Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 60

Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 60
Á sunnudagskvöldið voru 59. Emmy-verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles. Mafíuþátturinn The Sopranos fékk flest verðlaun en sigurinn varð þó ekki jafn stór og búist hafði verið við. The Sopranos, með Tony og félögum hans frá New Jersey, hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti þátturinn, og hafði þar betur í baráttunni við Boston Legal, Grey‘s Anatomy, Heroes og House en síðasta þáttaröðin um mafíu- fjölskylduna frægu var sýnd í Bandaríkjunum í sumar. 30 Rock markar upphafið að markvissri endurreisn ferilsins hjá leikaranum Alec Baldwin og hlaut Emmy- verðlaunin sem besti gaman- þátturinn. En þó að sigur The Sopranos hafi verið fyrirsjáanlegur voru ekki margir sem höfðu rétt fyrir sér þegar kom að leikaraverðlaununum. James Spader hafði James Gandolf- ini undir og var valinn besti leikar- inn, en hann fer á kostum í laga- þáttunum Boston Legal. „Mér líður eins og ég hafi stolið peningahlassi af mafíunni og að hún sitji hérna öll beint fyrir framan mig,“ sagði Spader af þessu tilefni. Sigur Sally Field fyrir Brothers & Sisters kom einnig þægilega óvart en fyrir fram höfðu flestir búist við því að Edie Falco úr The Sopranos færi með sigur af hólmi. Í gamanþáttaflokknum skaut America Ferrera úr Ugly Betty keppinautum sínum ref fyrir rass og var valin besta gamanleikkonan og Ricky Gervais hlaut sömu útnefningu í karlaflokknum. Landi Gervais, Helen Mirren, bætti síðan enn einum verðlaunagripnum í safnið þegar hún hlaut Emmy- verðlaunin fyrir bestu frammi- stöðuna í framhaldsmyndaflokkn- um um Jane Tennison í Prime Suspect. „Ég gæti sagt margt um amerísku þjóðina en eitt einkennir hana og það er gjafmildi,“ sagði Mirren við áhorfendur. Að endingu var varaforsetinn fyrrverandi, Al Gore, heiðraður fyrir sjónvarpsstöðina Current TV sem byggist á sköpunarverki áhorfendanna. Gestir Kodak-hallar- innar risu úr sætum og klöppuðu vel og lengi fyrir Gore en hann sagði að hann vildi með þessari hugmynd endurskapa umræðuna um bandarískt lýðræði. Lindsay Lohan er leið á, og á leið frá, Hollywood, ef eitthvað má marka upp- lýsingarnar sem faðir hennar, Michael Lohan, gaf breska blaðinu News of the World. Hann heimsótti dóttur sína á meðferðarheimili í Utah í síðustu viku, en þá höfðu feðginin ekki sést í þrjú ár. „Um leið og hún sá mig hljóp hún í fangið á mér og settist í kjöltuna á mér eins og lítið barn og grét,“ segir Michael. Hann ljóstraði því upp að Lindsay myndi flytja frá Hollywood til að halda sér frá eiturlyfjunum. „Hún sagði að hún vildi ekki búa í Hollywood, þar sem allt hið slæma í lífi hennar gerist þar. Hún sagði: „Ég hata Hollywood og ég vil ekki vinna þar. Ég þarf pásu og ætla að flytja þaðan.“ Hann er sjálfur óvirkur alkóhólisti og eiturlyfjaneytandi. „Lindsay sagði: „Ég er alveg eins og þú, pabbi.“ Eins sárt og það er, þá verð ég að viðurkenna að það er rétt hjá henni,“ segir Michael. Hann er þó sannfærður um að Lindsay takist að forðast eiturlyfin. „Hún sagðist hafa kvatt þau að eilífu. Ég leit í augun á henni og sá að hún meinti það algjör- lega,“ segir Michael. Hefur notað öll eiturlyf Leikkonan Angelina Jolie segist hafa notað öll eiturlyf sem til eru en hún hafi hætt allri neyslu fyrir löngu. „Ég hef notað kókaín, heróín, alsælu, LSD, allt sem til er,“ sagði Jolie. „Það sem hafði verst áhrif á mig var hass. Mér leið eins og asna og ég þoli það ekki.“ Jolie minnist þess að hafa tekið inn LSD áður en hún fór í Disneyland. „Ég fór að hugsa um Mikka mús sem lítinn miðaldra mann í búningi og hann er orðinn þreyttur á lífinu,“ sagði hún og bætti við: „Þessi eiturlyf geta verið hættu- leg ef þú notar þau ekki á jákvæðan hátt. Ég hætti að nota þau fyrir löngu.“ Jolie var á sínum yngri árum þekkt óknytta- stúlka en eftir að hún kom sér upp stórri fjölskyldu með leikaranum Brad Pitt hefur hún róast til mikilla muna og ætlar sér ekki að snerta á eiturlyfjum framar. Lindsay flytur frá Hollywood VERÐLAUNAFLOKKAR: BESTA MYND AÐ MATI DÓMNEFNDAR: 100.000 KR. OG VERÐLAUN FRÁ EYMUNDSSON BESTA FRUMSAMDA HANDRIT AÐ MATI DÓMNEFNDAR: 50.000 KR.OG VERÐLAUN FRÁ EYMUNDSSON DAGSKRÁ: KL. 12 - 14 UMRÆÐA UM HANDRITAGERÐ MEÐ OTTÓ G. BORG (ASTRÓPÍA) KL. 14 - 16 STUTTMYNDAKEPPNI LJÓSVAKALJÓÐA SETNING 5-8 VALDAR STUTTMYNDIR SÝNDAR AFHENDING VERÐLAUNA REGLUR: ALDUR: 15-25 ÁRA LENGD: UM 20 MÍN. MYND EKKI ELDRI EN 1 ÁRS MYND SÝND Á ÁBYRGÐ KEPPENDA SKIL: MINIDV EÐA DVD ÁSAMT ALMENNUM UPPLÝSINGUM SENDIST Á ZIK ZAK FILMWORKS, HVERFISGÖTU 14A, 101 REYKJAVÍK FREKARI UPPLÝSINGAR WWW.LJOSVAKALJOD.IS LJOSVAKALJOD@FILMFEST.IS SKILAFRESTUR ER ÞRIÐJUDAGURINN 25. SEPTEMBER 100.000 KR. FYRIR BESTU MYND ÓKEYPIS AÐGANGUR TJARNARBÍÓI LAUGARDAGINN 29. SEPT KL. 12:00 - 16:00 aðalstyrktaraðili: SKILAFRESTUR 7 DAGAR STUTTMYNDAKEPPNIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.