Fréttablaðið - 01.10.2007, Page 16
Foringi fasistastjórnar
Þrjátíu ár eru í dag frá
því Samtök áhugafólks
um áfengis- og vímuefna-
vandann voru stofnuð. Þau
eru þekkt undir skamm-
stöfuninni SÁÁ og eru
fjölmenn almannasamtök,
stofnuð af vímuefnafíklum
sem höfðu fengið lækningu
erlendis og vildu færa
meðferðina heim. Þau hafa
gert mörgum gott á leið
sinni og haft víðtæk áhrif í
samfélaginu.
SÁÁ fagnar afmælinu
með viðamikilli ráðstefnu
um fíkn. Hún hefst í dag og
stendur fram á miðvikudag.
Ráðstefnan er sérstaklega
ætluð fagaðilum en allt
áhugafólk um áfengis- og
vímuefnavandann er vel-
komið enda er boðið upp á
fyrirlestra ætlaða almenn-
ingi og umræður með
þátttöku sérfræðinga og
hagsmunaaðila.
Forseti Íslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson,
ávarpar ráðstefnugesti
og setur samkomuna nú
klukkan 9 að morgni og
áður en fyrirlestrar um fíkn
hefjast leikur Peter Maté
píanóleikari af list í fimmtán
mínútur. Dagurinn í dag
er helgaður áfengisfíkn. Á
morgun er örvandi vímu-
efnafíkn á dagskrá og á
miðvikudaginn er fókusinn
settur á kannabisfíkn og
meðferð fyrir unglinga.
Fjölmargir kunnáttu-
menn, læknar, sálfræðingar
og ráðgjafar, bæði ís-
lenskir og erlendir stíga
í pontu og miðla af þekk-
ingu sinni á hinum ógn-
andi fíknsjúkdómum, af-
leiðingum þeirra og fylgi-
kvillum.
Fólk sem gegnir opin-
berum störfum í okkar
samfélagi eins og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri, Stefán
Eiríksson lögreglustjóri,
Jórunn Frímannsdóttir,
formaður velferðarráðs
Reykjavíkurborgar, og Þór-
ólfur Þórlindsson, forstjóri
Lýðheilsustöðvar, tekur
einnig virkan þátt í
umræðunni.
Vildu færa með-
ferðina heim
Það verður að teljast
tímanna tákn að gamlir
beitningaskúrar við Vita-
torg í Sandgerði verða
nú miðstöð nýs lista-og
menningarfélags í bænum
sem hefur hlotið nafnið
Listatorg. Formaður þess
er Guðlaug Finnsdóttir sem
fræddi blaðamann fúslega
um gang mála. „Félagið er
stofnað til að styrkja og efla
menningarlíf í Sandgerði.
Það hefur þegar fengið
frábært húsnæði við torg í
hjarta bæjarins og því kom
nafnið Listatorg af sjálfu
sér. Reyndar kom okkur
á óvart að enginn skyldi
hafa tekið það upp áður en
auðvitað var alveg frábært
að svo var ekki.“
Guðlaug segir Listatorg
vera samstarfsverkefni
bæjarfélagsins og listafólks
á staðnum. „Bærinn ætlar að
styrkja starfsemina með því
að borga húsnæðið og þarna
fá hinar ýmsu greinar lista
inni, málaralist, keramik,
glerlist og skartgripa- og
skrautmunagerð ýmiss
konar. Einnig er hugmynd
um að hafa líka pláss fyrir
leiklist og jafnvel tónlist.
Þarna verður semsagt öll
flóran. Það eru tvö lista-
gallerí á staðnum, Ný
vídd og Gallerí Grýti.
Þau hafa aðstöðu í hluta
framtíðarhúsnæðis Lista-
torgs og verða þar að
sjálfsögðu áfram. Félagið
fær húsnæðið núna um
mánaðamótin og þá verður
farið í að skipuleggja það.
Hér eru tónlistarmenn sem
hafa verið á hrakhólum og
við erum að vinna í því að
fá hús fyrir þá. Það þarf
auðvitað að hljóðeinangra
það, bæði þeirra vegna
og annarra en við viljum
endilega hafa þá með í
félaginu. Það getur verið
svo gaman að vera með
uppákomur þar sem allt er
í boði, tónlist og sýningar,“
segir Guðlaug.
Á stofnfund Listatorgs
komu um fjörutíu manns
og þar af gerðust þrjá-
tíu stofnfélagar. Jóni
Norðfjörð, einum aðal-
hvatamanni að stofnun
félagsins, var klappað lof
í lófa fyrir framlag sitt og
Sparisjóðurinn fékk líka
lófaklapp fyrir 100 þúsund
króna framlag sitt. Guðlaug
segir Listatorg fá mikinn
meðbyr í bænum. „Ég veit
að hluti stofnfélaga vill bara
styrkja starfsemina með því
að vera með en mun ekki
nota húsnæðið,“ segir hún.
Guðlaug kennir við grunn-
skólann í Sandgerði og er
í fjarnámi við Kennara-
háskólann. Hún er líka í
ferða- og menningarráði
bæjarins, sem ásamt
atvinnumálaráði stendur
bak við stofnun Listatorgs.
Hún telur sig þó ekki til lista-
manna. „Þó ég hafi gaman
af að fást við handverk
svo sem prjón og hekl þá
er ég engin listakona en
ég hef brennandi áhuga
á því að leggja félaginu
lið. Ég veit að það er svo
margt hæfileikaríkt fólk á
staðnum og mig langar að
virkja krafta þess og leiða
það saman.“
Sigríður Ragna Sverris-
dóttir landfræðingur á sjó-
mælingasviði Landhelgis-
gæslunnar hefur tekið að
sér starf upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar af
Dagmar Sigurðardóttur lög-
fræðingi stofnunarinnar.
„Ég vinn við sjókortagerð á
sjómælingasviði Landhelgis-
gæslunnar og verð í starfi upp-
lýsingafulltrúa meðfram,“
segir Sigríður Ragna. „Það er
sveiflukennt hve mikið er að
gera hjá upplýsingafulltrúa,
eftir því hvað er á seyði
hjá Gæslunni.“ Spurð hvort
hún færi sig að símanum ef
stórútköll verði eða aðrir
viðburðir svarar hún: „Mitt
hlutverk verður líklega
meira skriflegt, útsendingar
á fréttatilkynningum og
annað slíkt.“
Hún kveðst aðallega
starfa við kortagerð hjá
Landhelgisgæslunni. „Það
þarf stöðugt að gera ný
kort og halda þeim við.
Straumar hreyfa til efni á
hafsbotninum og skip gera
það líka í höfnum þar sem
mikil umferð er.“
Nýr upplýsingafulltrúi
„Stjórnlaus gremja og
reiði hlýtur að leiða af
sér alvarlega líkamlega
sjúkdóma ef aldrei er
ráðist að rót vandans.“
AFMÆLI