Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 62
Nýr valkostur hvað varðar gjaldeyris- og gengismál Íslendinga er smátt og smátt að koma í ljós. Undanfarið hefur verið deilt um hvort halda eigi krónunni eða ekki, og þá hvort hægt sé að taka upp evru ein- hliða eða aðild að Evrópu- sambandinu sé þar frumskilyrði. Ófrávíkjanleg staðreynd mála er sú að Evrópusambandið er okkar stærsti og mikilvægasti viðskiptaaðili. Við ríki ESB eigum við yfir 70% okkar milli- ríkjaviðskipta. Þorri Evrópu- þjóða tekur þátt í myntsamstarfi þess og gjaldmiðlar þeirra ríkja innan sambandsins sem ekki hafa tekið upp evru njóta gengis- stöðugleikaáhrifa aðildar. Sum ríki með beinum samningum, s.s. Danmörk, en danska krónan er múlbundin við evru þ.a. verulegt gengisflökt dönsku krónunnar gagnvart evru er óhugsandi. Danska krónan er þannig í reynd evra í dulargervi. Einn valkostur Íslands, á meðan áfram er þrefað um aðild eða ekki aðild, evru eða ekki evru, er að taka upp fastgengisstefnu gagnvart evrunni. Fastgengisstefna verður hins vegar að njóta verulegs trú- verðugleika ef hún á að ganga upp og viðkomandi gjaldeyrir á ekki að verða endalaust skot- mark spákaupmanna. Sá trú- verðugleiki mun fyrst og fremst byggjast á grundvallarstyrk íslenska efnahagskerfisins til þess að standa undir því gengi sem miðað er við. En því til viðbótar er hægt að styrkja og styðja slíka stefnu með bein- um og óbeinum hætti. Það færi fram með beinum hætti ef hægt væri að ná fram gagn- kvæmnissamningi við seðlabanka Evrópu um að styðja við gengi krónunnar. Vissulega væri slíkur samningur óvenjulegur, en þarf ekki að vera óhugsandi. Slíkan samning má m.a. rökstyðja með vísan til aðildar Íslands að innri markaði ESB í gegnum EES- samninginn. Fastgengisstefna yrði einnig studd óbeinum hætti ef fleiri íslensk fyrirtæki feta í fótspor þeirra fyrirtækja sem þegar hafa skipt úr krónum í evrur hvað varðar uppgjörsmynt og skráningu hlutabréfa. Sú einfalda staðreynd að stærsta fyrirtæki Íslands, Kaupþing, ætlar að taka upp evru sem rekstrar, uppgjörs og hlutabréfaskráningarmynt um næstu áramót, mun ein og sér hafa áhrif til þess að auka trúverðugleika fastgengisstefnu, ef slík stefna yrði tekin upp. Fastgengisstefna myndi auk þess kalla á ákveðna tiltekt í íslenskri tölfræði, og þá fyrst og fremst hvernig verðbólga er hér mæld, en verðþróun húsnæðis er hvergi í Evrópu tekin inn í verð- bólgumælingar með sama hætti og hér. Auk þess þyrfti að sjálfsögðu að viðhalda hér ráðdeild í ríkissrekstri, vinna áfram að því að draga úr viðskiptahalla og halda viðunandi hagvexti. Í þeim efnum hefur það sýnt sig að töl- fræðin og túlkun hennar hefur ekki haldið í við hraða þróun og útrás íslensks efnahagslífs. Fastgengisstefna myndi leiða af sér lægri vaxtamun við evru- ríkin, eyða að miklu leyti gengis- óvissu, auka stöðugleika og jafna út verðsveiflur vegna gengis- þróunar. Krónan myndi hins vegar lifa áfram, bæði sem reiknieining og sem táknmynd ímyndaðs fullveldis í ólgusjó alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er formaður Framsóknarfélagsins á Akranesi. Fastgengisstefna gagnvart evrunni Með reglulegu millibili brestur orða-hríð á um landbúnaðarkerfið á Íslandi. Koma þá fram stjórnmálamenn, áhugafólk um pólitík og málbullur og gefa álit sitt á ástandi mála og einstaka sinnum á úrræðum til þess að koma málum í betra horf. Í umfjöllun þessara aðila er oft og tíðum lítið fjallað um það hvernig landbúnaðarkerfið er í raun. Óneitanlega fær maður þá tilfinningu að í mörgum tilfellum þekki álitsgjafarnir ekki landbúnaðar- kerfið og fela þá vanþekkingu með margtuggðri lýsingu kerfisins: Landbúnaðarkerfið er úrelt og staðnað kerfi þar sem bændur eru hnepptir í fjötra framleiðslu- og miðstýringar. Þessi lýsing er svo marg ítrekuð að hluti þjóðar- innar telur hana rétta og algilda lýsingu landbúnað- armála. Það er ábyrgðarhlutverk stjórnmálamanna og annarra opinberra álitsgjafa að villa almenningi ekki sýn. Að sjálfsögðu er þó eðlilegt að fulltrúar stjórnmálaflokka sem hafa óljósa eða brothætta stefnu, kynni almenningi afstöðu sína til landbúnað- armála með slagorðum, enda yrði þeim hált á svelli samræðustjórnmála um efnið. Í nýlegri grein formanns ungra jafnaðarmanna sem birtist í Fréttablaðinu er fjallað um málið undir fyrirsögninni: Bændur úr hlekkjum hafta. Þar er slegið á kunnuglega strengi í umræðunni. Í greininni segir m.a.: Af hverju eiga bændur einir að búa við opin- bera verðstýringu, miðstýrðan ríkisbúskap og framleiðslustýringu? Þessi spurning felur augljóslega í sér fullyrð- ingu um landbúnaðarkerfið. Fullyrðingin er athygliverð, t.d. ef litið er til þess hluta landbún- aðarkerfisins sem snýr að sauðfjárbúskap, enda er hún þá röng í öllum aðalatriðum. Það er engin opinber verðstýring á lambakjöti á Íslandi. Einstakir sláturleyfishafar birta sínar verðskrár síðsumars og bændur geta slátrað gripum sínum hjá þeim aðila sem best býður. Nokkur verðmunur getur verið milli sláturleyfis- hafa. Sá munur skýrist af samkeppni sem m.a. knýr fram hagræðingu í rekstri sláturhúsa og keppni um sölu afurðanna. Það er hins vegar umhugsunarefni að hvaða leyti fákeppni í smá- sölu matvöru á Íslandi hamlar frekari samkeppni sláturleyfishafa, sem og annarra birgja. Þannig er óvíst hvort róttækustu breytingar á landbúnaðarmálum myndu nokkru breyta um verð matvæla á Íslandi, enda liggur fyrir að flestar sérvörur eru dýrari hér en í viðmiðunar- löndum. Sá verðmunur verður ekki skýrður á sambærilegum forsendum og margir halda fram að sé meginorsök verðs á landbúnaðarafurðum, þ.e. landbúnaðar- kerfinu. Íslenskur sauðfjárbúskapur er ekki miðstýrður ríkisbúskapur. Búskapur- inn samanstendur af fjölda sjálf- stæðra rekstrareininga í einkaeigu, sem m.a. hafa frelsi til þess að þróa nýjungar í markaðssetningu og vinnslu. Þá er ekki lengur til staðar fram- leiðslustýring í sauðfjárbúskap. Ein- stakir bændur geta framleitt eins mikið og þeir vilja. Ríkisstuðningur í formi beingreiðslna tak- markar ekki framleiðslu einstakra búa. Á það má benda að framangreind staða hefur skapast á síðustu árum og því er fráleitt að segja að landbúnaðarkerfið sé staðnað. Á það má hins vegar benda að fullyrðingar greinarhöfundarins hefðu getað átt við ef hann hefði verið formaður ungra Alþýðuflokksmanna á sínum tíma. Það kemur ekki á óvart að engar sérstakar tillögur koma fram um breytingar á landbúnaðarkerfinu í fyrrnefndri grein. Það er forsenda þess að umræða um breytingar á landbúnaðarkerfinu sé vitræn og að umfjöllun álitsgjafa sé rétt varðandi raunverulega eigin- leika landbúnaðarkerfisins. Á sama hátt er það um margt skiljanlegt að þeir sem hæst hafa um nauðsyn róttækra breytinga á landbúnaðarkerfinu áorki litlu, enda er sú krafa eðlileg að tillögur um breytingar byggi á þekkingu á því kerfi sem fyrir er. Það er hins vegar sjálfsagt og eðlilegt, að því grunnskilyrði uppfylltu, að umræður verði um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Umgjörð um sauðfjárbúskap hefur á undan- förnum árum tekið töluverðum breytingum í þá átt að hætta að vera stjórnkerfi atvinnugreinar- innar, í það að sífellt fleiri þættir eru færðir undir markaðslögmál. Augljóst er að frekari breytingar verða gerðar á kerfinu á komandi árum en þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar, munu auðvelda atvinnugreininni að takast á við þær. Það er hins vegar mikilvægt að umræða um frekari breytingar byggi á þekkingu á málefninu. Höfundur er lögmaður. Alhæfingar um landbúnað Það er forsenda þess að umræða um breyt- ingar á landbúnaðarkerfinu sé vitræn og að umfjöllun álitsgjafa sé rétt varðandi raunveru- lega eiginleika landbúnaðarkerfisins. Fastgengisstefna myndi leiða af sér lægri vaxtamun við evruríkin, eyða að miklu leyti gengisóvissu, auka stöðugleika og jafna út verðsveiflur vegna gengisþróunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.