Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 34
Man einhver eftir Bra-
kúla greifa? Ættar-
skömminni sem ekki
vildi drekka blóð
eins og hinar vampír-
urnar, heldur gerðist
grænmetisæta löngu
áður en það komst í
tísku?
Brakúla var sumsé
teiknimynd sem gerði grín að
hinni þekktu sögu um Drakúla
greifa. Ég horfði oft á þessa teikni-
mynd sem barn og var aldrei hið
minnsta hrædd, enda teiknimynd-
in tóm vitleysa og ekki til þess
fallin að vekja óhug hjá einum né
neinum.
Teiknimyndin um Brakúla
greifa er gott dæmi um hvernig
þekkt minni úr hryllingsbók-
menntum eru gerð sárameinlaus
með endurvinnslu í dægurmenn-
ingu okkar. Hvert vestrænt
mannsbarn kannast við fyrirbæri
eins og vampírur, uppvakninga og
jafnvel skrímsli Frankensteins, en
þau kannast líkast til fremur við
bitlausar skopmyndir af þessum
fyrirbærum fremur en sögurnar
sem upprunalega urðu til þess að
kasta þeim fram í sviðsljósið.
Ég tók mig til fyrir nokkrum
árum og las skáldsögurnar um
Drakúla og Frankenstein-
skrímslið. Ég hafði áður séð kvik-
myndir sem þóttust gerðar eftir
upprunalegu sögunum, en þær
höfðu ekki hrætt mig vitundar-
ögn, enda hafði skopstælingin á
þessum persónum fyrir löngu gert
sig svo heimankomna í huga mér
að ég sá ekki annað en klaufaleg
ómenni í stað skrímsla.
En lestur bókanna breytti upp-
lifun minni til muna. Ég varð
óskaplega hrædd við bókaútgáf-
una af Drakúla greifa, enda var ég
stödd á einu sögusviða skáldsög-
unnar þegar ég las hana. Skrímsli
Frankensteins þótti mér ekki síður
ógnvænlegt og kom ágætt gáfna-
far þess og tilfinningaleg dýpt
mér verulega í opna skjöldu.
Það er ómaksins vert að kynna
sér uppruna menningarfyrirbæra
sem okkur þykja svo sjálfsögð að
við tökum vart eftir þeim. Slík
kynning getur lengi komið á
óvart.
THIS IS
ENGLAND
MYND EFTIR SHANE MEADOWS
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321
Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi
Viltu breyt’eikkurru?
Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Ný útlit í viku
hverri!
Búðu til eigið útlit
eða veldu tilbúið!
Viltu sýn’eikkað?
Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg