Fréttablaðið - 01.10.2007, Qupperneq 19
fasteignir
1. OKTÓBER 2007
Tveggja íbúða hús með góðu útsýni til sölu í
Hólahverfi, Breiðholti.
L yngvík fasteignasala hefur til sölu 331,8 fer-metra hús við Erluhóla 2, sem skiptist í tvær íbúðir. Á efri hæð er 168,1 fermetra íbúð með
innbyggðan 47,5 fermetra bílskúr og 45,6 fermetra
herbergi inni af honum. Á jarðhæð er 70,6 fermetra
tveggja herbergja íbúð með sérinngangi.
Efri hæð skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, sjón-
varpshol, stórt svefnherbergi og svefnherbergis-
gang, þaðan sem útgengt er á suðurverönd. Einnig
baðherbergi búið baðkari, sturtuklefa og innrétt-
ingu, borðstofu og stofu, þaðan sem útgengt er á
norðvestursvalir með góðu útsýni. Loks eldhús og
þvottaherbergi, annað svefnherbergi og hjónaher-
bergi.
Bílskúr er búinn glugga, rafmagni og hita. Búið
er að stúka herbergið, sem er inni af bílskúrnum,
niður með léttum veggjum.
Jarðhæð skiptist í forstofu, hol, stofu, lítið eldhús,
svefnherbergi, baðherbergi með baðkari og geymslu
með glugga, sem notuð er sem svefnherbergi.
Vel staðsett hús
Húsið að Erluhólum 2 er útbúið tveimur íbúðum og bílskúr.
Þannig er mál
með vexti ...
... að það er hægt að létta greiðslubyrðina.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
SAMANBURÐUR Á LÁNUM
MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN
LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000
VEXTIR 3,9% * 4,9% * 5,95%
GREIÐSLUBYRÐI**** 64.700 106.600 109.500
* M.v. 1. mánaða Libor vexti 24.07.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY.
*** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,2% til 4,3% m.v. myntkörfu 4.
**** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga.
Reiknaðu út hvernig
greiðslubyrði þín
lækkar á www.frjalsi.is
eða hafðu samband í
síma 540 5000.