Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8
Kröfufjármögnun Skilvirk leið til að fjármagna vöxt fyrirtækisins Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með Kröfufjármögnun Landsbankans gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum með einfaldari hætti en áður. Ávinningurinn er margþættur. Auðveldara er að fjármagna vöxt fyrirtækisins þar sem rekstrarfé eykst í hlutfalli við aukna sölu. Með bættu fjárstreymi er m.a. hægt að greiða birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum. Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi eða Þjónustuborð fyrirtækja í síma 410 9191ÍSLE N S K A S IA .I S L B I 39 73 0 11 /0 7 www.landsbanki.is Um hverja er minnisreitur- inn við Þingholtsstræti? Hvernig stofnun ætlar heil- brigðisráðherra að stofna? Hvert er tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson að fara? Kanna á hvort mögulegt er að koma upp þráðlausu háhraða- neti í Reykjavík. Til að byrja með verður horft til miðborgarinnar, háskólasvæðisins í kringum Vatnsmýri og viðskiptahverfisins í kringum Borgartún. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þjónustuskrifstofu Reykja- víkurborgar var falið að kanna þennan möguleika, og mun hún kanna áhuga háskóla, ríkis, banka og fjarskiptafyrirtækja á samstarfi í slíku verkefni. Niðurstöðum athugunar á að skila til borgarráðs fyrir 15. desember næstkomandi. Skoða þráðlaust net í Reykjavík „Það kann að verða árekstur milli fjárlaga og ann- arra laga. Samkvæmt þeim fyrir- mælum sem mér er ætlað að fara eftir verð ég að halda mig innan fjárlaga. Svo verður að koma í ljós hvað það hefur í för með sér.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Sel- fossi, spurður um áhrif niður- skurðar á löggæslu embættisins. Lögreglufélag Suðurlands hefur sent frá sér ályktun vegna fjárveitinga til embættisins, og segir þær ófullnægjandi. Vegna þessa verða lögreglumenn 23 frá næstu áramótum í stað 26 nú. Í ályktuninni segir að öryggi íbúa á svæðinu sé ógnað vegna þessa. Þegar hafi orðið „nokkur niðurskurður vegna þessa og er nú svo komið að á fullskipaðri vakt er aðeins hægt að halda úti einum fullmönnuðum lögreglubíl sem sinnir útköllum og eftirliti“. Félagið bendir á að fjöldi verk- efna og mála hafi aukist og einnig fjölgi íbúum sýslunnar hratt. Þeir séu nú tæplega fimmtán þúsund. „Skorum við á fjárveitingavaldið, svo og þingmenn kjördæmisins, að endurskoða nú þegar fjárveit- ingar til embættisins svo að unnt sé að tryggja viðunandi lög- gæslu,“ segir í ályktuninni. Öryggi íbúanna er ógnað Sameiginleg hags- munamál Íslendinga og Dana á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum voru rædd á fyrsta reglulega samráðsfundi embættis- manna beggja þjóða á grundvelli samkomulags um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála í Kaup- mannahöfn í byrjun vikunnar. Þá fór fram hliðstæður samráðsfundur íslenskra og þýskra embættismanna í Berlín á þriðjudag. Markmið þessara viðræðna er að kanna möguleg samstarfsverkefni Íslands og Þýskalands á sviði öryggis- og varnarmála, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Samráð við Þjóð- verja og Dani Háskóli Íslands (HÍ) og Fudan-háskóli í Shanghai undirrituðu samning um rann- sóknasamstarf og nemendaskipti í gær. Vilji skólanna er að geta verið með sameiginlegar próf- gráður bæði á meistara- og doktorsstigi, og stuðla þannig að öflugu rannsóknasamstarfi. Undirritun samningsins við Fudan-háskóla er liður í vaxandi samstarfi Háskóla Íslands við kínverskar háskóla- og rann- sóknastofnanir. Fyrir stuttu var gerður samstarfssamningur á milli HÍ og Jilin-háskóla í Changchun, sem er stærsti háskólinn í Kína með um sextíu þúsund nemendur. Sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, var viðstaddur undirritunina. Starfar með kín- verskum háskóla „Þetta er erfið vinna og kvöldvinna í miklum kulda og það var aðallega þess vegna sem fólk var ekki sátt,“ segir Hildur Zoega, trúnaðar- maður starfsmanna hjá Ísfélagi Vestmanneyja. Starfsmenn í frystihúsi neita að vinna yfirvinnu. Stéttarfélagið Drífandi er með málið til athugun- ar. Að sögn Arnars Hjaltalín, formanns þess, hefur vélvæðing orðið til þess að framleiðni Ísfélagsins hefur aukist, en að sama skapi hefur minna orðið fyrir starfsmennina að gera. Næturvaktir bjóðast ekki lengur. „Fólkið er bara að fara fram á að halda sömu tekjum, en ekki fá meira,“ segir Arnar. Hann segir kjarasamninga kveða á um að starfsfólk fái hluta ávinnings af aukinni framleiðni. Arnar segist vongóður um að sátt náist við stjórn Ísfélagsins um málið. „Ég trúi ekki öðru en að við náum saman um þetta, því það ber svo lítið á milli,“ segir Arnar. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir félagið greiða laun eftir kjara- samningum. „Vinnulagið hefur verið þannig á síldarvertíðum að við vinnum síldina eftir því hvenær hún berst að landi og hvernig sölumöguleik- arnir hafa verið,“ segir Ægir. „Þannig verður það þessa vertíð líka.“ Hraðahindranir valda miklu tjóni á strætisvögnum borgarinnar, samkvæmt Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs. Reynir segir í samtali við vefinn visir.is að vegna þess hversu lágir strætisvagnarnir séu rekist þeir gjarnan í götuna og það valdi skemmdum á gírkössum. Hann segir árlegt tjón vegna viðgerða á gírkössum hlaupa á milljónum króna. Forsvarsmenn Strætó bs. munu á næstu dögum funda með borgar- yfirvöldum vegna vandans. Kosta Strætó milljónir á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.