Fréttablaðið - 05.11.2007, Síða 4
Átján ára piltur var
fluttur á slysadeild Landspítalans
um klukkan þrjú í fyrrinótt með
höfuðáverka sem hann hlaut eftir
líkamsárás.
Pilturinn hafði verið í gleðskap
í sumarbústað skammt frá
Selfossi og lenti þar í ryskingum
við annan pilt sem endaði með
fyrrgreindum afleiðingum. Ekki
fengust svör um líðan hans af
Landspítalanum.
Piltur hlaut
höfuðáverka
„Skammist ykkar,“
hrópuðu mótmælendur í Islama-
bad þegar lögreglumenn vopnaðir
kylfum sundruðu mótmælasam-
komu gegn Pervez Musharraf for-
seta og neyðarástandinu, sem
hann hefur lýst yfir. Lögreglan
handtók í gær hundruð stjórnar-
andstæðinga víðs vegar um land-
ið.
Stjórnvöld fjölmargra ríkja lýstu
í gær yfir áhyggjum sínum vegna
þeirrar ákvörðunar Musharrafs að
lýsa yfir neyðarástandi. Bæði
Bandaríkin og Bretland hafa ákveð-
ið að endurmeta hvort fjárhagsað-
stoð, sem veita átti Pakistan, verði
frestað eða jafnvel afturkölluð með
öllu.
Með því að lýsa yfir neyðarlögum
hefur Musharraf forseti í reynd
tekið sér alræðisvöld í landinu.
Stjórnvöld segja að þingkosning-
um, sem halda átti í janúar, verði
hugsanlega frestað í ár. Á meðan
verði tíminn notaður til að bæla
niður andóf harðskeyttra múslima
sem bera ábyrgð á fjölda voðaverka
í landinu undanfarna mánuði.
Margir landsmenn brugðust
ókvæða við þessari ákvörðun for-
setans og efndu til fjöldamótmæla
víðs vegar um land. Shaukat Aziz
forsætisráðherra sagði í gær að
meira en 500 manns hefðu verið
handteknir.
Meðal annars ruddust um 200
lögreglumenn inn á fund stjórnar-
andstæðinga í borginni Lahore.
„Þeir drógu okkur út, líka kon-
urnar,“ sagði Mehbood Ahmed
Khan, lögmaður mótmælendanna.
„Það er ómannúðlegt, ólýðræðislegt
og brot á mannréttindum okkar að
fara inn í herbergi og handtaka fólk
sem er þar á friðsamlegri sam-
komu.“
Musharraf rændi völdum í Pak-
istan árið 1999. Hann var þá æðsti
yfirmaður hersins og hefur haldið
þeirri stöðu síðan meðfram forseta-
embættinu. Hann hafði þó lofað því
að láta af embætti yfirmanns hers-
ins nú í vetur en ætlaði að vera for-
seti áfram í eitt kjörtímabil. Þing
landsins kaus hann forseta í síðasta
mánuði, en hæstiréttur á enn eftir
að úrskurða hvort kjörið teljist lög-
legt.
Hann segir það hafa verið nauð-
synlegt að lýsa yfir neyðarástandi
til þess að bjarga landinu frá því að
verða stjórnleysi að bráð. Gagnrýn-
endur hans segja þó neyðarástandið
eingöngu síðustu tilraun hans til að
halda í völdin.
Hörð andstaða við
aðgerðir Musharrafs
Musharraf, forseti Pakistans, harðlega gagnrýndur bæði innanlands og erlend-
is. Lögreglan í Pakistan hefur handtekið hundruð stjórnarandstæðinga.
Fullur gámur af
jólagjöfum verður sendur til
Úkraínu í dag. Um er að ræða
samstarfsverkefni KFUM og
KFUK og biblíuleshópsins
Bleikjunnar, Jól í skókassa.
Almenningur hefur lagt sitt af
mörkum til að fylla skókassa með
dóti handa þurfandi börnum.
Skókössunum verður dreift á
jólum í Úkraínu í byrjun janúar.
Börnin sem fá gjafirnar búa á
svæðum þar sem mikil örbirgð
ríkir og allt að 80 prósent atvinnu-
leysi. Viðstaddur síðustu móttöku
skókassanna um helgina var
Evheniy Zhabkovskiy, formaður
KFUM í Novi í Úkraínu.
Þurfandi börn
fá góðar gjafir
Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, sagðist
í gær vonast til þess að lausn
náist í harðvítugum deilumálum
Ísraela og Palestínumanna áður
en George W. Bush Bandaríkja-
forseti lætur af embætti í lok
næsta árs.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, var stödd í
Jerúsalem og sagði að ef árangur
dregst enn á langinn verði það
einungis vatn á myllu róttækra
múslíma.
Tony Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, var
einnig á staðnum, en hann er nú
alþjóðlegur friðarerindreki.
Vill lausn áður
en Bush fer
Fyrrum leyniskytta í
ítalska hernum myrti einn og
særði aðra átta, þar af þrjá
lífshættulega, er hann hóf
skothríð af svölum heimilis síns í
bænum Guidonia á Ítalíu í gær.
Angelo Spagnoli var hættur
störfum sem yfirmaður hjá
ítalska hernum og sagður hafa
þjáðst af þunglyndi. Vitni segja
Spagnoli hafa kveikt elda á
svölunum áður en hann hóf að
miða á höfuð vegfarenda með
skammbyssu og riffli.
Meðal særðra er læknir sem
reyndi að hlúa að fórnarlömbum
skotárásarinnar.
Kveikti elda
á svölum og
skaut á fólk
Flugsafn Íslands á
Akureyrarflugvelli var opnað
formlega á laugardag, en þar geta
gestir skoðað ýmsar gerðir
flugvéla, auk ljósmynda og
annarra gagna tengdum flugi.
Á vef samgönguráðuneytisins
er haft eftir Arngrími Jóhanns-
syni, einum forsprakka safnsins,
að það sé stærsta samgöngusafn
landsins, með 2.200 fermetra
gólffleti. Hann segir kostnað við
bygginguna hafa numið um 150
milljónum króna, og fjármögnun
sé að mestu lokið.
Stefna safnsins er að taka við
flugvélum og gögnum tengdum
flugi til varðveislu.
Stærsta sam-
göngusafnið
„Hann fékk aldrei leyfi fyrir
þessu,“ segir Brynja Sverrisdóttir listakona um
eftirlíkingu af armbandi hennar sem bakarinn
Jóhannes Felixson, sem jafnan er kallaður Jói Fel,
hefur látið húðflúra á upphandlegg sinn.
Verkið heitir, Umvafin trú, eða Embracing Faith
eins og það nefnist á ensku, og er samsett úr fjölda
trúartákna. Armbandið hefur vakið mikla heimsat-
hygli og hefur knattspyrnukappinn David Beckham
meðal annars sést með slíkan grip.
Brynja hefur sjálf sagt að trúartáknin tilheyri
öllum, mynstrið sem fram komi á armbandinu sé þó
hennar verk.
„Ég met höfundarrétt mikils og gerði þetta í góðri
trú,“ segir Fjölnir Geir Bragason, listamaður og
húðflúrari, sem setti eftirlíkinguna á upphandlegg
Jóhannesar. „Málið er á mjög viðkvæmu stigi. Ég get
ekki tjáð mig um þetta að öðru leyti en því að ég taldi
víst að leyfi hefði fengist hjá Brynju fyrir þessu,“
segir Fjölnir.
Jóhannes sagði í samtali við Fréttablaðið að hann
vissi ekki betur en Brynja hefði gefið sér heimild til að
láta húðflúra verkið á upphandlegg. Spurður hvort sátt
ríkti um málið svaraði Jóhannes: „Svona bæði og.“
Húðflúr Jóa Fel vekur deilur