Fréttablaðið - 05.11.2007, Page 39

Fréttablaðið - 05.11.2007, Page 39
For a Minor Reflection er ung og metnaðarfull hljómsveit sem spilar tregafullt síðrokk, stundum nefnt post-rokk. Áhrifavaldar sveitarinn- ar leyna sér ekki. Godspeed You! Black Emperor, Explosions in the Sky og Mogwai eru nöfn sem skjóta fljótt upp kollinum eins og reyndar á við um nær allar sveitir úr þessum geira undanfarin ár. Sannleikurinn er einfaldlega sá að stefnan hefur staðnað óhugnanlega frá því hún lét fyrst að sér kveða. Stefnan á samt alveg rétt á sér og það sanna piltarnir í FaMR. Þó svo að platan sé að mörgu leyti eins ófrumleg og Ædol-stjarna að gera lag með Simon & Garfunkel að „sínu“ þá hefur FaMR og platan töluvert meira til brunns að bera. Ekki fer ég samt að hrósa piltunum fyrir frumlega uppbyggingu því þar er farið eftir öllum klassísku for- múlunum; ljúfsár inngangur sem magnast upp við háværan trommu- slátt, síðan fellur allt í ljúfa löð á ný en eitthvað drungalegt virðist á sveimi sem aftur magnast upp, enn harðar en það gerði í byrjun og síðan verður allt vitlaust í lokin. Allt þetta þarfnast síðan rúmlega tíu mínútna í flutning. En að fara eftir formúlum er líka allt í lagi. Strúktúrinn á lögunum er það sem gefur síðrokkinu sinn yfir- gengilega sjarma, þar sem hlust- andinn er teygður og beygður. Eins og reyndar einn kunningi minn orð- aði það: „Síðrokk er nauðsynlegt ungu fólki.“ Það framkallar ákveðn- ar tilfinningar og nær að losa um einhverja innbyrgða reiði, spennu, ást eða einfaldlega hvað sem er. For a Minor Reflection er kær- komin viðbót í íslensku síðrokk-sen- una (fyrir voru þar Sigur Rós og Miri) og þrátt fyrir að frumraun piltanna sé langt því frá gallalaus þá hljómar hún oft feikivel og kraftur ungdómsins leynir sér ekki, hvað þá óhefluð sköpunargleðin. FaMR er hljómsveit sem á aðeins eftir að verða betri. Nema hún taki sér fyrr- nefndar erlendar sveitir of mikið til fyrirmyndar. Nauðsynleg klisja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.