Fréttablaðið - 01.10.2007, Page 8

Fréttablaðið - 01.10.2007, Page 8
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is - www.bmw.is Velgengni í mismunandi myndum. Þitt er valið. BMW 318 Advantage kr. 3.810.000 BMW 320 Exclusive kr. 4.290.000 BMW 325xi xDrive Prestige Edition kr. 5.900.000 Advantage, Exclusive og Prestige edition eru aukahlutapakkar sem gerir glæsilega BMW 3 línu enn glæsilegri. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 575 1210. Ertu að leita þér að sportlegum lúxusbíl fyrir þig og vinnuna? Viltu færast nær sólinni, veginum og frelsinu - með blæjuna niðri og vindinn einan að förunaut. Vantar þig meira rými svo að áhugamálin komist fyrir í bílnum. Eða langar þig til að upplifa ósvikna akstursánægju eins og hún gerist best. BMW 3 línan stendur undir væntingum í ótal myndum og rúmlega það. Komdu í reynsluakstur og upplifðu alla kosti BMW 3 línunnar af eigin raun. Danskir vísindamenn hafa gert tilraunir með að greina erfðaefni í loðfílum með því að rannsaka frumur úr hári þeirra. Árangurinn er mun meiri en búist var við, því DNA-efnið í hárinu reyndist í flestum tilvikum svo heillegt að vinna mátti úr því miklar upplýsingar um þessa löngu útdauðu dýrategund. Frá þessu er skýrt í vísinda- tímaritinu Science og á vefsíðum breska útvarpsins BBC. Til þessa hafa vísindamenn talið að erfitt sé að greina erfða- efni í hárstilkum. „Menn héldu að DNA-efnið væri allt í rótinni og að hárstilk- urinn væri gersnauður af DNA, eða í það minnsta væri DNA-ið þar mun lélegra,“ hefur BBC eftir Tom Gilbert, einum vísinda- mannanna sem unnu að rann- sókninni. „Þess vegna gerðum við rann- sóknir á fjölmörgum loðfílum og héldum að við yrðum kannski heppnir ef við tækjum nóg af hári úr einum þeirra. En málið er að þetta virkaði á alla loðfíl- ana sem við reyndum. Það sló okkur alveg út af laginu,“ segir Gilbert. Hann og félagar hans telja að jafn góðar upplýsingar um erfða- efni dýra megi fá úr hornum, nöglum, hófum og jafnvel fjöðr- um, en allt er þetta eins og hárið, gert úr próteininu keratíni sem er afar endingargott, ekki síst ef það hefur geymst í miklum kulda. Þetta lofar góðu fyrir rannsóknir á löngu útdauðum dýrategundum. Eykur þekkingu á loðfílum til muna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.