Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Lýðveldið Ísland er „öflugt
smærra ríki“ í alþjóða-
samfélaginu. Þessu lýsti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra yfir er
hún tók saman aðalatriði
skýrslu sinnar um utanríkis-
mál sem hún flutti Alþingi
í gær.
„Það er dýrmætt að ógna engum,
geta gengið fram óbundin af annar-
legum hagsmunum, vera þekkt
fyrir að standa með alþjóðalögum í
hvívetna og eiga viðskipti á heiðar-
legum grunni,“ sagði Ingibjörg í
lok skýrslu sinnar, sem var sú
fyrsta um framkvæmd utanríkis-
stefnu Íslands sem hún flutti á
Alþingi frá því hún tók við embætti
í vor. Í ræðunni boðaði Ingibjörg
ýmsar áherzlubreytingar. Hún tók
fram að hún myndi í janúar flytja
Alþingi sérstaka ræðu um Evrópu-
mál og fjallaði hún því ekkert um
þau nú.
Hún sagði að þessa fyrstu mán-
uði sína í embætti hafi öryggis- og
varnarmál borið hæst „enda ærið
verkefni að leiða til lykta yfirtöku
Íslands á eigin öryggi og vörnum“.
Þar hafi „því miður verið ýmsir
lausir endar sem hnýta þurfti“.
Meðal nýjunga sem Ingibjörg vakti
athygli á í ræðunni var að hún hefði
gengizt fyrir því að alþingismönn-
um sem sæti eiga í utanríkismála-
nefnd yrði, í krafti starfs síns í
nefndinni, veitt öryggisvottun
NATO. „Vegna þessa hefur utanrík-
ismálanefnd nú fengið aðgang að
fundargerð NATO-ráðsins frá 4.
október 2001 og geta nefndarmenn
því gengið úr skugga um það, eins
og ég hef þegar gert sjálf, að NATO
veitti ekki heimildir til fangaflugs,
leynifangelsa eða pyntinga eins og
látið hefur verið í veðri vaka í
umræðunni,“ sagði ráðherrann.
Þá sagði ráðherra norðurslóðir
vera nýtt kjarnamál í íslenzkri
utanríkisstefnu. „Á norðurslóðum
eru miklir hagsmunir í húfi eins og
við vitum öll og öryggi á Norður-
Atlantshafinu er tvímælalaust eitt
mest áríðandi öryggismál Íslands.“
Ísland muni beita sér fyrir mótun
nauðsynlegra leikreglna á norður-
slóðum. Þar verði alþjóðalög að
vega þyngra en hnefaréttur.
Í þessu sambandi vakti Ingibjörg
enn fremur athygli á að Bandaríkin
séu nú nær því að gerast aðilar að
hafréttarsamningi Sameinuðu þjóð-
anna en nokkru sinni áður frá sam-
þykkt hans árið 1982.
Mannréttindi eiga að vera
óaðskiljanlegur þáttur í utanríkis-
stefnu Íslands og „samofin öllu
okkar atferli á alþjóðavettvangi,“
sagði Ingibjörg. Til að staðfesta
þetta í starfi utanríkisþjónustunn-
ar hafi hún skipað starfshóp sem
muni í næsta mánuði skila til sín til-
lögu að heildstæðri aðgerðaáætlun
á sviði mannúðar-, friðar- og þróun-
arsamvinnumála. Markmiðið sé að
mannréttindasjónarmið verki
svikalaust á þróunarsamvinnu,
öryggismál, friðargæzlu og við-
skiptasamninga.
Ingibjörg boðaði stofnun lands-
nefndar um mannúðarlög, sem hafa
skyldi það hlutverk að veita stjórn-
völdum ráðgjöf varðandi túlkun og
framkvæmd alþjóðlegra mannúð-
arlaga og breiða út þekkingu á
þeim.
Hún áréttaði þá afstöðu ríkis-
stjórnarinnar að baráttuna gegn
hryðjuverkum megi aldrei heyja á
kostnað mannréttinda og að virða
skyldi alþjóðlegar mannúðar- og
mannréttindareglur skilyrðislaust
í þeirri baráttu.
Um þróunarmál sagði Ingibjörg að
í sumar hefði farið fram mikil vinna
á vegum ráðuneytisins við að móta
nýja rammalöggjöf um alþjóðlegt
starf Íslands gagnvart þróunarríkj-
um. Til grundvallar þeirri vinnu
liggi svonefnd Þúsaldarmarkmið
Sameinuðu þjóðanna, en það eru
átta skilgreind markmið sem sam-
tökin vilja ná fyrir árið 2015. Þau
miða að því að bæta hag íbúa þró-
unarríkja með því að útrýma fátækt
og hungri, bæta heilsufar, vinna að
jafnrétti kynjanna, betri menntun
og umhverfisvernd og stuðla að
hnattrænni samvinnu um þróun.
„Leiðarljós allrar þróunarsam-
vinnu Íslendinga er og á að vera að
styðja þróunarlöndin til sjálfs-
bjargar í efnahags- og velferðar-
málum og þar er ekkert verkefni
mikilvægara en menntun og miðlun
þekkingar,“ sagði Ingibjörg. Þá
sagðist hún leggja sérstaka áherzlu
á að málefni kvenna og barna yrðu
sett í forgrunn í allri þróunarsam-
vinnu Íslendinga.
Aukin framlög Íslands til þróun-
armála haldist í hendur við þessi
markmið. „Sem auðugu ríki ber
okkur skylda til að stefna mark-
visst að því að verða í hópi þeirra
ríkja sem mest leggja fram til þró-
unarmála miðað við verga lands-
framleiðslu,“ sagði Ingibjörg. Þetta
hlutfall verði komið upp í 0,35 pró-
sent á árinu 2009 og eftir það verði
áfram unnið að því að nálgast mark-
miðið um 0,7 prósent af landsfram-
leiðslu, sem SÞ hafa síðan árið 1970
hvatt ríku löndin til að gera.
Um þátttöku Íslands í friðargæzlu
lagði Ingibjörg áherzlu á að
Íslenzka friðargæzlan væri borgara-
leg starfsemi. „Segja má að í upp-
hafi hafi friðargæzluverkefnin
ekki verið nægilega vel skilgreind
og réttarstaðan hafi verið óljós,“
sagði Ingibjörg. Úr þessu hafi verið
bætt að hluta með nýjum lögum
sem samþykkt voru fyrr á þessu
ári, þar sem skýrt er kveðið á um
borgaralega skilgreiningu á starfs-
sviði Íslenzku friðargæzlunnar. „Þá
áherzlu mun ég leitast við að skerpa
áfram,“ sagði Ingibjörg.
Framboði Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna lýsti Ingi-
björg sem „skrefi til fullnustu sjálf-
stæðis þjóðarinnar,“ að Ísland væri
rétt eins og aðrar þjóðir fullfært
um að sitja við það háa borð. Vert
væri að hafa í huga í þessu sam-
bandi að fjörutíu af fimmtíu þróun-
arríkjum Afríku hefðu þegar setið í
ráðinu. Ísland keppir við Tyrkland
og Austurríki um tvö sæti í ráðinu
tímabilið 2009-2010. Úrslitin ráðast
á allsherjarþingi SÞ næsta haust.
Framboð Íslands beri einnig að
skoða í ljósi breyttra ógna í hnatt-
væddum heimi. „Friður og öryggi í
heiminum er verkefni ráðsins og
áherzlumál Íslands í framboðinu
eru einnig augljós áherzlumál í
nýrri íslenzkri öryggisstefnu, það
er loftslagbreytingar og orkuör-
yggi, afvopnunarmál, vernd kvenna
og barna á ófriðartímum og frið-
samleg lausn deilumála,“ sagði
Ingibjörg.
Nú sést liðurinn varnarmál í fyrsta
sinn á íslenzkum fjárlögum. „Við
skulum líta á varnir sem eðlilegan
þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og
frumskyldu stjórnvalda,“ sagði
Ingibjörg, en bætti við að útgjöld-
um bæri að halda í lágmarki.
Þetta síðasta atriði gerði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, að umtalsefni í andsvari
við ræðunni. Reiknaðist honum til
að allt í allt mætti telja útgjöld
Íslendinga til varnarmála á næsta
ári nema um einum og hálfum millj-
arði króna. Stærstu einstöku liðirn-
ir í þessum útgjöldum eru rekstur
Ratsjárstofnunar upp á um 800
milljónir og sá fastakostnaður
annar sem nú hefur verið færður í
fjárlög upp á 538 milljónir. Hann
sagðist líka „velta því fyrir sér
hvort það sé gleðiefni að fá NATO-
ríki með stríðstól sín að leika sér í
íslenzkri lofthelgi,“ og átti þar við
boðaða þátttöku NATO-ríkja í loft-
rýmiseftirliti hérlendis. Eitthvað
muni hýsing hinna erlendu flugs-
veita kosta íslenzka skattgreiðend-
ur og það væntanlega í ofanálag við
þennan eina og hálfa milljarð.
Steingrímur sagði líka óviðun-
andi að enn væri ekki búið að setja
á stofn þann þverpólitíska samráðs-
vettvang um öryggis- og varnarmál
sem boðaður hefði verið allt frá síð-
asta hausti.
Breyttar áherzlur í utanríkismálum
Fjöldamörg mistök kostuðu de Menezes lífið