Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 72
Kristín Scheving opnaði um síðustu helgi sýninguna „Rythmi“ (enda- laus taktur) í anddyri Norræna hússins. Þar má sjá blöndu af vídeó- verkum, málverkum og eldri ljós- myndum. Sýningin stendur yfir til 30. nóvember. Það er í nógu að snúast hjá Krist- ínu þar sem hún er einnig stjórn- andi tilraunakvikmyndahátíðarinn- ar 700IS hreindýraland sem er þessa dagana á eigin ferðalagi. Eftir að hafa sett upp hátíðina í Sankti Pétursborg í Rússlandi, hélt Kristín til Manchester á Bretlandi og endar nú með því að setja upp sýninguna í Arizona í Bandaríkjun- um í enda nóvember. Á næsta ári mun 700IS hrein- dýraland ferðast um Norðurlöndin og Grænland, en samstarfsaðilar í Rússlandi og Englandi hafa einnig óskað eftir áframhaldandi sam- starfi. Frestur til að senda inn verk á hátíðina rennur út 15. nóvember næstkomandi. Vegna eftirspurnar erlendra samstarfsaðila hátíðar- innar eftir íslenskum verkum er full ástæða til þess að benda áhuga- sömum á að kynna sér hátíðina á www.700.is og leggja til verk ef hægt er. Mörg járn í eldinum Skilaboðaskjóðan kom á óvart á sínum tíma 1992. Leikgerð sögunn- ar ári síðar átti sér hliðstæður í söngleik Stephens Sondheim, Into the Woods, að því leyti að hún nýtti sér þekkt ævintýri úr safni Grimms- bræðra sem ívaf í frumsamið ein- falt ævintýri. Löngu síðar komu á markað teiknimyndir sem margir þekkja er nýttu á svipaðan hátt sama efni, bæði Shrek og Rauðhetta. En saga Þorvalds bjó yfir ákveðnum töfrum: hugmyndin um skilaboða- skjóðuna sjálfa er snjöll og tilhneig- ing skáldsins til að teygja á tungu- málinu er skemmtileg, rétt eins og hjá þeim Ólafi Hauki Símonarsyni og Þórarni Eldjárn sem hafa lagt sig eftir sömu brögðum í söngtextum. Þessi skáld toga tunguna, snúa út úr, bregða á leik með merkingu og rím, og eiga sér marga eldri meistara á því sviði, t.d. í revíutextum Harald- ar Á. og félaga. Í þess háttar rækt á tungunni er fólgið merkilegt starf sem ber að lofa og ungir kunna vel að meta. Þess háttar leik með orð á að kynna börnum skipulega á yngstu stigum grunnskólans. Sviðsetning Þjóðleikhússins nú öðru sinni er heilmikil skrautsýn- ing. Talsvert miklar umbúðir hafa reyndar um langan aldur einkennt barnasýningar Þjóðleikhússins og vafalítið kostað sitt. Það er eins og forráðamönnum þar á bæ hafi þótt það brýnast í langan tíma að búa til stórsýningar fyrir börn og vanda- menn þeirra. Þeim fylgir oft vantrú á áhorfendum, ungum sem gömlum, en þeim yngri er fátt hollara en að venjast hinu gagnstæða í upphafi leikhúsheimsókna sinna: að reynt sé eins mikið á hugarflug þeirra og aðstæður bjóða upp á í texta og atburðarás. Þetta var alla vega það sem fyrst leitaði á mig þegar frum- sýningin var hafin á Skilaboðaskjóð- unni á miðvikudagskvöld. Sýningin er yfirhlaðin miklu skrauti, flóknum gervum. Annað sem blasti við þegar frá upphafi sýningarinnar: sú tíð er liðin að leikurum Þjóðleikhússins sé treyst að leika án mikrófóna og hljóðmögnunar. Í þessari sýningu takast á tónlist og raddir og oft ber undirleikur sjö manna hljómsveitar söng ofurliði. Heyrir nánast til undantekninga að orðaskil heyrist í söngflutningi. Er orsök þess að annar hver maður er kominn með tanngóm upp í sig eða er það þjálfun leikara að kenna? Margt er snjallt í verkinu af skáldsins hálfu, þótt sá hluti flétt- unnar sem lýtur að frelsun Putta minni fullmikið á björgun bangsa litla í Dýrunum í Hálsaskógi. Raun- ar furðar maður sig á að verkið skuli ekki hafa hlotið brautargengi á erlendri grund svo evrópskt sem það er í ævintýraheimi sínum. Persónur eru skýrar, textinn oft ansi fyndinn þótt mönnum gengi misjafnlega að ná utanum þann húmor: Friðrik Friðriksson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þórunn Lárusdóttir báru af í þeim efnum. Þau halda einfaldlega betur um setningarnar sínar, keyra þær lengra fram í sal- inn með fasi og líkamsbeitingu, en um þann þátt sýningarinnar heldur Helena Jónsdóttir. Sporin sem hún leggur eru einföld en danshópurinn hennar tekur oft fullmikið pláss á sviðinu. Ungir áhorfendur á frumsýningu voru vel með á nótunum, jafnvel í kynningarköflum verksins sem eru margir fulllangir. Leitin að Putta litla er ansi lengi að hefjast, einkum þar sem leitarsveitin má engan tíma missa. Sá leikstíll sem Gunnar Helgason hefur valið sýningunni er býsna flúraður og treystir leikstjór- inn mest á mikla búninga og gervi, stundum um of, eins og hann fái ekki stillt sig um skrautið og sé eins og mörgum leikstjóranum nú til dags slétt sama um textann. Þar er líka skrautgirni í gangi og merkingar- leikur sem hefði átt að vera í fyrir- rúmi. Það er kraftur í sýningunni, uppbygging spennu er rysjótt og eins og vanti einbeitingu í uppbygg- ingu einkum framan af. Veldur þar líka daufur þáttur bæði Mjallhvítar og Hans og Grétu. Ekki er að efast um að vanda- menn hópast á sýninguna og skemmta sér vel þótt bæði tal og söngur skili sér ekki í öllum umbúð- unum. En óskandi væri að Þjóðleik- húsið setti sér það mark í barnasýn- ingum framtíðarinnar að saga, tal og texti, væru grunnur verks og þungamiðja og umbúðirnar aðeins minni. Villur í stórum skógi Karen Dúa Kristj- ánsdóttir mynd- listarmaður opnar sýninguna „Klippi- myndir“ í DaLí Gallery, Brekku- götu 9 á Akureyri, á morgun kl. 17. Verkin á sýning- unni eru tilraunir með klippimyndir á vegg. Karen Dúa lauk myndlistarnámi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hún rekur Gallery BOX á Akureyri ásamt fleiri listamönnum og er vinnu- stofa hennar í húsnæði gallerís- ins. Karen Dúa hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum en sýningin „Klippimyndir“ í DaLí Gallery er þriðja einkasýning hennar að námi loknu. Nú stendur einnig yfir sýning á verkum hennar á sýningarveggnum Veggverk á Strand- götu 17 á Akureyri og því tilvalið fyrir listunnendur að kynna sér listakon- una Karenu Dúu á þessum tveimur stöðum. Sýning Karenar Dúu í DaLí Gall- ery stendur til 25. nóvember. DaLí Gallery er opið meðan sýn- ingar standa yfir á föstudögum og laugardögum frá kl.14-17. Tilraunir með klippimyndir 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.