Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 6
Ert þú sátt(ur) við hömlur Kaupþings á yfirtöku íbúða- lána? Finnst þér sóðaskapur á götum úti hafa aukist? Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur ítrekað synj- að Húseigendafélaginu um aðgang að lögregluskýrslum vegna mjög alvarlegra brota íbúa í fjölbýlis- húsum. Ástæðan er reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu en samkvæmt henni má lögregla ekki afhenda gögn nema sá brotlegi gefi vilyrði sitt eða heimild Persónuverndar liggi fyrir. „Einstaklingur sem húsfélag er að reyna að koma út úr húsi þarf að veita samþykki fyrir því að nota megi lögregluskýrslur sem sönn- unargögn gegn honum,“ segir Sig- urður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. „Slíkt leyfi er auðvitað illfáanlegt og reglu- gerðin hefur dregið mjög úr virkni fjöleignarhúsalaganna, sem er ætlað að vernda fólk gegn grófum eða ítrekuðum brotum íbúa í fjöl- býli.“ Sigurður tekur dæmi þar sem húsfélag hugðist fá lögregluskýrsl- ur þar sem einstaklingur hafði meðal annars kveikt þrisvar í íbúð sinni og sameign hússins. Þurftu nágrannar hans að leita til læknis vegna reykeitrunar. „Svör lög- reglu voru að ekki væri unnt að verða við beiðninni þar sem engar kvartanir og kærur lægju fyrir frá íbúum hússins. Tilkynnandi var alltaf sá brotlegi og svo litið á málið að það væri öðrum íbúum hússins óviðkomandi.“ Sigurður segir að erfitt hafi verið fyrir að reka mál í deilum íbúa og því hafi hann farið fram á við Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra að reglugerðin yrði endur- skoðuð. Því hafi verið hafnað og því liggi fyrir að leita þurfi til Per- sónuverndar í hvert sinn sem óskað sé eftir lögregluskýrslum. Það sé tafsamt og fæli fólk jafnvel frá því að leita réttar síns. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir miklar takmarkanir á því hvaða upplýsingum lögreglan geti miðlað. „Það sjónarmið að þessar reglur séu hamlandi er eðlilegt en við erum bundin af þeim ákvæðum sem er að finna í lögum og reglu- gerðum. Túlkun á þessum ákvæð- um er í höndum Persónuverndar.“ Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir nauðsyn- legt að meta hvert einstakt mál hjá stofnuninni. Spurð hvort slíkt sé ekki tafsamt segir Sigrún að það þurfi alls ekki að vera, en geti meðal annars farið eftir því hvernig lögreglan bregðist við erindinu. Hún tekur fram að Persónuvernd hafi aldrei borist erindi frá Húseigendafélaginu þar sem reyndi á ákvæði reglugerðar- innar. Erfitt að fá sönnun- argögn frá lögreglu Húseigendafélaginu hefur ítrekað verið synjað um aðgang að lögregluskýrslum á grundvelli reglugerðar um meðferð persónuupplýsinga. Heimild þarf frá Persónuvernd eða vilyrði afbrotamanns til að gögnin séu notuð gegn honum. Einstaklingur sem húsfé- lag er að reyna að koma út úr húsi þarf að veita samþykki fyrir því að nota megi lögreglu- skýrslur sem sönnunargögn gegn honum. Tveir lögreglumenn á Selfossi hafa verið sýknaðir af kröfum konu sem datt og úlnliðs- brotnaði þegar þeir voru í bumbuslag. Atvikið varð á árshátíð starfs- manna embættis Sýslumannsins á Selfossi í apríl 2003. Samkvæmt málsgögnum söfnuðust nokkrir af árshátíðargestunum saman á stéttinni framan við innganginn að veislusalnum rétt eftir mið- nætti. Lögreglumennirnir voru góð- glaðir og ákváðu að bregða á leik og fara í svokallaðan bumbuslag. Hann fólst í því að þeir ráku bumbur sínar hvor í annan. Voru þeir með því að kasta kveðju hvor á annan. Konan kvaðst allt í einu hafa fundið þungt högg dynja á hægri síðu sinni, við mjöðm. Skall hún í jörðina, en bar fyrir sig vinstri handlegginn í fallinu með þeim afleiðingum að úlnliðurinn brotn- aði. Taldi hún annan lögreglu- manninn valdan að falli sínu. Hvorugur lögreglumannanna tók eftir henni fyrr en þeir sáu hana liggjandi á stéttinni. Hún var metin til örorku eftir atvikið. Dómurinn taldi ósannað að meint högg í hægri síðu konunnar mætti rekja til lögreglumann- anna, enda hafi vitni ekki séð neina snertingu. Bumbuslagur olli ekki skaða Auglýsingasími – Mest lesið Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, boðaði í gær til forsetakosninga og verða þær haldnar 5. janúar næstkomandi. Með þessu vill hann draga úr spennunni sem verið hefur í landinu undanfarið. Saakasvhili jók sjálfur mjög á spennuna á miðvikudag þegar hann sendi lögregluna til að kveða niður friðsamleg mótmæli, sem haldin höfðu verið daglega fyrir utan þinghúsið í Tíblis frá því í lok síðustu viku. Á miðvikudaginn lýsti hann sömuleiðis yfir fimmtán daga neyðar- ástandi í höfuðborginni og bannaði alla opinbera mótmælafundi. Í gær sagði hann hins vegar að neyðarástandinu verði aflýst á næstu dögum „vegna þess að ástandið í Georgíu er strax að verða stöðugra.“ Hann sagði svo í gær að forsetakosningunum, sem áttu að vera í lok næsta árs, verði flýtt til 5. janúar „til þess að öðlast trausts fólksins.“ Mótmælendurnir höfðu krafist þess sex daga í röð, á útifundum við þinghúsið í Tiblisi, að Saakashvili segði af sér. Hann var gagnrýndur fyrir einræðistilburði. Sjálfur kennir hann Rússum um að kynda undir mótmælin og hefur rekið þrjá rússneska erindreka úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.