Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 7heilsa & hreyfing fréttablaðið
FRÆÐSLUEFNI Á ÁTTA
TUNGUMÁLUM
Lýðheilsustöð hefur látið þýða
íslenskan texta fræðsluefnis
á sjö tungumál. Þetta eru
fræðsluritin Áfengi, vímuefni og
meðganga, Matur og með-
ganga, Reykingar og meðganga
og Til foreldra um börn og
óbeinar reykingar sem nú hafa
verið þýddir á albönsku, arab-
ísku, ensku, pólsku, rússnesku,
spænsku og taílensku.
Þá er tekinn saman stuttur
útdráttur úr öllum bæklingun-
um sem hægt er að afhenda
þeim sem eingöngu þurfa á
kjarnanum að halda á viðkom-
andi tungumáli. Útdráttinn má
einnig fá á íslensku.
Textana má nálgast á heima-
síðu Lýðheilsustöðvar en þá má
prenta út og láta fylgja íslensku
bæklingunum sem liggja
frammi á heilsugæslustöðvum.
Lýðheilsustöð hefur einnig
látið útbúa og þýða fræðsluefni
um tannvernd barna á fyrr-
nefndum tungumálum auk þess
sem Geðorðin tíu hafa verið
þýdd á sjö tungumál.
Um sex þúsund miðaldra eða eldri konur í Bretlandi fá krabbamein á
hverju ári sem rekja má til offitu. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn
sem birt var í vefriti the British Medical Journal. Talið er að um 23 pró-
sent breskra kvenna séu of feit og 34 prósent of þung.
Rannsóknin sem stóð yfir í sjö ár tók til 45 þúsund krabbameinstilfella
hjá rúmlega einni milljón kvenna á aldrinum 50 til 64 ára. Er talið að
offita hafi áhrif í fimmtíu prósentum tilfella af magakrabbameini og
einnar gerð af krabbameini í vélinda.
Offita hefur einnig verið tengd við aðrar gerðir krabbameina eins og
ristil-, smáþarma-, nýrna-, brjósta-, beinmergs- og eggjastokkakrabba-
mein. Rannsakendur fundu einnig að tengingin milli þyngdar og krabba-
meins tengdist einnig aldri kvenna. Þannig eykur offita áhættu á brjósta-
krabbameini aðeins hjá konum eftir breytingaskeið, en eykur líkur á
ristil- og smáþarmakrabbameini hjá konum fyrir breytingaskeið.
Offita eykur líkur á krabbameini hjá konum
Talið er að um 23 prósent breskra kvenna séu of feit, og 34 prósent of þung.
... að ein sígaretta eyðir 25 mg af
C-vítamíni?
... að manneldisrannsóknir sýna,
að 47 prósent kenna og 36 prósent
fullorðinna karla þjást af D-víta-
mínskorti yfir vetrarmánuðina?
... að meira en einn áfengur
drykkur á dag getur valdið skorti
á B1, B6 og fólínsýru?
... að P-pillan eyðir B6, B12, fól-
ínsýru og C-vítamíni?
... að þú þarft aukið magn af B6,
ef þú neytir mikils prótíns?
... að B1 getur komið í veg fyrir
bílveiki?
... að B12 getur komið í veg fyrir
timburmenn?
Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía
vissir þú...
Vissir þú að B12 getur komið í veg fyrir
timburmenn?
Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is
Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is