týndist reyndar aðeins af leikmyndinni. Við þurftum að flytja hana alla heim frá Englandi. Hún var í geymslu þar, og hluta af henni var óvart hent, svo við höfum þurft að smíða svolítið inn í hana,“ sagði hann. Sýningum lýkur í síðasta lagi í byrjun desember. „Verkið fer aftur á svið í London í janúar, svo leik- myndin þarf að fara í desember,“ útskýrði Gísli. Þar á eftir fer sýningin í leikferð um allt England, með Birni Thors og Unni Ösp í hlutverkum Gísla Arnar og Nínu Daggar. Enskur leikari mun líklega taka við hlutverki Ingvars. Leikararnir Ryan Phillippe og Sean Bean hafa tekið að sér aðalhlutverkin í víkingamyndinni Last Battle Dreamer. Myndin gerist á áttundu öld og fjallar um víkinginn Þórfinn (Phillippe) sem ræðst inn í Bretland ásamt eldri bróður sínum Hákoni (Bean). Um ástarsögu er að ræða þar sem eldur og blóðsúthelling- ar fá einnig að njóta sín. Ekki er langt síðan Phillippe lék í Flags of Our Fathers hér á landi og hver veit nema hann hafi smitast af víkingabakteríunni við þær tökur. Tökur á myndinni hefjast síðar á þessu ári. Víkingar í nýrri mynd Fjórar splunkunýjar spænskar kvikmyndir verða sýndar á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 27. septem- ber. Myndirnar sem sýndar verða heita Ég (Yo), Dökkblár næstum svartur (Azuloscurocasi- negro), Járnbrautarstjörnur (Estrellas de la Linea) og Campillo, já (Campillo, sí, quiero). Sú síðastnefnda verður frumsýnd á hátíðinni. Myndirnar verða sýndar í flokknum Sjónarrönd sem hefur fylgt hátíðinni um langa hríð. Í flokknum er eitt þjóðland tekið fyrir og nýjar myndir þaðan sýndar. Í fyrra bar Danmörku við sjónarrönd og árið þar á undan var kvikmyndagerð frá Íran gert hátt undir höfði. Spánn í sviðsljósinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.