Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 4
Veist þú hver lífeyrisréttindi þín eru? • Er skylt að greiða í lífeyrissjóð? • Hvað felst í lífeyrissréttindum? • Hvers vegna þarf að greiða skatt af lífeyrisgreiðslum? • Hvaða ávinningur er fólgin í því að greiða í lífeyrissjóð? Svörin við þessum spurningum og fjölda annarra væri sannarlega gott að vita og þú finnur þau á www.gottadvita.is www.gottadvita.is Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir pólskum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Selfossi í lok síðasta mánaðar. Manninum hefur verið bannað að yfirgefa landið til 17. desember, eða þar til máli hans er lokið. Lögreglustjórinn á Selfossi krafðist farbanns yfir manninum í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn væri erlendur ríkis- borgari og því væri hætta á því að hann reyndi að komast úr landi til að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar. Héraðs- dómur féllst á þessi rök og Hæstiréttur einnig. Sætir farbanni til 17. desember Fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær eru byggðar á vinnu svokall- aðrar Jónínunefndar, segir Val- gerður Sverrisdóttir, vara- formaður Framsóknarflokksins. Hún segir að þar sem eftir sé að útfæra hugmyndina nánar sé erfitt að taka afstöðu til hennar. Ætlunin er að koma á laggirnar innkaupastofnun sem mun kaupa þjónustu í heilbrigðiskerfinu af heilbrigðisstofnunum, og skilja á milli kaupenda og seljenda. „Það eru vissulega dálítil tíðindi ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjölga ríkisstofnunum og fara skandinavísku leiðina, sem hefur ekki alltaf verið hátt skrifuð á þeim bænum,“ segir Valgerður. Hún telur þó fjárhagsvanda stofn- ana stóra vandann sem ráðherr- ann þurfi að beita sér í. „Við erum mjög á varðbergi gagnvart þessum hugmyndum ef þær eru yfirskin eða undirbúning- ur undir það að einkavæða meira í heilbrigðiskerfinu og velta kostn- aði yfir á neytendur,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir að með þeim breyt- ingum sem nú séu boðaðar sé stutt í hugmyndafræði einkavæðingar- innar. Vinstri græn geri fyrirvara við allar breytingar í þá átt, og standi vörð um eitt opinbert heil- brigðis- og tryggingakerfi. Slík kerfi hafi sýnt yfirburði sína samanborið við blandaðri kerfi. „Það er stefna Samfylkingar- innar að aðskilja kaupendur og seljendur þjónustunnar, og hefur verið það undanfarin misseri,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. „Að sjálfsögðu stöndum við vörð um það grundvallaratriði að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni verði óháð efnahag, og eftir því grundvallarmarkmiði mun ríkis- stjórnin starfa,“ segir Ágúst. Pólitísk samstaða er í ríkis- stjórn um fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu, enda í sam- ræmi við stjórnarsáttmála, segir Ágúst Ólafur. „Þetta er löngu tíma- bær breyting, við sjáum að hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa tekið þetta skref. Markmiðið er auðvit- að að þjónustan batni og pening- arnir verði nýttir betur.“ Vilja útfærslu á breytingum Fulltrúar Framsóknar og VG taka fyrirhuguðum breytingum heilbrigðisráðherra á heilbrigðiskerfinu með fyrirvara. Varaformaður Samfylkingarinnar segir samstöðu um breytingarnar innan ríkisstjórnarinnar. Tveggja ára ind- verska stúlkan sem gekkst undir 27 tíma aðgerð á þriðjudag og miðvikudag þar sem aukaútlimir og aukalíffæri voru fjarlægð sýndi góð batamerki í gær að sögn lækna. „Lakshimi hefur hreyft tær og hendur í fyrsta skipti og opnaði augun í stutta stund,“ sagði yfirlæknirinn Sharan Patil við blaðamenn í gær. Lakshimi fæddist með útlimi og sum líffæri tvíbura sem hætti að þroskast í móðurkviði. Yfir þrjátíu skurðlæknar tóku þátt í aðgerðinni, sem tókst það vel að vonast er til að stúlkan sleppi alveg við að fara aftur í meiri háttar aðgerð. Hreyfði bæði tær og hendur Mannlaust einbýlishús við Grettisgötu 61 skemmdist mikið í eldi aðfaranótt fimmtudags. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan tvö og voru allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sendar á staðinn þar sem ekki var vitað hvort fólk væri í húsinu. Ekki var talið að hætta steðjaði að nærliggjandi húsum en í öryggisskyni var sambyggt hús rýmt á meðan slökkvistarf stóð yfir. Slökkvistarf gekk vel og lauk á fimmta tímanum um nóttina. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknardeild lögregl- unnar útilokar ekki íkveikju. Húsið sem brann er bárujárnsklætt timburhús sem eigandi þess hyggst gera upp en það skemmdist aðallega að innan. Þurfti meðal annars að rjúfa milligólf og þak til að slökkva eldinn að fullu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögregla ítrekað haft afskipti af fólki sem þar hefur hafst við vegna linnulausrar óreglu og ónæðis. Hafa meðal annars ítrekað komið upp mál vegna fíkniefna- brota og þýfi og vopn verið gerð upptæk. Íbúar á Grettisgötu hafa kvartað undan ónæðinu marga undanfarna mánuði og lögregla haft samband við eiganda hússins vegna þessa. Lögregla útilokar ekki íkveikju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.