Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 46
 9. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR Hádegisleikfimi eða hádegis- jóga nýtur sívaxandi vinsælda og eru margir vinnuveitendur farnir að hleypa starfsfólki sínu í smá sprikl um miðbik dags enda er árangurinn ótvíræður. Á haustin hlaupa margir til og kaupa sér líkamsræktarkort full- ir háleitra markmiða um að koma líkamanum í form. Þegar líða tekur á veturinn fer þó að draga úr afköstum á hlaupabrettinu og gefast margir á endanum upp. Oft er tímaskorti um að kenna og getur verið erfitt að koma líkams- ræktinni við á morgnana eða eftir vinnu. Fyrir einhverja gæti þá há- degið verið valkostur. Í Kramhús- inu er bæði boðið upp á hádegis- leikfimi og hádegisjóga og ýmsar fleiri líkamsræktarstöðvar bjóða upp á svipaða tíma. „Það eru eingöngu konur sem sækja tímana hjá mér og marg- ar fá leyfi hjá vinnuveitanda til að taka lengri matartíma nokkr- um sinnum í viku. Þær sem eru með klukkutíma í mat og vinna í nágrenninu sleppa því tíminn er frá rúmlega tólf til tæplega eitt,“ segir Halla Margrét Jóhannes- dóttir sem kennir hádegisleikfim- ina. „Það eru um það bil tuttugu konur sem koma að jafnaði í tím- ana og eru þær á öllum aldri. Þær yngstu eru yfirleitt um þrítugt en sú elsta er rúmlega sjötug,“ segir Halla Margrét „en hún er reyndar í einstaklega góðu formi,“ bætir hún við. Halla Margrét segir að marg- ar af þeim konum sem sækja tím- ana vinni í nágrenni við Kram- húsið en töluvert er af skrifstof- um og ríkisstofnunum í kring. „Við gerum alls kyns æfingar til að liðka líkamann og er músíkleik- fimi líklega besta orðið til að lýsa þessu. Við tökum einhver samba- og salsaskotin spor til að ná upp þoli, gerum styrkjandi æfingar fyrir kvið og bak, teygjur og slök- un. Á föstudögum erum við svo með smá dekur, tökum góða slök- un og höfum gufuna heita.“ Leikfimin er í léttari kantin- um og á það ekki að taka langan tíma að losna við rauðu flekkina. Þær sem koma reglulega segj- ast mæta endurnærðar til vinnu á eftir og hafa fulla orku út dag- inn.“ Halla Margrét segir líka hægt að breyta til og fara í hádeg- isjóga á móti leikfiminni. Þá er líka boðið upp á jóga á morgnana og í hádeginu um helgar. Halla Margrét segir flesta vita hversu mikilvægt það er að standa upp frá tölvunum og hreyfa sig og að nokkrar liðkandi æfingar um miðbik dags geti hreinlega bjarg- að deginum. vera@frettabladid.is Full starfsorka út daginn Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona og leikfimikennari, hefur kennt hádegisleik- fimina í Kramhúsinu síðastliðin þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.