Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 25
Marel Food Systems væntir þess
að sjá ábata vegna fyrirtækja-
kaupa í næsta uppgjöri. Hörður
Arnarson, forstjóri félagsins,
segir hins vegar ákveðin von-
brigði að ávinningur af samþætt-
ingu við AEW Delford og Scan-
vaegt skuli ekki hafa komið fram
á þriðja ársfjórðungi líkt og vænst
hafi verið. Hann kynnti árshluta-
uppgjör félagsins í gærmorgun.
Á þriðja ársfjórðungi nemur
bókfært tap Marel Food Systems
5,7 milljónum evra eftir skatta,
eða tæpum 500 milljónum króna. Í
tapi fjórðungsins vegur þungt
reiknað tap vegna lækkunar á
bréfum í iðnsamstæðunni Stork í
Hollandi. Marel á hlut í eignar-
haldsfélaginu LME sem á 43 pró-
sent í Stork. Í gangi eru viðræður
um sameiningu Marel Food Syst-
ems og Stork Food Systems, sam-
hliða viðræðum um kaup breska
fjárfestingasjóðsins Candover á
því sem eftir stendur í Stork.
Hörður segist vonast eftir niður-
stöðu í þeim viðræðum innan
nokkurra vikna, en bætir við að
ekki sé hægt að gefa sér að þær
endi með samruna félaganna.
„Innri vöxtur er lægri en við
stefndum að, en í fullu samræmi
við það sem gerist þegar menn eru
í stórum yfirtökum,“ segir Hörður
jafnframt, en velta félagsins hefur
engu að síður aukist um 54 pró-
sent milli ára. Þá hefur, að sögn
Harðar, veik staða Bandaríkjadals
áhrif á vaxtatölur í Bandaríkjun-
um, þar sem félagið gerir upp í
evrum. „En í mótteknum pöntun-
um hefur verkefnastaðan batnað
umtalsvert og er í
samræmi við
okkar áætlanir,“
segir hann.
Vonbrigði með samþættingu
Föroya Banki hagnað-
ist um 22,3 milljónir
danskra króna á þriðja
ársfjórðungi, eða um
rúmar 256 milljónir
íslenskra króna.
Í uppgjöri bankans
er hagnaðurinn sagður
ásættanlegur, sérstak-
lega í ljósi þess að á
fjórðungnum hafi fall-
ið til einskiptiskostnað-
ur upp á 25 milljónir
danskra króna vegna opnunar úti-
bús bankans í Danmörku. Fyrstu
níu mánuði ársins nemur hagnað-
urinn 106,5 milljónum danskra
króna, 1,2 milljörðum íslenskra
króna.
Afkoma bankans á
fjórðungnum er heldur
undir 27,2 milljóna spá
Landsbankans, sem
spáði einn íslensku
bankanna fyrir um
gengi hans. „Mun meiri
aukning var í vaxtatekj-
um á fjórðungnum en
við gerðum ráð fyrir,“
segir í umfjöllun grein-
ingardeildar Lands-
bankans, en um leið var
kostnaður meiri en ráð var fyrir
gert. „Arðsemi eigin fjár nemur 7
prósentum á fjórðungnum sem
verður að teljast slakt en arðsemis-
markmið bankans er 12 prósent.“
Gróði undir væntingum
Föroya Banki hagnaðist um 256 milljónir króna.
Fjárfestirinn Robert Tchenguiz,
sem jafnframt er stjórnarmaður í
Existu með fimm prósenta hlut, er
sagður hafa horft á verðmæti
eignasafns síns falla hratt í viku-
byrjun og grip-
ið til þess ráðs
að selja eignir
til að vega upp
á móti tapinu.
Breska dag-
blaðið Guardi-
an segir 225
milljónir
punda, jafn-
virði 27,5 millj-
arða króna, hafa horfið úr bókum
Tchenguiz strax á mánudag og
hærri upphæðir næstu daga.
Stærsta tapið, um 200 milljónir
punda, liggur í rúmlega 20 pró-
senta hruni bréfa í bresku stór-
versluninni Sainbury‘s.
Nokkrar ástæður liggja að baki
skellinum, svo sem niðursveifla á
alþjóðlegum hlutabréfamörkuð-
um. Guardian tekur fram að
Tchenguiz hafi verið þögull sem
gröfin um auð sinn en telur eigna-
safnið hlaupa á fjórum milljörðum
punda.
Stórfé gufar upp
hjá Tchenguiz
Seðlabanki Evrópu tilkynnti í gær
að stýrivextir í evrulöndunum
þrettán yrðu áfram fjögur prósent.
Þá hafði Englandsbanki tilkynnt í
hádeginu að stýrivextir yrðu
óbreyttir, 5,75 prósent, á Bret-
landseyjum.
Að mati greiningardeildar
Glitnis áttu fáir von á vaxtalækkun
evrópska seðlabankans þrátt fyrir
að evran væri nú mjög sterk og
blikur á lofti með hagþróun á evru-
svæðinu næstu misserin vegna
óróa á fjármálamörkuðum.
Jean-Claude Trichet seðlabanka-
stjóri sagði á blaðamannafundi í
gær að óvissan á fjármálamörkuð-
unum héldi áfram. Sérfræðingar
bankans myndu halda áfram að
fylgjast með þróun mála. Verð á
mörgum mörkuðum væri að leið-
réttast eftir ofmat.
Ben Bernanko, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, hafði líka í nógu að
snúast í gær. Hann kom fyrir þing-
nefnd og var þráspurður út í þróun
efnahagsmála á næstunni. Fjallaði
hann meðal annars um undirmáls-
lánin og sagði ekki öll kurl komin
til grafar hvað þau varðaði.
Íslenska krónan veiktist gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum í gær um
1,3 prósent. Gengisvísitalan endaði
í 116 stigum.
Óbreyttir stýri-
vextir á evruna