Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 72

Fréttablaðið - 18.09.2007, Síða 72
Fá umræðuefni þykja skemmtilegri umræðuefni en hörmungar. Þá einkum og sér í lagi þegar þær snúa að þjáningum fal- legs fólks sem hefur átt velgengni að fagna. Öll vitum við af hungri, sjúkdómum og kúgun í heiminum en það er viðvarandi og víðfeðmt vandamál sem erfitt er að persónu- gera og því fremur óheppilegt skemmtiefni yfir kaffibolla eða netskrifum. Hin laglega McCann- fjölskylda hefur aftur á móti verið fullkominn efniviður góðs kjafta- gangs. Bretlandi hefur þessi fjölskylda verið á forsíðu fjölda blaða nær daglega frá því litla stúlkan hvarf í byrjun maí. Á ferð minni um Bret- land fyrir skömmu fylgdist ég grannt með umfjöllun um málið og dró þá ályktun að ekkert hefði komið meira í ljós við rannsókn lög- reglu og fjölmiðla á hvarfi Madel- eine annað en að hún hvarf. Hins vegar hefur líf, starf og sorgir for- eldranna orðið öllum ljóst. Svo víð- fræg eru þau orðin að breskir gár- ungar eru farnir að uppnefna þau „Beckham-fjölskyldu sorgarinnar“. Victoria og David fullnægja frétta- löngunum fólks um ríkidæmi og gjálifnað en Kate og Gerry full- nægja löngunum þeirra sem finna fró í að velta sér upp úr sorgum annarra, nú eða leika löggu og dóm- ara í senn. á landi, sem og annars staðar, eru fréttir af þessum harmleik iðu- lega birtar í fjölmiðlum. Þegar þær fara á netið hefur það ekki brugðist að sjálfskipaðir sérfræðingar leggja undir sig fréttina í gegnum athugasemdakerfin. Suma hefur alltaf grunað frá fyrstu stundu að foreldarnir beri ábyrgð á hvarfinu. Hinir slá svo á puttana á visku- brunnunum í gegnum lyklaborðið með því að slengja fram útjaskaða máltækinu „aðgát skal höfð í nær- veru sálar“. mál hafa fengið jafn mikið umtal á þessari öld og hvarf Madeleine litlu. Því er eðlilegt að allir vilji tala um það og hafa skoðun á því. En eig- inlega er þetta allt saman farið að líkjast óhemju öfgakenndu raun- veruleikasjónvarpi. Miklar fjárupp- hæðir hafa safnast til hjónanna og almenningur skiptist í tvö lið; þá sem halda með portúgölsku lögregl- unni og þá sem halda með foreldr- unum. Allir geta haft skoðun á fram- vindu málsins í gegnum netið og þannig keyrt atburðarásina áfram. Almenningsálitið sveiflast til og frá og gríðarlegur þrýstingur er á að sigurvegari og sökudólgur verði fundnir innan skamms. Örlög Mad- eleine og annarra týndra barna eru orðið aukaatriði í söguþræðinum. Hver sigrar? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 9 0 2 2 EYÐIR AÐEINS 4,7 LÍTRUM Á HUNDRAÐIÐ Í BLÖNDUÐUM AKSTRI Verð nú 1.775.000 kr. Verð áður 1.875.000 kr. 100.000 KRÓNA LÆKKUN Á NÝJUM KIA RIO DÍSIL Engin útborgun, 25.351 kr. á mánuði* *M.v. 100% lán og 84 mánaða fjármögnun í blandaðri myntkörfu. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. Takmarkað magn af þessum frábæra bíl á þessu verði. Sumar- og vetrardekk fylgja með. KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Kia Rio er margrómaður og glæsilegur bíll sem hefur undanfarin ár vakið mikla eftirtekt. Hann býr yfir kraftmikilli og sparneytinni 110 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Rio er jafnframt búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn og álfelgum. Hér fara því saman gæði, fegurð og hagkvæmni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.