Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 1
„Það er svo lítill hluti
farþega sem greiðir fargjaldið
núorðið að ég held að það væri vel
þess virði að skoða tillögu Kópa-
vogsbæjar um að hafa fargjöldin
ókeypis til prufu,“ segir Ármann
Kr. Ólafsson, stjórnarformaður
Strætós bs.
Ármann segir að eftir að nem-
endum var gefið frítt í strætó séu
tekjur af farmiðasölu orðnar sára-
litlar. „Þetta er orðin algjör vit-
leysa, það eru kannski tíu prósent
sem koma inn með greiddum far-
miðum. Það eru um 400 milljónir.
Ef við hættum að hugsa um að
rukka fargjöld getum við sparað
um 50 milljónir. Eftir standa 300
til 350 milljónir. Þetta gæti orðið
til þess að búa til strætómenningu
á Íslandi,“ segir hann. Reynslan
af skólaverkefninu sé góð og
vagnar troðfullir á háannatíma.
„Ef takmarkið er að létta á
gatnakerfinu held ég að það sé
þess virði,“ segir Ármann.
Vill frían strætó
Kjúklingur er sívinsæll á borðum Íslendinga og
kunna flestir að hrista hina ýmsu kjúklingarétti
fram úr erminni. Oft vill þó brenna við að
rétturinn ve ði í
Ingvar segir ekki þurfa neina sósu með kjúkl
því hann verði f
Yfirfór kjúklingarétti og
féll alveg fyrir þeim
9. OKTÓBER 2007
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona
og matargúrú á von á öðru barniPLOTTAR YFIRPOTTUNUM
Íhugun, heilsa
og bardagi Magnús Ólafsson stígur á
svið í sextugasta sinn
heilsa & hreyfing
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007
+ Nánari upplýsingar
og bókanir á
www.icelandair.is
Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember.
Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember.
Takmarkað sætaframboð.
kr.
að
ra
le
iði
na
til
U
SA
Til
bo
ðs
ve
rð
fr
á
Ólafur Egill Egilsson hefur afþakkað laun fyrir
leik sinn í Stundinni okkar. Ástæðuna segir Ólafur
einfalda, launin séu ekki samboðin þeirri vinnu sem
þyrfti að leggja í verkið. „Þetta eru fimmtán þúsund
krónur fyrir fimm tíma í upptökuveri eftir skatt,“
segir Ólafur.
Páll Magnússon sagði þetta einsdæmi. Hann sagðist
ekki vita til þess að leikarar hefðu verið vanhaldnir
fyrir leik sinn hjá RÚV, sem borgaði leikurum hæstu
taxtana í bransanum.
Afþakkaði laun fyrir Stundina
Orrustuþotur franska flughersins verða
gerðar út frá Keflavíkurflugvelli til loftrýmiseftir-
lits í íslensku lofthelginni um fimm til sex vikna
skeið á komandi vori. Frá þessu greindi Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er hún flutti
Alþingi skýrslu sína um utanríkismál í gær.
„Í morgun gafst aðildarríkjum NATO möguleiki á
að bjóða fram flugsveitir til loftrýmiseftirlits á
Íslandi á næstu tveimur árum. Viðbrögð bandalags-
ríkja voru mjög jákvæð,“ sagði ráðherra. Auk
Frakka hefðu Bandaríkjamenn boðist til að koma
með flugsveitir hingað næsta sumar í tvær til þrjár
vikur í senn, og aftur sumarið 2009. Þá hafi Norð-
menn lýst áhuga á að taka þátt á næsta ári og bæði
Danir og Spánverjar væru að skoða þátttöku árið
2009. Þá kváðust Hollendingar og Kanadamenn og
jafnvel fleiri bandalagsþjóðir íhuga að taka þátt.
Ingibjörg staðfesti að sem gistiríki bæru íslensk
stjórnvöld kostnað af viðveru erlendu flugsveitanna
í samræmi við það hlutverk, en það felst aðallega í
að sjá gestunum fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli
og ýmissi stoðþjónustu. Þá er ratsjárkerfið forsenda
fyrir því að hægt sé að halda úti slíku lofthelgiseftir-
liti með NATO-herþotum.
„Ef við ætlum yfir-
leitt að lifa á landinu þurfum við
eitthvað til að vinna við,“ segir
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri sveitarfélagsins Ölfuss,
spurður um neikvæða afstöðu
Hvergerðinga til Bitruvirkjunar.
Skipulags- og byggingarnefnd
Hveragerðisbæjar hefur alfarið
lagst gegn framkvæmdinni og
telur hana hafa afar skaðleg áhrif
á möguleika bæjarins sem íbúðar-
og ferðamannasvæðis. Svæðið sé
enda á náttúruminjaskrá.
„Það er margt annað sem fellur
með þessari virkjun. Það er búið
að gefa vilyrði fyrir þessu raf-
magni til uppbyggingar og álvers í
Helguvík,“ segir Ólafur. „Það væri
þá eitthvað nýtt sem þjóðin þyrfti
að taka á í heild sinni ef það ætti
að hætta að nýta auðlindirnar
okkar. Við lifum ekki á loftinu einu
saman, það er alveg á hreinu.“
Afstaða Hvergerðinga til Bitru-
virkjunar komi á óvart en hafi
ekki bein áhrif á áformin. Sveitar-
félagið haldi ótrautt áfram með
framkvæmdina og Skipulags-
stofnun ákveði þá hvort hún hafni
umhverfismatinu eða ekki.
„Svo hefur sveitarfélagið
úrslitavald að lokum og getur tekið
aðra ákvörðun en Skipulagsstofn-
un, eins og við gerðum með nám-
una í Ingólfsfjalli,“ segir Ólafur.
Spurður um áhrif þess að Orku-
veitan sjálf hætti við virkjunina,
eins og Dofri Hermannsson, tals-
maður borgarstjórnarflokks Sam-
fylkingar í umhverfismálum, úti-
lokar ekki, segir Ólafur að vilyrði
Orkuveitunnar um rafmagnsfram-
leiðslu til álversins hafi verið
gefið í tíð Reykjavíkurlistans.
„Þannig að það væri mjög sér-
stakt ef það ætti að bakka með það
núna. Það myndi margt fara á
annan veg í landinu ef það yrði
hætt við þessa virkjun. Hún er
unnin í sátt við náttúruna og ef
ekki er hægt að reisa slíkar virkj-
anir er fokið í flest skjól hjá okkur
Íslendingum.“
Fokið í flest
skjól ef við
virkjum ekki
Sveitarstjóri Ölfuss segir að neikvæð afstaða Hver-
gerðinga til Bitruvirkjunar hafi ekki úrslitaáhrif.
Rafmagnið hafi verið eyrnamerkt álveri í Helguvík.