Fréttablaðið - 01.10.2007, Page 33

Fréttablaðið - 01.10.2007, Page 33
ATVINNA Poszukujemy pracowników Poszukujemy pracowników Umsjónarmaður Búseti á Norðurlandi auglýsir eftir einstaklingi til að annast umsjón með húsnæði og svæðum í eigu félagsins. Félagið hefur í hyggju að bæta þjónustu við félagsmenn í öllum íbúðum félagsins og efla um leið viðhald eigna. Gert er ráð fyrir að umsjónarmaður fylgist með ástandi húsa og eigna og eigi frumkvæði að viðgerðum og endurnýjun í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins – og eftir nánari áætlanagerð. Áhersla verður lögð á þjónustu við fjölbýlishús og íbúðakjarna – þar sem allar íbúðir eru í eigu félagsins. Við leitum að laghentum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur jákvætt viðmót og er tilbúinn til að sinna þjónustu við félagsmenn. Einstaklingurinn þarf að geta sinnt minniháttar viðgerðum og við- haldi og vera fær um að annast umsjón með hirðingu lóða og svæða félagsins. Iðnmenntun er æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri á skrifstofutíma – sími 452 2888. Umsóknum skal skila til skrifstofu Búseta á Norðurlandi, Skipagötu 14, Box 334, 602 Akureyri. Upplýsingar um menntun og starfsferil skulu fylgja umsókn – og æskilegt er að vísan til umsagnaraðila eða meðmæli fylgi einnig. Frestur til að skila umsóknum er til 10. október. Framkvæmdastjóri Búseti á Norðurlandi er húsnæðissamvinnufélag með á sjöundahundrað félagsmenn og starfar á Akureyri og Húsavík. Félagið verður með 210 íbúðir í rekstri frá komandi áramótum – þar af 15 íbúðir á Húsavík. Staðfest áform eru um byggingar amk. 50-60 íbúða á næstu tveimur árum og frekari byggingar eru á athugunarstigi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.